Sjö starfsmenn SpKef kvörtuðu undan Kjarnanum til Persónuverndar

spkefskyrsla.jpg
Auglýsing

Sjö fyrr­ver­andi starfs­menn Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík sendu Per­sónu­vernd form­lega kvörtun vegna umfjöll­unar Kjarn­ans um spari­sjóð­inn þann 22. ágúst 2013. Á meðal starfs­mann­anna eru fyrr­ver­andi innri end­ur­skoð­andi og for­stöðu­maður áhættu­stýr­ingar og útlána­hættu Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík.

Þrjú erind­anna bár­ust Per­sónu­vernd 23. ágúst 2013, eða dag­inn eftir umfjöllun Kjarn­ans, og þrjár kvart­anir til við­bótar bár­ust stofn­unni næstu dag­ana á eft­ir. Þá var síð­asta kvörtunin vegna máls­ins send Per­sónu­vernd 25. mars síð­ast­lið­inn.

Birt­ing leyni­skýrslu olli fjaðrafokiUm­fjöllun Kjarn­ans um Spari­sjóð­inn í Kefla­vík byggði á kol­svartri leyni­skýrslu end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins PwC um sjóð­inn, sem unnin var að beiðni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Sam­hliða umfjöll­un­inni birti Kjarn­inn skýrslu PwC um spari­sjóð­inn í heild sinni, en hún er hátt í fimm hund­ruð blað­síður að lengd. Í skýrsl­unni var að finna fjár­hags­upp­lýs­ingar um helstu lán­tak­endur og við­skipta­vini sjóðs­ins sem og upp­lýs­ingar um útlána­stöðu starfs­manna hans.

Eftir birt­ingu leyni­skýrsl­unn­ar ­fór Fjár­mála­eft­ir­litið fram á að hún yrði fjar­lægð af vef­síðu Kjarn­ans, vegna fjár­hags­upp­lýs­inga sem þar væri að finna um nafn­greinda við­skipta­vini og starfs­menn sjóðs­ins. Kjarn­inn hafn­aði beiðni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um að fjar­lægja skýrsl­una, þar sem hún ætti erindi við almenn­ing enda hafi gjald­þrot Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík kostað almenn­ing tugi millj­arða króna. Eins og kunn­ugt er eru mál er varða sjóð­inn til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

Auglýsing

Töldu að Kjarn­inn hefði brotið gegn frið­helgi þeirraStarfs­menn Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík, sem sendu form­legar kvart­anir til Per­sónu­verndar vegna umfjöll­unar Kjarn­ans, töldu að með birt­ingu skýrsl­unn­ar hefði verið brotið gegn stjórn­ar­skrár­varðri frið­helgi þeirra. Per­sónu­vernd sendi starfs­mönn­unum sam­hljóða bréf þann 30. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem gerð var grein fyrir afstöðu stofn­un­ar­inn­ar. Kjarn­inn hefur bréf Per­sónu­verndar undir hönd­um.

Í bréf­unum seg­ir: „Þrátt fyrir að í umræddri skýrslu sé að finna per­sónu­upp­lýs­ingar lýtur kjarni úrlausn­ar­efnis þess að því hvort Kjarn­inn ehf. hafi með tján­ingu sinni í orði og verki, þegar fjöl­mið­ill­inn birti fyrr­nefnda trún­að­ar­skýrslu á vef­síðu sinni, sem inni­hélt m.a. fjár­hags­upp­lýs­ingar um yður, farið út fyrir ramma 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar sem fjallar um tján­ing­ar­frelsi og brotið gegn frið­helgi einka­lífs yðar, sbr. 71. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Er það mat Per­sónu­verndar að umrædd skýrsla hafi ein­vörð­ungu verið birt í þágu frétta­mennsku, og fellur því atvikið undir ákvæði 2. málsl. 5. gr. laga nr. 77/2000 (Lög um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga).“

Í fimmtu grein laga um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga seg­ir: „Að því marki sem það er nauð­syn­legt til að sam­ræma sjón­ar­mið um rétt til einka­lífs ann­ars vegar og tján­ing­ar­frelsis hins vegar má víkja frá ákvæðum lag­anna í þágu fjöl­miðl­un­ar, lista eða bók­mennta.“

Vald­heim­ildir Per­sónu­vernd­ar ná ekki yfir­ frétta­mennskuSökum þess að vinnsla upp­lýs­inga sem ein­göngu fer fram í þágu frétta­mennsku fellur utan ramma flestra ákvæða laga um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga, meðal ann­ars þeirra sem veita Per­sónu­vernd heim­ild til að stöðva vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga og beita dag­sekt­um, telur stofn­unin að hana skorti vald til að taka bind­andi ákvörðun um hvort ein­hver hafi skapað sér ábyrgð að lögum með mis­notkun á stjórn­ar­skrár­bundnum rétti til tján­ing­ar­frelsis og frið­helgi einka­lífs. Per­sónu­vernd tók því ekki afstöðu til kvart­anna starfs­manna Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík á hendur Kjarn­anum og vís­aði þeim frá.

Í bréf­unum til sjömenn­ing­anna biðst Per­sónu­vernd vel­virð­ingar á töf­unum sem urðu á með­ferð máls­ins, og beinir þeim til­mælum til þeirra að þeir snúi sér fram­vegis til Fjöl­miðla­nefndar hafi þeir athuga­semdir við störf fjöl­miðla, enda falli þær athuga­semdir undir vald­svið nefnd­ar­inn­ar.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None