Sigmundur: Grimmar árásir á borgarfulltrúa leiddu til óviðeigandi ummæla þeirra

h_51921041-11.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir og Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, borg­ar­full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi mátt sæta „mjög grimmum árásum­ and­stæð­inga sem hugs­an­lega leiddu til þess að þeir fóru að verja sig með ummælum sem þær hafa síðan við­ur­kennt að voru óvið­eig­and­i.“

Sig­mundur Davíð er í við­tali í DV í dag og er spurður um ummæli borg­ar­full­trú­anna um múslima fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Hann segir að málið sé í grunn­inn dæmi um mál þar sem sama vit­leysan sé end­ur­tekin nógu oft til að koma ákveðnum stimpli á stærri hóp fólks.

Svein­björg Birna sagði fyrir kosn­ing­arnar að hún vildi ekki að múslimar fengju úthlut­aðri lóð undir mosku á meðan það væri þjóð­kirkja á Íslandi. Þá lýsti hún yfir áhyggjum af nauð­ung­ar­hjóna­böndum múslima á Íslandi. Í byrjun þessa árs var Gústaf Níels­son gerður að vara­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins í mann­réttinda­ráði borg­ar­inn­ar, og sagði hann Svein­björgu hafa haft sam­band við sig vegna mál­efna­legra skrifa, meðal ann­ars opins bréfs sem hann skrif­aði til félags múslima. Hann hafði skrifað mikið gegn bygg­ingu mosku og gegn hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra. Hann var að lokum lát­inn víkja sæti.

Auglýsing

Ómerki­leg­asta form af stjórn­málum„Þetta er mjög gott dæmi um það hvernig menn not­uðu til­efni til að draga upp mynd af flokkn­um,“ segir Sig­mundur um mál­ið. „Mér þótti það þá og þykir það enn vera eitt­hvert lægsta póli­tíska bragð og fram­ganga sem ég hef séð frá því ég byrj­aði í stjórn­málum og þótt mun lengra væri aftur lit­ið. Þetta mál hefði aldrei þurft að snú­ast um meira en skipu­lags­mál en í stað þess að ræða málið á þeim for­sendum var reynt að gera það að ein­hverju allt öðru en það var.“

Hann segir að ekki bara hafi verið ráð­ist á fram­bjóð­endur flokks­ins heldur flokk­inn allan, og dregin upp mynd af honum „sem gengur svo þvert á það sem ein­kennir fólk í þessum flokki. Mín reynsla af fram­sókn­ar­fólki um allt land er að það sé upp til hópa gott fólk sem má ekk­ert aumt sjá, er jafn­rétt­is­sinnað og vel­viljað öll­um. Mér var svo mis­boðið vegna þessa að ég mun seint gleyma því. Það er ómerki­leg­asta form af stjórn­mál­um, að ráð­ast á hópa og stimpla þá fyrir eitt­hvað sem þeir eru ekki sekir um og reyna um leið að upp­hefja sjálfa sig.“

Í við­tal­inu er Sig­mundur Davíð einnig spurður um nýja fræði­grein eftir Eirík Berg­mann, sem Kjarn­inn greindi frá, en í grein­inni kemst hann að þeirri nið­ur­stöðu að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beri flest ein­kenni þjóð­ern­ispopúl­isma og óhjá­kvæmi­legt sé að flokka hann með slíkum flokk­um. „Ei­ríkur Berg­mann virð­ist ekki hafa vit á þessum mál­u­m,“ segir Sig­mund­ur. „Það er ekk­ert nýtt að menn reyni að end­ur­skil­greina Fram­sókn­ar­flokk­inn hver eftir sínu nefi. Það er nokkuð sem miðju­flokkur mun alltaf þurfa að búa við.“ Miðju­flokkar eigi stundum erfitt með að útskýra áherslur sínar og muni „ör­ugg­lega alltaf búa við það að ein­hverjir Eiríkar Berg­mannar úr kreðsum ann­ars staðar í póli­tíska lit­róf­inu reyni að útmála þá á sinn hátt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None