Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og útsvarið hækkar á Seltjarnarnesi

Einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi lagðist á sveif með minnihluta Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista á bæjarstjórnarfundi í morgun. Útvarsprósentan á Seltjarnarnesi fer úr 13,7 prósentum upp í 14,09 prósent.

Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi samþykkti skattahækkun á fundi sínum í morgun.
Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi samþykkti skattahækkun á fundi sínum í morgun.
Auglýsing

Bæj­ar­stjórn Sel­tjarn­ar­ness sam­þykkti á fundi sínum í dag að hækka útvars­greiðslur bæj­ar­búa úr 13,7 pró­sentum upp í 14,09 pró­sent. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með fjóra bæj­ar­full­trúa af sjö í bænum en einn þeirra, Bjarni Torfi Álf­þórs­son, sner­ist á sveif með minni­hluta Sam­fylk­ingar og Við­reisn­ar/­Neslista varð­andi hækkun útsvars­ins.

Hann sagð­ist telja rétt að hækka útsvar­ið, en reyndar ekki jafn mikið og minni­hlut­inn í bæj­ar­stjórn­inni hafði áður lagt til. Breyt­ing­ar­til­laga hans við til­lögu minni­hlut­ans, um hækkun upp í 14,09 pró­sent, var sam­þykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur og ætti breyt­ingin að sögn Bjarna Torfa að skila um 80-90 millj­ónum króna í bæj­ar­sjóð á árs­grund­velli.

Sagð­ist verða að fylgja sann­fær­ingu sinni

„Sann­fær­ing mín stendur þarna, ég veit að þetta er ekki í anda þess sem flokk­ur­inn hefur viljað standa fyr­ir, en við gerðum þetta líka 2010, á fyrsta ári þess kjör­tíma­bils strax eftir hrun þvert á volg lof­orð úr kosn­inga­bar­átt­unni þá um vorið,“ sagði Bjarni Torfi á bæj­ar­stjórn­ar­fund­in­um, en hann hefur verið í bæj­ar­stjórn Sel­tjarn­ar­ness um langt skeið.

„Ég held að við verðum að vera raunsæ og mér finnst þetta pínu sárt að fara svona á bak við félaga mína með þetta, en þetta er sann­fær­ing mín og ég verð að fylgja henn­i,“ sagði Bjarni Torfi einnig á fund­inum er hann gerði grein fyrir skoðun sinni. Upp­töku af fund­inum má nálg­ast hér.

Bjarni Torfi sagður með hníf í baki sam­herja sinna

Í kjöl­far sam­þykkt­ar­innar las Magnús Örn Guð­munds­son, sem er for­maður bæj­ar­ráðs, upp bókun þar sem hann sagði skatta­hækk­un­ina algjöra vit­leysu.

Einnig sagði hann Bjarna Torfa sam­flokks­mann sinn hafa svikið kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Sel­tjarn­ar­nesi og stungið sam­herja sína í bæj­arpóli­tík­inni í bak­ið, með því að leggja til hækkun útsvars­ins.

Auglýsing

„Hækkun skatta á íbúa á þessum tíma­punkti er svo mikil vit­leysa að engu tali tek­ur. Engu sveit­ar­fé­lagi dettur slíkt í hug í ljósi ástands­ins. Hjá minni­hlut­anum kveður við sama tón og venju­lega, hækkun skatta á að leysa allan vanda. Þrátt fyrir það er útsvar á hvern Seltirn­ing eitt það hæsta á land­inu. Jafn­framt blasir við tæki­færi til hag­ræð­ingar áður en hækka þurfi skatta. Nýtt er þó að sjá full­trúa meiri­hlut­ans Bjarna Torfa Álf­þórs­son svíkja kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins með þessum hætti og um leið stinga sam­herja sína í bak­ið,“ sagði Magnús Örn í bókun sinni.

Útsvar­pró­sentan á Sel­tjarn­ar­nesi verður þrátt fyrir þessa hækkun enn ein sú lægsta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og ein­ungis lægri í Garða­bæ, þar sem hún er 13,7 pró­sent. Reykja­vík­ur­borg leggur á hámarks­út­var sem 14,52 pró­sent og útsvarspró­sentan í Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og Mos­fellsbæ er 14,48 pró­sent, eða nær alveg við hámark­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent