Síminn vildi ekki Airwaves-tónleika í Vodafone-höll

8156602700-1e993b8bbc-k.jpg
Auglýsing

Sím­anum fannst ekki spenn­andi að aug­lýsa aðal­tón­leika Iceland Airwa­ves í Voda­fo­ne-höll­inni og er því ekki lengur einn helsti bak­hjarl hátíð­ar­inn­ar. Voda­fo­ne-höll­inn er íþrótta­hús knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals en heitir eftir styrkt­ar­að­ila. Sá styrkt­ar­að­ili, Voda­fone á Íslandi, er einn helsti sam­keppn­is­að­ili Sím­ans. Tón­leik­arnir sem um ræðir eru með banda­rísku hljóm­sveit­un­um War on Drugs og Flaming Lips og fara fram í Voda­fo­ne-höll­inni sunnu­dag­inn 9. októ­ber. Um er að ræða lokatón­leika hátíð­ar­innar í ár.

Sím­inn hefur verið einn helsti styrkt­ar­að­ili Iceland Airwa­ves árum sam­an, ásamt Icelandair og Reykja­vík­ur­borg. Það vakti því tölu­verða athygli þegar í ljós kom nýverið að svo væri ekki leng­ur. Í stað Sím­ans er Lands­bank­inn tek­inn við kefl­inu sem einn helsti bak­hjarl Iceland Airwa­ves næstu tvö árin hið minnsta.

Horfðu á hvað sam­bandið gæfi af sérGunn­hildur Arna Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans, segir að sam­band fyr­ir­tæk­is­ins við stjórn­endur Airwa­ves hafi verið gott í gegnum árin. Sam­bandið hafi hins vegar verið við­skipta­legs eðlis og þegar ákvörðun um að halda lokatón­leika hátíð­ar­innar í íþrótta­húsi sem er nefnt eftir einum helsta keppi­naut Sím­ans hafi verið ákveðið í sam­ein­ingu að hvíla sam­starf­ið. „Við hjá Sím­anum þökkum Iceland Airwa­ves fyrir árin sam­an­. Gaman er að sjá hvað hátíðin hefur vaxið og dafnað og tekið fram­förum með hverju árinu undir diggri stjórn Airwa­ves-liða. Airwa­ves verk­efnið var einkar
„Við horfðum því á hvað sam­starf­ið ­gæfi af sér­. Eitt af því sem okkur fannst ekki spenn­andi fyrir Sím­ann var að aug­lýsa að­al­tón­leika hátíð­ar­innar í í­þrótta­húsi í nafni keppi­naut­anna. Þar sem því virt­ist ekki hagg­að, ein­hverra hluta vegna, ákváðum við í sam­ein­ingu að hvíla sam­starfið."
skemmti­legt en þó var sam­band Sím­ans og Iceland Airwa­ves að sjálf­sögð­u við­skipta­legs eðl­is.

Það tók mik­inn tíma og fjár­mun­i. Við horfðum því á hvað sam­starf­ið ­gæfi af sér­. Eitt af því sem okkur fannst ekki spenn­andi fyrir Sím­ann var að aug­lýsa að­al­tón­leika hátíð­ar­innar í í­þrótta­húsi í nafni keppi­naut­anna. Þar sem því virt­ist ekki hagg­að, ein­hverra hluta vegna, ákváðum við í sam­ein­ingu að hvíla sam­starf­ið. Nú nýtum við féð í fjölda tón­list­ar­við­burða um allt land til að koma Spotify á fram­færi. Við lítum stolt til ­sam­starfs­ins við Airwa­ves í gegnum árin og þökkum sam­starf­ið."

Auglýsing

Grímur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Iceland Airwa­ves, stað­festir að sam­starfi hátíð­ar­innar og Sím­ans sé lok­ið. „Það var sam­eig­in­leg ákvörðun og Lands­bank­inn er kom­inn inn í stað­inn.“ Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ástæður sam­starfs­slit­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None