„Sjónarmið sjötugra“ allsráðandi hjá stjórnvöldum

15580686798-9d2182f132-z.jpg
Auglýsing

„Yngra fólk sem ætti að vera búið að taka við stjórn lands­ins, með ferskar og nútíma­legar hug­myndir að leið­ar­ljósi, leyfir öðrum að ráða og almenn­ingur starir á í for­undran og þykir þetta vera ein daprasta stað­reyndin í íslenskum stjórn­málum í dag.“  Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í grein­ingu ráð­gjaf­ar- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Verdicta á póli­tísku lands­lagi á Íslandi í jan­úar 2015.

Grein­ingin er byggð á eig­ind­legum við­tals­gögn­um, það er við­tölum við fólk, bæði form­legum og óform­legum sem „tekin voru seinni­hluta árs­ins 2014 og höfðu það að mark­miði að skýra út hugs­anir fólks til hins póli­tíska lands­lags á Íslandi um ára­mót 2014/2015,“ eins og segir í skýrsl­unni.

„Til­gang­ur­inn með þessu er að nota þá aðferð­ar­fræði sem við notum alla jafnan í ráð­gjafa- og rann­sókn­ar­verk­efnum fyrir einka­að­ila í verk­efnum sem snerta heild­ina í því augn­ar­miði að auka umræðu um mál­efni sem eru til umræðu hverju sinn­i.“ Þetta segir Hall­grímur Ósk­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Verdicta, í sam­tali við Kjarn­ann aðspurður um til­gang grein­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Nú var ákveðið að taka fyrir stjórn­mál á Íslandi og lands­lagið sem þar er til staðar nú. Grein­ingin þessi er hugsuð fyrir allt áhuga­fólk um stjórn­mál á Ísland­i,“ segir Hall­grím­ur.

Valda­blokk sjö­tugra með sterk ítök



Í grein­ing­unni eru svokölluð sjón­ar­mið sjö­tugra sögð ráða för hjá stjórn­völd­um. „Al­menn­ingur telur að þau sjón­ar­mið sem eru mest ráð­andi við stjórnun lands­ins séu svokölluð sjón­ar­mið sjö­tugra. Í öðrum stjórn­ar­flokknum hefur Davíð Odds­son og félagar hans enn mikil völd og fólki finnst þeir ráða mestu á bak við tjöldin en þetta eru mest­megnis menn sem eru í kringum sjö­tugs­ald­ur­inn. Í hinum stjórn­ar­flokknum eru einnig menn sem mestu ráða á bak við tjöldin og tengj­ast Kaup­fé­lag­inu í Skaga­firði, Þórólfur Gísla­son o.fl., en þar eru höf­uð­per­són­urnar einnig á sjö­tugs­aldri. [...] For­menn stjórn­ar­flokk­anna eru auð­vitað langt frá því að vera sjö­tugir en þeir fella sjálfa sig inn í sjö­tuga-hóp­inn með því að leyfa honum að ráða miklu. Þess vegna eru for­menn stjórn­ar­flokk­anna hluti af valda­kerfi sjö­tugra þó að þeir séu rétt á fer­tugs­aldri.“

Þá segir í grein­ing­unni að hið sama megi segja um sumt yngra fólk sem sé að feta sín fyrstu spor í stjórn­mál­um. Það meti stöð­una þannig að það muni ekki hljóta braut­ar­gengi nema það tali fyrir sömu sjón­ar­miðum og gömlu valda­hóp­arnir styðja. „Fólki finn­ast slíkir til­burðir afar daprir - sé í raun upp­gjafastra­tegía - því þar er efni­legt stjórn­mála­fólk að taka afstöðu gegn umbótum og þar með almenn­ing­i.“

Nýlegt dæmi um hvernig sjón­ar­miðum sjö­tugra er komið að, er skipun Sig­rúnar Magn­ús­dóttur í stöðu umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, að því er fram kemur í grein­ing­unni. „Fólk er alveg sann­fært um að þetta sé ekki vegna þekk­ingar hennar né reynslu á umhverf­is­málum heldur vegna þess að hún er tryggur varð­hundur sjón­ar­miða sjö­tugra. Fólk telur að Sig­rún sé valin í þetta emb­ætti vegna þess að hún er nátengd valda­kerfi sjö­tu­gra og muni ganga erinda þess kerf­is. Fólk tengir þetta saman við að for­ingi sjö­tugra í Skaga­firði hefur auk­inn áhuga á að kom­ast með hendur sínar í virkj­ana­mál og það er vegna þessa sem Sig­rún er valin - hún mun leyfa virkj­ana­sjón­ar­miðum sjö­tugra ráða við ákvarð­ana­töku.“

Nýjar átaka­línur í íslenskum stjórn­málum



Sam­kvæmt grein­ing­unn­i hefur tölu­verð og hröð breyt­ing orðið á póli­tísku lands­lagi á Íslandi á und­an­förnum árum, þvert á póli­tískar lín­ur. Síð­ustu ára­tug­ina hafi um þriðj­ungur þjóð­ar­innar verið vinstri­s­inn­aður eða félags­hyggju­fólk, og restin hægrisinnuð eða frjáls­hyggju­fólk. Í dag skipt­ist þjóðin þannig að þriðj­ungur þjóð­ar­innar aðhyllist sjón­ar­mið sjö­tu­gra, hags­muna­gæslu og varð­stöðu um gömul gildi, og tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar séu reiðir og nei­kvæðir sem vilji ný gildi og umbæt­ur.

