Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist í færslu á Facebook-síðu sinni hafa fundað með borgarfulltrúum Framsóknarflokksins í morgun. Fundurinn hafi snúist um flugvallarmál, en einnig hafi verið rætt um skipun Gústafs Adolfs Níelssonar sem varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Skipunin var dregin til baka um hádegi, eftir mikla gagnrýni, ekki síst úr röðum Framsóknarflokksins.
Tveir ráðherrar, þingmenn og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins eru á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt skipun Gústafs.