Gengi bréfa í Össuri hefur lækkað mikið í viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands, eða um 5,94 prósent. Viðskiptin með bréf félagsins eru hins vegar umfangslítil, en heildarveltan í viðskiptunum er um fjórar milljónir króna. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair lækkað um 1,12 prósent , Reginn um 0,66 prósent, TM um 1,24 prósent, N1 um 0,52 prósent og Sjóvá um 0,25 prósent. Þrjú félög hafa hækkað í verði. Gengi bréfa í Vodafone um 1,05 prósent, VÍS um 0,24 prósent og Hagar um 0,33 prósent.
Gengi bréfa í Högum hefur hækkað gríðarlega frá því að það var skráð á markað, fyrst félaga eftir hrunið. Skráningargengi félagsins var 13,5 en gengi bréfa félagsins í dag er 45,15.