Sigríður Benediktsdóttir: Kjöraðstæður fyrir losun hafta

siggaben.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, segir að þær aðstæður sem nú eru uppi í efna­hags­málum Íslands séu um margt „kjörað­stæð­ur“ fyrir losun fjár­magns­hafta. Þetta kom fram á fundi í Seðla­banka Íslands í morgun þar sem nýjasta útgáfa Fjár­mála­stöð­ug­leika var kynnt. „Það er heldur ekki víst að þessar aðstæður vari að eilífu,“ sagði Sig­ríð­ur. Verð­bólga hefur farið lækk­andi und­an­farin miss­eri og mælist nú 1,8 pró­sent á árs­grund­velli, en verð­bólgu­mark­miðið lögum sam­kvæmt er 2,5 pró­sent. Þessar stöðugt betri ytri aðstæður í hag­kerf­inu hjálp­uðu til við að skapa aðstæður til að losa um höft.

Í rit­inu kemur þó fram að mesti áhættu­þátt­ur­inn geti verið sá að van­traust verði við­var­andi á los­un­ar­ferl­inu sem geti leitt til útflæðis á pen­ingum úr kerf­inu, með til­heyr­andi geng­is­sigi og verð­bólgu­á­hrif­um.

Í rit­inu kemur fram að staða efna­hags­mála hafi haldið áfram að styrkjast, heilt á lit­ið, á þessu ári. „Efna­hags­á­stand er að mörgu leyti gott um þessar mund­ir. Hag­vöxtur þessi miss­erin er með því mesta sem ger­ist á meðal þró­aðra ríkja og slak­inn í þjóð­ar­bú­skapnum er óðum að hverfa,“ segir Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri, í upp­hafi inn­gangs í rit­inu. Þó sé fyrir hendi greiðslu­jafn­að­ar­vandi í þjóð­ar­bú­inu sem þurfi að leysa, og að því sé unnið þessi miss­er­in. Þar á meðal er að lengja í skulda­bréfi Lands­bank­ans gagn­vart þrota­búi gamla bank­ans, og taka á málum slita­búa föllnu bank­anna þriggja með þeim hætti að það ógni ekki fjár­mála­stöð­ug­leika lands­ins, einkum gengi krón­unn­ar.

Auglýsing

Í kynn­ingu sinni sagði Sig­ríður að við­skipta­bank­arnir á Íslandi stæðu traustum fót­um, væru vel fjár­magn­aðir og með skýr­ari rekstr­ar­grunn en und­an­farin ár. Þó bæri enn á því að upp­gjör lit­uð­ust af ýmsum tíma­bundnum breyt­ingum á efna­hagn­um, s.s. upp­færslu á eignum og öðrum óreglu­legum lið­um.

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika kemur fram að heildar eigið fé við­skipta­bank­anna þriggja, Íslands­banka, Arion banka og Lands­bank­ans, hafi numið 568 millj­örðum króna um mitt þetta ár. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna er auk þess hátt í alþjóð­legum sam­an­burði.

 

Við­skipta­bank­arnirEig­in­fjár­hlut­fall
Arion banki 2013                                              23,6
Íslands­banki  2013                                              28,4
Lands­bank­inn  2013                                              26,7
MP banki 2013                                              14,2
Arion banki Júní 2014                                              25,6
Íslands­banki Júní 2014                                              29,3
Lands­bank­inn Júní 2014                                              26,8
MP banki Júní 2014                                              15,1


 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None