Sjö starfsmenn SpKef kvörtuðu undan Kjarnanum til Persónuverndar

spkefskyrsla.jpg
Auglýsing

Sjö fyrr­ver­andi starfs­menn Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík sendu Per­sónu­vernd form­lega kvörtun vegna umfjöll­unar Kjarn­ans um spari­sjóð­inn þann 22. ágúst 2013. Á meðal starfs­mann­anna eru fyrr­ver­andi innri end­ur­skoð­andi og for­stöðu­maður áhættu­stýr­ingar og útlána­hættu Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík.

Þrjú erind­anna bár­ust Per­sónu­vernd 23. ágúst 2013, eða dag­inn eftir umfjöllun Kjarn­ans, og þrjár kvart­anir til við­bótar bár­ust stofn­unni næstu dag­ana á eft­ir. Þá var síð­asta kvörtunin vegna máls­ins send Per­sónu­vernd 25. mars síð­ast­lið­inn.

Birt­ing leyni­skýrslu olli fjaðrafokiUm­fjöllun Kjarn­ans um Spari­sjóð­inn í Kefla­vík byggði á kol­svartri leyni­skýrslu end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins PwC um sjóð­inn, sem unnin var að beiðni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Sam­hliða umfjöll­un­inni birti Kjarn­inn skýrslu PwC um spari­sjóð­inn í heild sinni, en hún er hátt í fimm hund­ruð blað­síður að lengd. Í skýrsl­unni var að finna fjár­hags­upp­lýs­ingar um helstu lán­tak­endur og við­skipta­vini sjóðs­ins sem og upp­lýs­ingar um útlána­stöðu starfs­manna hans.

Eftir birt­ingu leyni­skýrsl­unn­ar ­fór Fjár­mála­eft­ir­litið fram á að hún yrði fjar­lægð af vef­síðu Kjarn­ans, vegna fjár­hags­upp­lýs­inga sem þar væri að finna um nafn­greinda við­skipta­vini og starfs­menn sjóðs­ins. Kjarn­inn hafn­aði beiðni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um að fjar­lægja skýrsl­una, þar sem hún ætti erindi við almenn­ing enda hafi gjald­þrot Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík kostað almenn­ing tugi millj­arða króna. Eins og kunn­ugt er eru mál er varða sjóð­inn til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

Auglýsing

Töldu að Kjarn­inn hefði brotið gegn frið­helgi þeirraStarfs­menn Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík, sem sendu form­legar kvart­anir til Per­sónu­verndar vegna umfjöll­unar Kjarn­ans, töldu að með birt­ingu skýrsl­unn­ar hefði verið brotið gegn stjórn­ar­skrár­varðri frið­helgi þeirra. Per­sónu­vernd sendi starfs­mönn­unum sam­hljóða bréf þann 30. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem gerð var grein fyrir afstöðu stofn­un­ar­inn­ar. Kjarn­inn hefur bréf Per­sónu­verndar undir hönd­um.

Í bréf­unum seg­ir: „Þrátt fyrir að í umræddri skýrslu sé að finna per­sónu­upp­lýs­ingar lýtur kjarni úrlausn­ar­efnis þess að því hvort Kjarn­inn ehf. hafi með tján­ingu sinni í orði og verki, þegar fjöl­mið­ill­inn birti fyrr­nefnda trún­að­ar­skýrslu á vef­síðu sinni, sem inni­hélt m.a. fjár­hags­upp­lýs­ingar um yður, farið út fyrir ramma 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar sem fjallar um tján­ing­ar­frelsi og brotið gegn frið­helgi einka­lífs yðar, sbr. 71. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Er það mat Per­sónu­verndar að umrædd skýrsla hafi ein­vörð­ungu verið birt í þágu frétta­mennsku, og fellur því atvikið undir ákvæði 2. málsl. 5. gr. laga nr. 77/2000 (Lög um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga).“

Í fimmtu grein laga um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga seg­ir: „Að því marki sem það er nauð­syn­legt til að sam­ræma sjón­ar­mið um rétt til einka­lífs ann­ars vegar og tján­ing­ar­frelsis hins vegar má víkja frá ákvæðum lag­anna í þágu fjöl­miðl­un­ar, lista eða bók­mennta.“

Vald­heim­ildir Per­sónu­vernd­ar ná ekki yfir­ frétta­mennskuSökum þess að vinnsla upp­lýs­inga sem ein­göngu fer fram í þágu frétta­mennsku fellur utan ramma flestra ákvæða laga um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga, meðal ann­ars þeirra sem veita Per­sónu­vernd heim­ild til að stöðva vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga og beita dag­sekt­um, telur stofn­unin að hana skorti vald til að taka bind­andi ákvörðun um hvort ein­hver hafi skapað sér ábyrgð að lögum með mis­notkun á stjórn­ar­skrár­bundnum rétti til tján­ing­ar­frelsis og frið­helgi einka­lífs. Per­sónu­vernd tók því ekki afstöðu til kvart­anna starfs­manna Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík á hendur Kjarn­anum og vís­aði þeim frá.

Í bréf­unum til sjömenn­ing­anna biðst Per­sónu­vernd vel­virð­ingar á töf­unum sem urðu á með­ferð máls­ins, og beinir þeim til­mælum til þeirra að þeir snúi sér fram­vegis til Fjöl­miðla­nefndar hafi þeir athuga­semdir við störf fjöl­miðla, enda falli þær athuga­semdir undir vald­svið nefnd­ar­inn­ar.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None