Sigmundur Davíð vill að ráðherrar ráði einir um staðsetningu stofnana

9951303834-6436720f14-z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp til breyt­inga á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands frá árinu 2011, á Alþingi 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra er meðal ann­ars lagt til að sú breyt­ing verði gerð á lög­un­um, að það verði fram­vegis í valdi hvers ráð­herra að ákveða um aðsetur stofn­ana sem undir hann heyra. Þá er sömu­leiðis lagt til að kveðið verði á um almenna heim­ild til að flytja starfs­menn á milli ráðu­neyta og stofn­ana, liggi fyrir sam­þykki við­kom­andi ráð­herra fyrir flutn­ing­unum sem og for­stöðu­manns stofn­un­ar­innar og starfs­manns­ins sjálfs, án þess að aug­lýsa lausar stöður til umsókn­ar.

Ný heild­ar­lög um Stjórn­ar­ráð Íslands tóku gildi í sept­em­ber 2011. Í eldri lögum um stjórn­ar­ráðið var kveðið á um heim­ild ráð­herra til að ákveða aðsetur stofn­ana sem undir hann heyra. Þeirri heim­ild var bætt inn í lögin eftir nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í svoköll­uðum Land­mæl­ing­ar­dómi frá árinu 1998. Þá var ákvörð­un Guð­mundar Bjarna­son­ar, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, dæmd ólög­mæt í Hæsta­rétti, en dóm­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að valdið til að ákveða stað­setn­ingu stofn­unar og flutn­ing hennar væri hjá Alþingi. Í lög­unum um Stjórn­ar­ráð Íslands, sem tóku gildi árið 2011, var tekið út ákvæði um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ráð­herra um flutn­ing og stað­setn­ingu stofn­ana sem undir hann heyra.

„Geð­þótta­á­kvarð­an­ir“ ráð­herra ráði ekki förBanda­lag háskóla­manna (BHM) hyggst senda ítar­lega grein­ar­gerð um frum­varp Sig­mundar Dav­íðs um breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands, þegar það kemur til umsagnar í þing­nefnd. BHM hefur hins vegar nú þegar gert athuga­semdir við frum­varpið, þar sem banda­lagið leggst alfarið gegn því. Banda­lagið hyggst senda athuga­semd­irnar til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og þing­manna.

„­Með því móti verði kom­ist hjá því að ráð­herrar taki geð­þótta­á­kvarð­anir um flutn­ing rík­is­stofn­ana, enda geti slíkar ákvarð­anir komið mjög hart niður á starfs­mönnum og fjöl­skyldum þeirra.“

Auglýsing

BHM telur ekki rétt að end­ur­vekja umrædda heim­ild ráð­herra til að ákveða flutn­ing og stað­setn­ingar stofn­ana. Ekki hafi verið til­viljum að heim­ildin var felld brot, og frum­varpið sem varð að núgild­andi lögum um stjórn­ar­ráðið hafi verið samið í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í sam­ráði við sér­fræð­inga á sviði stjórn­skip­un­ar- og stjórn­sýslu­rétt­ar.

Í athug­semdum BHM telur banda­lagið að vald til að ákveða stað­setn­ingu og flutn­ing rík­is­stofn­ana eigi að vera áfram hjá Alþingi. Með því móti verði kom­ist hjá því að ráð­herrar taki geð­þótta­á­kvarð­anir um flutn­ing rík­is­stofn­ana, enda geti slíkar ákvarð­anir komið mjög hart niður á starfs­mönnum og fjöl­skyldum þeirra. Þá sé það ekki í sam­ræmi við lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð að fela ráð­herrum ein­ræð­is­vald til að ákveða hvar stofn­anir skuli vera, eins og gert sé ráð fyrir í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra. Breyt­ingin sem felist í frum­varp­inu auki á laus­ung og geti ýtt undir að við hver rík­is­stjórn­ar­skipti og/eða ráð­herra­skipti, yrðu gerðar breyt­ingar á stofn­un­um, þær sam­ein­að­ar, lagðar niður eða fluttar til, með til­heyr­andi kostn­að­ar­auka, raski og óþæg­ind­um, sem bein­línis gætu stefnt starfs­ör­yggi starfs­manna í hættu og vegið að rétt­indum þeirra að öðru leyti.

Þá telur BHM að sá valda­flutn­ingur sem felist í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra sé í miklu ósam­ræmi við þau við­horf sem uppi hafi verið í sam­fé­lag­inu á síð­ustu árum um að efla beri lög­gjaf­ar­valdið og Alþingi sem stofnun og draga að sama skapi úr áhrifum fram­kvæmd­ar­valds­ins.

Stjórn­valdi skylt að aug­lýsa lausar stöðurÍ athuga­semdum BHM er sömu­leiðis gagn­rýnd sú breyt­ing sem frum­varp for­sæt­is­ráð­herra felur í sér, varð­andi útvíkkun heim­ildar til að flytja starfs­menn milli ráðu­neyta og stofn­anna án þess að aug­lýsa lausar stöður til umsókn­ar.

BHM bendir á að lögum sam­kvæmt sé meg­in­reglan sú að stjórn­valdi sé skylt að aug­lýsa allar lausar stöð­ur, með ákveðnum und­an­tekn­ingum þó. Reglan byggi á jafn­ræð­is­sjón­ar­miðum um að veita öllum sem áhuga kunna að hafa tæki­færi til að sækja um opin­bera stöðu. Þá búi að baki regl­unni það sjón­ar­mið að með slíku fyr­ir­komu­lagi sé betur tryggt að ríkið eigi kost á sem flestum færum og hæfum umsækj­endum þegar ráðið sé í starf. Með frum­varp­inu sé verið að draga veru­lega úr þeim sjón­ar­miðum sem eru að baki aug­lýs­inga­skyldu stjórn­valds.

Eins og kunn­ugt er tók Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ein­hliða ákvörðun í sumar um flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyr­ar. Áhöld eru um lög­mæti ákvörð­un­ar­inn­ar, með hlið­sjón af núgild­andi lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands. Þá hefur Norð­vest­ur­nefndin svo­kall­aða lagt fram rót­tækar til­lögur meðal ann­ars um flutn­ing RARIK til Sauð­ár­króks og skipa­rekstur Land­helg­is­gæsl­unnar í Skaga­fjörð.

 

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None