Sjö starfsmenn SpKef kvörtuðu undan Kjarnanum til Persónuverndar

spkefskyrsla.jpg
Auglýsing

Sjö fyrr­ver­andi starfs­menn Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík sendu Per­sónu­vernd form­lega kvörtun vegna umfjöll­unar Kjarn­ans um spari­sjóð­inn þann 22. ágúst 2013. Á meðal starfs­mann­anna eru fyrr­ver­andi innri end­ur­skoð­andi og for­stöðu­maður áhættu­stýr­ingar og útlána­hættu Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík.

Þrjú erind­anna bár­ust Per­sónu­vernd 23. ágúst 2013, eða dag­inn eftir umfjöllun Kjarn­ans, og þrjár kvart­anir til við­bótar bár­ust stofn­unni næstu dag­ana á eft­ir. Þá var síð­asta kvörtunin vegna máls­ins send Per­sónu­vernd 25. mars síð­ast­lið­inn.

Birt­ing leyni­skýrslu olli fjaðrafokiUm­fjöllun Kjarn­ans um Spari­sjóð­inn í Kefla­vík byggði á kol­svartri leyni­skýrslu end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins PwC um sjóð­inn, sem unnin var að beiðni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Sam­hliða umfjöll­un­inni birti Kjarn­inn skýrslu PwC um spari­sjóð­inn í heild sinni, en hún er hátt í fimm hund­ruð blað­síður að lengd. Í skýrsl­unni var að finna fjár­hags­upp­lýs­ingar um helstu lán­tak­endur og við­skipta­vini sjóðs­ins sem og upp­lýs­ingar um útlána­stöðu starfs­manna hans.

Eftir birt­ingu leyni­skýrsl­unn­ar ­fór Fjár­mála­eft­ir­litið fram á að hún yrði fjar­lægð af vef­síðu Kjarn­ans, vegna fjár­hags­upp­lýs­inga sem þar væri að finna um nafn­greinda við­skipta­vini og starfs­menn sjóðs­ins. Kjarn­inn hafn­aði beiðni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um að fjar­lægja skýrsl­una, þar sem hún ætti erindi við almenn­ing enda hafi gjald­þrot Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík kostað almenn­ing tugi millj­arða króna. Eins og kunn­ugt er eru mál er varða sjóð­inn til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

Auglýsing

Töldu að Kjarn­inn hefði brotið gegn frið­helgi þeirraStarfs­menn Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík, sem sendu form­legar kvart­anir til Per­sónu­verndar vegna umfjöll­unar Kjarn­ans, töldu að með birt­ingu skýrsl­unn­ar hefði verið brotið gegn stjórn­ar­skrár­varðri frið­helgi þeirra. Per­sónu­vernd sendi starfs­mönn­unum sam­hljóða bréf þann 30. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem gerð var grein fyrir afstöðu stofn­un­ar­inn­ar. Kjarn­inn hefur bréf Per­sónu­verndar undir hönd­um.

Í bréf­unum seg­ir: „Þrátt fyrir að í umræddri skýrslu sé að finna per­sónu­upp­lýs­ingar lýtur kjarni úrlausn­ar­efnis þess að því hvort Kjarn­inn ehf. hafi með tján­ingu sinni í orði og verki, þegar fjöl­mið­ill­inn birti fyrr­nefnda trún­að­ar­skýrslu á vef­síðu sinni, sem inni­hélt m.a. fjár­hags­upp­lýs­ingar um yður, farið út fyrir ramma 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar sem fjallar um tján­ing­ar­frelsi og brotið gegn frið­helgi einka­lífs yðar, sbr. 71. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Er það mat Per­sónu­verndar að umrædd skýrsla hafi ein­vörð­ungu verið birt í þágu frétta­mennsku, og fellur því atvikið undir ákvæði 2. málsl. 5. gr. laga nr. 77/2000 (Lög um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga).“

Í fimmtu grein laga um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga seg­ir: „Að því marki sem það er nauð­syn­legt til að sam­ræma sjón­ar­mið um rétt til einka­lífs ann­ars vegar og tján­ing­ar­frelsis hins vegar má víkja frá ákvæðum lag­anna í þágu fjöl­miðl­un­ar, lista eða bók­mennta.“

Vald­heim­ildir Per­sónu­vernd­ar ná ekki yfir­ frétta­mennskuSökum þess að vinnsla upp­lýs­inga sem ein­göngu fer fram í þágu frétta­mennsku fellur utan ramma flestra ákvæða laga um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga, meðal ann­ars þeirra sem veita Per­sónu­vernd heim­ild til að stöðva vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga og beita dag­sekt­um, telur stofn­unin að hana skorti vald til að taka bind­andi ákvörðun um hvort ein­hver hafi skapað sér ábyrgð að lögum með mis­notkun á stjórn­ar­skrár­bundnum rétti til tján­ing­ar­frelsis og frið­helgi einka­lífs. Per­sónu­vernd tók því ekki afstöðu til kvart­anna starfs­manna Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík á hendur Kjarn­anum og vís­aði þeim frá.

Í bréf­unum til sjömenn­ing­anna biðst Per­sónu­vernd vel­virð­ingar á töf­unum sem urðu á með­ferð máls­ins, og beinir þeim til­mælum til þeirra að þeir snúi sér fram­vegis til Fjöl­miðla­nefndar hafi þeir athuga­semdir við störf fjöl­miðla, enda falli þær athuga­semdir undir vald­svið nefnd­ar­inn­ar.

 

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None