Sigmundur: Grimmar árásir á borgarfulltrúa leiddu til óviðeigandi ummæla þeirra

h_51921041-11.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir og Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, borg­ar­full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi mátt sæta „mjög grimmum árásum­ and­stæð­inga sem hugs­an­lega leiddu til þess að þeir fóru að verja sig með ummælum sem þær hafa síðan við­ur­kennt að voru óvið­eig­and­i.“

Sig­mundur Davíð er í við­tali í DV í dag og er spurður um ummæli borg­ar­full­trú­anna um múslima fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Hann segir að málið sé í grunn­inn dæmi um mál þar sem sama vit­leysan sé end­ur­tekin nógu oft til að koma ákveðnum stimpli á stærri hóp fólks.

Svein­björg Birna sagði fyrir kosn­ing­arnar að hún vildi ekki að múslimar fengju úthlut­aðri lóð undir mosku á meðan það væri þjóð­kirkja á Íslandi. Þá lýsti hún yfir áhyggjum af nauð­ung­ar­hjóna­böndum múslima á Íslandi. Í byrjun þessa árs var Gústaf Níels­son gerður að vara­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins í mann­réttinda­ráði borg­ar­inn­ar, og sagði hann Svein­björgu hafa haft sam­band við sig vegna mál­efna­legra skrifa, meðal ann­ars opins bréfs sem hann skrif­aði til félags múslima. Hann hafði skrifað mikið gegn bygg­ingu mosku og gegn hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra. Hann var að lokum lát­inn víkja sæti.

Auglýsing

Ómerki­leg­asta form af stjórn­málum„Þetta er mjög gott dæmi um það hvernig menn not­uðu til­efni til að draga upp mynd af flokkn­um,“ segir Sig­mundur um mál­ið. „Mér þótti það þá og þykir það enn vera eitt­hvert lægsta póli­tíska bragð og fram­ganga sem ég hef séð frá því ég byrj­aði í stjórn­málum og þótt mun lengra væri aftur lit­ið. Þetta mál hefði aldrei þurft að snú­ast um meira en skipu­lags­mál en í stað þess að ræða málið á þeim for­sendum var reynt að gera það að ein­hverju allt öðru en það var.“

Hann segir að ekki bara hafi verið ráð­ist á fram­bjóð­endur flokks­ins heldur flokk­inn allan, og dregin upp mynd af honum „sem gengur svo þvert á það sem ein­kennir fólk í þessum flokki. Mín reynsla af fram­sókn­ar­fólki um allt land er að það sé upp til hópa gott fólk sem má ekk­ert aumt sjá, er jafn­rétt­is­sinnað og vel­viljað öll­um. Mér var svo mis­boðið vegna þessa að ég mun seint gleyma því. Það er ómerki­leg­asta form af stjórn­mál­um, að ráð­ast á hópa og stimpla þá fyrir eitt­hvað sem þeir eru ekki sekir um og reyna um leið að upp­hefja sjálfa sig.“

Í við­tal­inu er Sig­mundur Davíð einnig spurður um nýja fræði­grein eftir Eirík Berg­mann, sem Kjarn­inn greindi frá, en í grein­inni kemst hann að þeirri nið­ur­stöðu að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beri flest ein­kenni þjóð­ern­ispopúl­isma og óhjá­kvæmi­legt sé að flokka hann með slíkum flokk­um. „Ei­ríkur Berg­mann virð­ist ekki hafa vit á þessum mál­u­m,“ segir Sig­mund­ur. „Það er ekk­ert nýtt að menn reyni að end­ur­skil­greina Fram­sókn­ar­flokk­inn hver eftir sínu nefi. Það er nokkuð sem miðju­flokkur mun alltaf þurfa að búa við.“ Miðju­flokkar eigi stundum erfitt með að útskýra áherslur sínar og muni „ör­ugg­lega alltaf búa við það að ein­hverjir Eiríkar Berg­mannar úr kreðsum ann­ars staðar í póli­tíska lit­róf­inu reyni að útmála þá á sinn hátt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None