Sigmundur: Grimmar árásir á borgarfulltrúa leiddu til óviðeigandi ummæla þeirra

h_51921041-11.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir og Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, borg­ar­full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi mátt sæta „mjög grimmum árásum­ and­stæð­inga sem hugs­an­lega leiddu til þess að þeir fóru að verja sig með ummælum sem þær hafa síðan við­ur­kennt að voru óvið­eig­and­i.“

Sig­mundur Davíð er í við­tali í DV í dag og er spurður um ummæli borg­ar­full­trú­anna um múslima fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Hann segir að málið sé í grunn­inn dæmi um mál þar sem sama vit­leysan sé end­ur­tekin nógu oft til að koma ákveðnum stimpli á stærri hóp fólks.

Svein­björg Birna sagði fyrir kosn­ing­arnar að hún vildi ekki að múslimar fengju úthlut­aðri lóð undir mosku á meðan það væri þjóð­kirkja á Íslandi. Þá lýsti hún yfir áhyggjum af nauð­ung­ar­hjóna­böndum múslima á Íslandi. Í byrjun þessa árs var Gústaf Níels­son gerður að vara­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins í mann­réttinda­ráði borg­ar­inn­ar, og sagði hann Svein­björgu hafa haft sam­band við sig vegna mál­efna­legra skrifa, meðal ann­ars opins bréfs sem hann skrif­aði til félags múslima. Hann hafði skrifað mikið gegn bygg­ingu mosku og gegn hjóna­böndum sam­kyn­hneigðra. Hann var að lokum lát­inn víkja sæti.

Auglýsing

Ómerki­leg­asta form af stjórn­málum„Þetta er mjög gott dæmi um það hvernig menn not­uðu til­efni til að draga upp mynd af flokkn­um,“ segir Sig­mundur um mál­ið. „Mér þótti það þá og þykir það enn vera eitt­hvert lægsta póli­tíska bragð og fram­ganga sem ég hef séð frá því ég byrj­aði í stjórn­málum og þótt mun lengra væri aftur lit­ið. Þetta mál hefði aldrei þurft að snú­ast um meira en skipu­lags­mál en í stað þess að ræða málið á þeim for­sendum var reynt að gera það að ein­hverju allt öðru en það var.“

Hann segir að ekki bara hafi verið ráð­ist á fram­bjóð­endur flokks­ins heldur flokk­inn allan, og dregin upp mynd af honum „sem gengur svo þvert á það sem ein­kennir fólk í þessum flokki. Mín reynsla af fram­sókn­ar­fólki um allt land er að það sé upp til hópa gott fólk sem má ekk­ert aumt sjá, er jafn­rétt­is­sinnað og vel­viljað öll­um. Mér var svo mis­boðið vegna þessa að ég mun seint gleyma því. Það er ómerki­leg­asta form af stjórn­mál­um, að ráð­ast á hópa og stimpla þá fyrir eitt­hvað sem þeir eru ekki sekir um og reyna um leið að upp­hefja sjálfa sig.“

Í við­tal­inu er Sig­mundur Davíð einnig spurður um nýja fræði­grein eftir Eirík Berg­mann, sem Kjarn­inn greindi frá, en í grein­inni kemst hann að þeirri nið­ur­stöðu að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beri flest ein­kenni þjóð­ern­ispopúl­isma og óhjá­kvæmi­legt sé að flokka hann með slíkum flokk­um. „Ei­ríkur Berg­mann virð­ist ekki hafa vit á þessum mál­u­m,“ segir Sig­mund­ur. „Það er ekk­ert nýtt að menn reyni að end­ur­skil­greina Fram­sókn­ar­flokk­inn hver eftir sínu nefi. Það er nokkuð sem miðju­flokkur mun alltaf þurfa að búa við.“ Miðju­flokkar eigi stundum erfitt með að útskýra áherslur sínar og muni „ör­ugg­lega alltaf búa við það að ein­hverjir Eiríkar Berg­mannar úr kreðsum ann­ars staðar í póli­tíska lit­róf­inu reyni að útmála þá á sinn hátt.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None