Ný skipt­ing hefur sum sé tekin við sem fylgir ekki lengur hinni rót­grónu vinstri-hægri skipt­ingu eins og var. Sam­kvæmt skil­grein­ingu Verdicta skip­ist þjóð­inn í neð­an­greindar tvær fylk­ing­ar.

1/3 þjóð­ar: Ein­stak­lings­sinn­ar, „sjón­ar­mið sjö­tu­gra,“ hags­muna­tengsl, við­hald gam­alla gilda





  • Eru að mestu fylgj­andi núver­andi stjórn­völd­um.


  • Hall­ast mikið til hægri, mikið til vinstri eða eru ein­fald­lega tæki­fær­is­sinnar (hafa það sem aðal­mark­mið að kom­ast í valda­stöð­u).


  • Aðhyll­ast for­ingja­lýð­ræði, má vera á kostnað lýð­ræð­is. Það er þess vegna í nátt­úru­legu eðli þessa hóps að þeir séu and­stæð­ingar sem eru hópnum ekki sam­mála. Þess vegna verða RÚV og heil­brigð­is­kerfið and­stæð­ingar þegar þeir gagn­rýna stjórn­völd.


  • Fylgni með minni menntun og búsetu á lands­byggð.


  • Á yfir­borð­inu á það að vera hlut­verk stjórn­valda að byggja upp rétt­látt sam­fé­lag en í reynd er þó meiri áhersla lögð á að styrkja stöðu ákveð­inna hópa umfram aðra.


  • Sam­vinna á að byggj­ast á sam­vinnu milli ein­stak­linga og smærri hópa sem tala náið sín á milli og hjálpa hver öðr­um. Líta á sam­vinnu við stærri banda­lög sem nei­kvæða því þar er síður hægt að ná per­sónu­legum tengslum við for­ingja og sverja holl­ustu. Slík sam­vinna er því valda­af­sal.


  • Taka ákvarð­anir oft út frá því hvað beri að hræð­ast. Nota hræðslu sem vopn til að halda völd­um.


  • Skortir víð­sýni og ótt­ast nýj­ungar og það óþekkta og sjá lausnir út frá því sem gert hefur verið áður. Vilja við­halda því sem til er, eru and­snúnir miklum áformum um breyt­ing­ar. Á meðal þerra er tak­mörkuð geta til að sjá eigin sök.




2/3 þjóð­ar: Sam­fé­lags­sinn­ar, „reiðir og nei­kvæð­ir,“ ný gildi og umbætur





  • Eru síður fylgj­andi núver­andi stjórn­völd­um.


  • Hóf­samt hægra- eða vinstra­fólk, jafn­að­ar­fólk.


  • Eru lík­legri til að búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hafa meiri mennt­un.


  • Hlut­verk stjórn­valda á að vera að byggja upp gott og rétt­sýnt sam­fé­lag og sömu reglur og tæki­færi eiga að gilda fyrir alla. Mikil áhersla lögð á mikla og víð­tæka sam­vinnu á milli stórra, lýð­ræð­is­legra ein­inga og að póli­tík gangi út á sam­ræðu. Hafa þá trú á að sam­vinna leiði til fram­fara.


  • Taka oft ákvarð­anir út frá því hvar mestu mögu­leik­arnir og tæki­færi liggja.


  • Eru oft reiði­búnir til að prófa nýjar lausnir og taka þeim með opnum huga. Eru reiðu­búnir til að skoða miklar breyt­ingar og líta til þeirra með víð­sýni og jákvæðni. Minni hræðsla við breyt­ingar og það óþekkta og eru sjálfs­gagn­rýnni en hinn hóp­ur­inn; getur horft á eigin sök í mál­um.


  • Vilja geta tek­ist á í umræðu án þess að sá sem talar í mótrökum sé per­sónu­gerður sem and­stæð­ing­ur.




Í grein­ingu Verdicta er valda­blokk sjö­tugra skil­greind sem hópur eldra fólks sem vill við­halda gömlum gildum og hægja á þeim breyt­ingum sem sam­fé­lagið kallar eftir að verði að veru­leika í land­inu. „Þetta er gamla Sjálf­stæð­isklík­an, Skaga­fjarð­ar­klík­an, eldra fólk sem vill ekki horfast í augu við breytta tíma eða taka til­lit til nútíma­þarfa. Þetta eru líka þessir sem eru ungir og ætla að nota þessar gömlu leiðir til að ná völd­um. [...] Ef t.d. horft er á sögu Bjarna Ben innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá var hann alltaf tals­maður Evr­ópu­um­sókn­ar, þar til allt í einu þegar hann var kom­inn í kosn­inga­slag um for­manns­sæt­ið. Þá fór hann að taka undir and­stæð sjón­ar­mið, það er sjón­ar­mið sjö­tugra. Þetta finnst almenn­ingi vera ósann­fær­andi því Bjarni er ungur og glæsi­legur maður sem á að vera full­trúi nútíma­gilda og fram­far­ar­sinn­aðra sjón­ar­miða.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None