Starfsfólk Barnaverndarstofu gagnrýnir ráðherra harðlega

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu styður end­ur­skoðun á grund­vall­ar­stoðun barna­vernd­ar­kerf­is­ins, vísar ummælum Eyglóar Harð­ar­dóttur vel­ferð­ar­ráð­herra um annað á bug og vill einnig láta í ljós von­brigði sín með að Eygló hafi ekki „leið­rétt ­leið­rétt alvar­legar rang­færslur sem birt­ust í Frétta­blað­inu mið­viku­dag­inn 1. októ­ber þess efnis að „engin við­mið séu til um hvað sé góð barna­vernd“ og að gæða­staðla skort­i". Starfs­fólkið  „vísar því einnig á bug að sam­ráð hafi verið haft í tengslum við end­ur­skoðun á fyr­ir­komu­lagi barna­verndar og félags­þjón­ustu og skipan starfs­hóps sem vinna á það verk. Stað­reyndin er sú að ráðu­neytið hefur aldrei upp­lýst starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu um að breyt­ingar væru fyr­ir­hug­aðar á verk­efnum stof­unnar og um hugs­an­lega nið­ur­lagn­ingu henn­ar". Þetta kemur fram í harð­orð­aðri yfir­lýs­ingu sem starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu sendi frá sér rétt í þessu og var sam­þykkt ein­róma. Yfir­lýs­ingin er birt í heild sinni hér að neð­an.

 

Yfir­lýs­ing frá starfs­fólki Barna­vernd­ar­stofu 10. októ­ber 2014.

Auglýsing

Að gefnu til­efni ítrekar starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu að það styðji end­ur­skoðun á grund­vall­ar­stoðum barna­vernd­ar­kerf­is­ins. Starfs­fólkið vísar því á bug ummælum sem fram koma í pistli ráð­herra sem birt­ist á Eyj­unni mið­viku­dag­inn 8. októ­ber sl. Þar segir að þann 3. októ­ber hafi starfs­fólk stof­unnar brugð­ist „hart við hug­myndum um umfangs­mikla end­ur­skipu­lagn­ingu á stjórn­sýslu barna­vernd­ar­starfs og félags­þjón­ust­u“.

Starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu vill einnig láta í ljós von­brigði með að ráð­herra hafi ekki leið­rétt alvar­legar rang­færslur sem birt­ust í Frétta­blað­inu mið­viku­dag­inn 1. októ­ber þess efnis að „engin við­mið séu til um hvað sé góð barna­vernd“ og að gæða­staðla skorti. Ítrekar starfs­fólkið því fyrri yfir­lýs­ingu hvað þetta varð­ar.

Starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu vísar því einnig á bug að sam­ráð hafi verið haft í tengslum við end­ur­skoðun á fyr­ir­komu­lagi barna­verndar og félags­þjón­ustu og skipan starfs­hóps sem vinna á það verk. Stað­reyndin er sú að ráðu­neytið hefur aldrei upp­lýst starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu um að breyt­ingar væru fyr­ir­hug­aðar á verk­efnum stof­unnar og um hugs­an­lega nið­ur­lagn­ingu henn­ar. Í óform­legum munn­legum sam­skiptum ráðu­neytis við for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu kom fram að ráð­herra óskaði ekki eftir full­trúum frá Barna­vernd­ar­stofu í starfs­hóp­inn. Síðar var rætt óform­lega við for­stjóra stof­unnar að Barna­vernd­ar­stofa legði hópnum til starfs­mann. Form­legar upp­lýs­ingar um þetta bár­ust ekki Barna­vernd­ar­stofu fyrr en rétt fyrir hádegi 3. októ­ber sl., eftir að yfir­lýs­ing starfs­fólks hafði verið birt í fjöl­miðl­um. Þrátt fyrir að Barna­vernd­ar­stofa hafi leitað eftir því hafa ekki feng­ist upp­lýs­ingar um það frá ráðu­neyti hvaða hlutverki umræddur starfs­maður á að sinna. Til dæmis er ekki ljóst hvort hann fær að sitja fundi starfs­hóps­ins.

Starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu furðar sig á ummælum ráð­herra í kvöld­fréttum Stöðvar 2 mánu­dag­inn 6. októ­ber sl. um að starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu ætti að hafa frum­kvæði að því að koma að stefnu­mót­un­ar­vinnu á vegum ráðu­neyt­is­ins sem varðar börn og vel­ferð þeirra. Eðli­leg­ast hefði verið að ráð­herra hefði óskað eftir að stofan til­nefndi full­trúa í hóp til að móta fjöl­skyldu­stefnu og til að sitja í vel­ferð­ar­vakt­inni. Það var gert með aðra full­trúa í umræddum hópum eins og kemur fram á heima­síðu vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Fjar­vera Barna­vernd­ar­stofu í þess­ari vinnu sem og í vinnu varð­andi nýja fram­kvæmda­á­ætlun í barna­vernd og starfs­hópi um end­ur­skoðun barna­vernd­ar­mála er óeðli­leg í ljósi þess að stofan hefur þær lög­bundnu skyldur að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­ar­starfs í land­inu og vera ráð­herra til ráð­gjafar í málum sem tengj­ast barna­vernd.

Áréttar starfs­fólk Barna­vernd­ar­stofu því áhuga sinn og vilja til að koma form­lega að stefnu­mót­un­ar­vinnu sem teng­ist barna­vernd­ar­starfi.

 

Sam­þykkt ein­róma á fjöl­mennum fundi starfs­manna Barna­vernd­ar­stofu 10. októ­ber 2014.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None