Sigmundur Davíð vill að ráðherrar ráði einir um staðsetningu stofnana

9951303834-6436720f14-z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp til breyt­inga á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands frá árinu 2011, á Alþingi 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra er meðal ann­ars lagt til að sú breyt­ing verði gerð á lög­un­um, að það verði fram­vegis í valdi hvers ráð­herra að ákveða um aðsetur stofn­ana sem undir hann heyra. Þá er sömu­leiðis lagt til að kveðið verði á um almenna heim­ild til að flytja starfs­menn á milli ráðu­neyta og stofn­ana, liggi fyrir sam­þykki við­kom­andi ráð­herra fyrir flutn­ing­unum sem og for­stöðu­manns stofn­un­ar­innar og starfs­manns­ins sjálfs, án þess að aug­lýsa lausar stöður til umsókn­ar.

Ný heild­ar­lög um Stjórn­ar­ráð Íslands tóku gildi í sept­em­ber 2011. Í eldri lögum um stjórn­ar­ráðið var kveðið á um heim­ild ráð­herra til að ákveða aðsetur stofn­ana sem undir hann heyra. Þeirri heim­ild var bætt inn í lögin eftir nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í svoköll­uðum Land­mæl­ing­ar­dómi frá árinu 1998. Þá var ákvörð­un Guð­mundar Bjarna­son­ar, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, dæmd ólög­mæt í Hæsta­rétti, en dóm­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að valdið til að ákveða stað­setn­ingu stofn­unar og flutn­ing hennar væri hjá Alþingi. Í lög­unum um Stjórn­ar­ráð Íslands, sem tóku gildi árið 2011, var tekið út ákvæði um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ráð­herra um flutn­ing og stað­setn­ingu stofn­ana sem undir hann heyra.

„Geð­þótta­á­kvarð­an­ir“ ráð­herra ráði ekki förBanda­lag háskóla­manna (BHM) hyggst senda ítar­lega grein­ar­gerð um frum­varp Sig­mundar Dav­íðs um breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands, þegar það kemur til umsagnar í þing­nefnd. BHM hefur hins vegar nú þegar gert athuga­semdir við frum­varpið, þar sem banda­lagið leggst alfarið gegn því. Banda­lagið hyggst senda athuga­semd­irnar til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og þing­manna.

„­Með því móti verði kom­ist hjá því að ráð­herrar taki geð­þótta­á­kvarð­anir um flutn­ing rík­is­stofn­ana, enda geti slíkar ákvarð­anir komið mjög hart niður á starfs­mönnum og fjöl­skyldum þeirra.“

Auglýsing

BHM telur ekki rétt að end­ur­vekja umrædda heim­ild ráð­herra til að ákveða flutn­ing og stað­setn­ingar stofn­ana. Ekki hafi verið til­viljum að heim­ildin var felld brot, og frum­varpið sem varð að núgild­andi lögum um stjórn­ar­ráðið hafi verið samið í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í sam­ráði við sér­fræð­inga á sviði stjórn­skip­un­ar- og stjórn­sýslu­rétt­ar.

Í athug­semdum BHM telur banda­lagið að vald til að ákveða stað­setn­ingu og flutn­ing rík­is­stofn­ana eigi að vera áfram hjá Alþingi. Með því móti verði kom­ist hjá því að ráð­herrar taki geð­þótta­á­kvarð­anir um flutn­ing rík­is­stofn­ana, enda geti slíkar ákvarð­anir komið mjög hart niður á starfs­mönnum og fjöl­skyldum þeirra. Þá sé það ekki í sam­ræmi við lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð að fela ráð­herrum ein­ræð­is­vald til að ákveða hvar stofn­anir skuli vera, eins og gert sé ráð fyrir í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra. Breyt­ingin sem felist í frum­varp­inu auki á laus­ung og geti ýtt undir að við hver rík­is­stjórn­ar­skipti og/eða ráð­herra­skipti, yrðu gerðar breyt­ingar á stofn­un­um, þær sam­ein­að­ar, lagðar niður eða fluttar til, með til­heyr­andi kostn­að­ar­auka, raski og óþæg­ind­um, sem bein­línis gætu stefnt starfs­ör­yggi starfs­manna í hættu og vegið að rétt­indum þeirra að öðru leyti.

Þá telur BHM að sá valda­flutn­ingur sem felist í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra sé í miklu ósam­ræmi við þau við­horf sem uppi hafi verið í sam­fé­lag­inu á síð­ustu árum um að efla beri lög­gjaf­ar­valdið og Alþingi sem stofnun og draga að sama skapi úr áhrifum fram­kvæmd­ar­valds­ins.

Stjórn­valdi skylt að aug­lýsa lausar stöðurÍ athuga­semdum BHM er sömu­leiðis gagn­rýnd sú breyt­ing sem frum­varp for­sæt­is­ráð­herra felur í sér, varð­andi útvíkkun heim­ildar til að flytja starfs­menn milli ráðu­neyta og stofn­anna án þess að aug­lýsa lausar stöður til umsókn­ar.

BHM bendir á að lögum sam­kvæmt sé meg­in­reglan sú að stjórn­valdi sé skylt að aug­lýsa allar lausar stöð­ur, með ákveðnum und­an­tekn­ingum þó. Reglan byggi á jafn­ræð­is­sjón­ar­miðum um að veita öllum sem áhuga kunna að hafa tæki­færi til að sækja um opin­bera stöðu. Þá búi að baki regl­unni það sjón­ar­mið að með slíku fyr­ir­komu­lagi sé betur tryggt að ríkið eigi kost á sem flestum færum og hæfum umsækj­endum þegar ráðið sé í starf. Með frum­varp­inu sé verið að draga veru­lega úr þeim sjón­ar­miðum sem eru að baki aug­lýs­inga­skyldu stjórn­valds.

Eins og kunn­ugt er tók Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ein­hliða ákvörðun í sumar um flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyr­ar. Áhöld eru um lög­mæti ákvörð­un­ar­inn­ar, með hlið­sjón af núgild­andi lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands. Þá hefur Norð­vest­ur­nefndin svo­kall­aða lagt fram rót­tækar til­lögur meðal ann­ars um flutn­ing RARIK til Sauð­ár­króks og skipa­rekstur Land­helg­is­gæsl­unnar í Skaga­fjörð.

 

 

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None