Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum

Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.

Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Auglýsing

Á síðustu sex árum hefur umfang laxeldis í sjókvíum 13-faldast. Samkvæmt tölum frá Radarnum, mælaborði sjávarútvegsins, má búast við að sjókvíaeldið muni vaxa enn frekar, eða um 70 prósent, á tímabilinu 2020-2023.

Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu um fiskeldi nam heildarmagn eldisfisks í fyrra tæpum 41 þúsund tonnum og er það 8 sinnum meira en það var fyrir tíu árum síðan. Langstærstur hluti þess, eða 85 prósent, var eldislax, en einnig var framleitt töluvert magn af bleikju og regnbogasilungi.

Búist við enn meiri vexti

Samkvæmt Radarnum kom nær allur eldislaxinn, eða um 32 þúsund tonn, úr sjókvíum. Vöxturinn á sjókvíaeldinu hefur verið enn hraðari en vöxtur fiskeldisins í heild sinni, en frá árinu 2015 nam það aðeins 2 þúsund tonnum. Framleiðslan á eldislaxi í sjókvíum hefur því 13-faldast á sex árum.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Radarinn

Þróunina má sjá á mynd hér að ofan, sem fengin er með tölum frá Radarnum. Þar eru líka upplýsingar um spáðan framtíðarvöxt sjókvíaeldisins, miðað við magn seiða sem notuð eru til áframeldis. Miðað við þann fjölda hefur sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST áætlað að magn sláturslax verði um 43,5 þúsund tonn í ár og 50 þúsund tonn á næsta ári.

Auglýsing

Á árinu 2023 er svo gert ráð fyrir að magn eldislax í sjókvíum muni nema 55 þúsund tonnum, sem er tæplega helmingi meira en samanlögð framleiðsla á laxi í sjókvíum á árunum 2010-2018.

Eru endalok sjókvíaeldis fram undan?

Óvíst er hins vegar hversu lengi vöxturinn á sjókvíaeldi muni vara. Samkvæmt frétt Stundarinnar fyrr í vikunni spáði Atle Eide, stjórnarformaður eins stærsta hluthafans í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi, endalokum sjókvíaeldis á laxi innan tíu ára. Samkvæmt Eide mun ný tækni binda enda á slíka framleiðslu og mun laxeldi frekar fara fram úti á rúmsjó eða með landeldi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent