Sigmundur Davíð vill að ráðherrar ráði einir um staðsetningu stofnana

9951303834-6436720f14-z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp til breyt­inga á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands frá árinu 2011, á Alþingi 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra er meðal ann­ars lagt til að sú breyt­ing verði gerð á lög­un­um, að það verði fram­vegis í valdi hvers ráð­herra að ákveða um aðsetur stofn­ana sem undir hann heyra. Þá er sömu­leiðis lagt til að kveðið verði á um almenna heim­ild til að flytja starfs­menn á milli ráðu­neyta og stofn­ana, liggi fyrir sam­þykki við­kom­andi ráð­herra fyrir flutn­ing­unum sem og for­stöðu­manns stofn­un­ar­innar og starfs­manns­ins sjálfs, án þess að aug­lýsa lausar stöður til umsókn­ar.

Ný heild­ar­lög um Stjórn­ar­ráð Íslands tóku gildi í sept­em­ber 2011. Í eldri lögum um stjórn­ar­ráðið var kveðið á um heim­ild ráð­herra til að ákveða aðsetur stofn­ana sem undir hann heyra. Þeirri heim­ild var bætt inn í lögin eftir nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í svoköll­uðum Land­mæl­ing­ar­dómi frá árinu 1998. Þá var ákvörð­un Guð­mundar Bjarna­son­ar, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, dæmd ólög­mæt í Hæsta­rétti, en dóm­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að valdið til að ákveða stað­setn­ingu stofn­unar og flutn­ing hennar væri hjá Alþingi. Í lög­unum um Stjórn­ar­ráð Íslands, sem tóku gildi árið 2011, var tekið út ákvæði um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ráð­herra um flutn­ing og stað­setn­ingu stofn­ana sem undir hann heyra.

„Geð­þótta­á­kvarð­an­ir“ ráð­herra ráði ekki förBanda­lag háskóla­manna (BHM) hyggst senda ítar­lega grein­ar­gerð um frum­varp Sig­mundar Dav­íðs um breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands, þegar það kemur til umsagnar í þing­nefnd. BHM hefur hins vegar nú þegar gert athuga­semdir við frum­varpið, þar sem banda­lagið leggst alfarið gegn því. Banda­lagið hyggst senda athuga­semd­irnar til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og þing­manna.

„­Með því móti verði kom­ist hjá því að ráð­herrar taki geð­þótta­á­kvarð­anir um flutn­ing rík­is­stofn­ana, enda geti slíkar ákvarð­anir komið mjög hart niður á starfs­mönnum og fjöl­skyldum þeirra.“

Auglýsing

BHM telur ekki rétt að end­ur­vekja umrædda heim­ild ráð­herra til að ákveða flutn­ing og stað­setn­ingar stofn­ana. Ekki hafi verið til­viljum að heim­ildin var felld brot, og frum­varpið sem varð að núgild­andi lögum um stjórn­ar­ráðið hafi verið samið í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í sam­ráði við sér­fræð­inga á sviði stjórn­skip­un­ar- og stjórn­sýslu­rétt­ar.

Í athug­semdum BHM telur banda­lagið að vald til að ákveða stað­setn­ingu og flutn­ing rík­is­stofn­ana eigi að vera áfram hjá Alþingi. Með því móti verði kom­ist hjá því að ráð­herrar taki geð­þótta­á­kvarð­anir um flutn­ing rík­is­stofn­ana, enda geti slíkar ákvarð­anir komið mjög hart niður á starfs­mönnum og fjöl­skyldum þeirra. Þá sé það ekki í sam­ræmi við lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð að fela ráð­herrum ein­ræð­is­vald til að ákveða hvar stofn­anir skuli vera, eins og gert sé ráð fyrir í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra. Breyt­ingin sem felist í frum­varp­inu auki á laus­ung og geti ýtt undir að við hver rík­is­stjórn­ar­skipti og/eða ráð­herra­skipti, yrðu gerðar breyt­ingar á stofn­un­um, þær sam­ein­að­ar, lagðar niður eða fluttar til, með til­heyr­andi kostn­að­ar­auka, raski og óþæg­ind­um, sem bein­línis gætu stefnt starfs­ör­yggi starfs­manna í hættu og vegið að rétt­indum þeirra að öðru leyti.

Þá telur BHM að sá valda­flutn­ingur sem felist í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra sé í miklu ósam­ræmi við þau við­horf sem uppi hafi verið í sam­fé­lag­inu á síð­ustu árum um að efla beri lög­gjaf­ar­valdið og Alþingi sem stofnun og draga að sama skapi úr áhrifum fram­kvæmd­ar­valds­ins.

Stjórn­valdi skylt að aug­lýsa lausar stöðurÍ athuga­semdum BHM er sömu­leiðis gagn­rýnd sú breyt­ing sem frum­varp for­sæt­is­ráð­herra felur í sér, varð­andi útvíkkun heim­ildar til að flytja starfs­menn milli ráðu­neyta og stofn­anna án þess að aug­lýsa lausar stöður til umsókn­ar.

BHM bendir á að lögum sam­kvæmt sé meg­in­reglan sú að stjórn­valdi sé skylt að aug­lýsa allar lausar stöð­ur, með ákveðnum und­an­tekn­ingum þó. Reglan byggi á jafn­ræð­is­sjón­ar­miðum um að veita öllum sem áhuga kunna að hafa tæki­færi til að sækja um opin­bera stöðu. Þá búi að baki regl­unni það sjón­ar­mið að með slíku fyr­ir­komu­lagi sé betur tryggt að ríkið eigi kost á sem flestum færum og hæfum umsækj­endum þegar ráðið sé í starf. Með frum­varp­inu sé verið að draga veru­lega úr þeim sjón­ar­miðum sem eru að baki aug­lýs­inga­skyldu stjórn­valds.

Eins og kunn­ugt er tók Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ein­hliða ákvörðun í sumar um flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyr­ar. Áhöld eru um lög­mæti ákvörð­un­ar­inn­ar, með hlið­sjón af núgild­andi lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands. Þá hefur Norð­vest­ur­nefndin svo­kall­aða lagt fram rót­tækar til­lögur meðal ann­ars um flutn­ing RARIK til Sauð­ár­króks og skipa­rekstur Land­helg­is­gæsl­unnar í Skaga­fjörð.

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None