Símanum fannst ekki spennandi að auglýsa aðaltónleika Iceland Airwaves í Vodafone-höllinni og er því ekki lengur einn helsti bakhjarl hátíðarinnar. Vodafone-höllinn er íþróttahús knattspyrnufélagsins Vals en heitir eftir styrktaraðila. Sá styrktaraðili, Vodafone á Íslandi, er einn helsti samkeppnisaðili Símans. Tónleikarnir sem um ræðir eru með bandarísku hljómsveitunum War on Drugs og Flaming Lips og fara fram í Vodafone-höllinni sunnudaginn 9. október. Um er að ræða lokatónleika hátíðarinnar í ár.
Síminn hefur verið einn helsti styrktaraðili Iceland Airwaves árum saman, ásamt Icelandair og Reykjavíkurborg. Það vakti því töluverða athygli þegar í ljós kom nýverið að svo væri ekki lengur. Í stað Símans er Landsbankinn tekinn við keflinu sem einn helsti bakhjarl Iceland Airwaves næstu tvö árin hið minnsta.
Horfðu á hvað sambandið gæfi af sér
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að samband fyrirtækisins við stjórnendur Airwaves hafi verið gott í gegnum árin. Sambandið hafi hins vegar verið viðskiptalegs eðlis og þegar ákvörðun um að halda lokatónleika hátíðarinnar í íþróttahúsi sem er nefnt eftir einum helsta keppinaut Símans hafi verið ákveðið í sameiningu að hvíla samstarfið. „Við hjá Símanum þökkum Iceland Airwaves fyrir árin saman. Gaman er að sjá hvað hátíðin hefur vaxið og dafnað og tekið framförum með hverju árinu undir diggri stjórn Airwaves-liða. Airwaves verkefnið var einkar
„Við horfðum því á hvað samstarfið gæfi af sér. Eitt af því sem okkur fannst ekki spennandi fyrir Símann var að auglýsa aðaltónleika hátíðarinnar í íþróttahúsi í nafni keppinautanna. Þar sem því virtist ekki haggað, einhverra hluta vegna, ákváðum við í sameiningu að hvíla samstarfið."skemmtilegt en þó var samband Símans og Iceland Airwaves að sjálfsögðu viðskiptalegs eðlis.
Það tók mikinn tíma og fjármuni. Við horfðum því á hvað samstarfið gæfi af sér. Eitt af því sem okkur fannst ekki spennandi fyrir Símann var að auglýsa aðaltónleika hátíðarinnar í íþróttahúsi í nafni keppinautanna. Þar sem því virtist ekki haggað, einhverra hluta vegna, ákváðum við í sameiningu að hvíla samstarfið. Nú nýtum við féð í fjölda tónlistarviðburða um allt land til að koma Spotify á framfæri. Við lítum stolt til samstarfsins við Airwaves í gegnum árin og þökkum samstarfið."
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, staðfestir að samstarfi hátíðarinnar og Símans sé lokið. „Það var sameiginleg ákvörðun og Landsbankinn er kominn inn í staðinn.“ Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður samstarfsslitanna.