Sjónvarpsstöðin NBC gerir spurningaþætti með QuizUp

rsz_--orsteinn_baldur_2015.jpg
Auglýsing

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur ákveðið að framleiða tíu þátta sjónvarpsseríu sem byggir á íslenska spurningaleiknum QuizUp. Þetta verður gert í samstarfi við Plain Vanilla, fyrirtækið sem þróaði og rekur QuizUp, en þættirnir munu heita sama nafni og leikurinn.

Þátturinn verður eðli málsins samkvæmt spurningaþáttur, þar sem þátttakendur í upptökuveri munu keppa við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima, um öll Bandaríkin. Ef þátttakendur í myndveri vinna átta spurningalotur gegn átta ólíkum keppinautum geta unnið. Þeir sem sitja heima geta unnið þá upphæð sem í boði er fyrir hverja lotu ef þeir vinna. Sigurvegarar munu fá allt að eina milljón dollara í verðlaun, eða um 130 milljónir íslenskra króna.

Í fréttatilkynningu frá Plain Vanilla er sagt að búist sé við að fleiri sjónvarpsstöðvar víða um heim muni framleiða sínar útgáfur af þættinum. Þar er einnig haft eftir Paul Telegdy, sem er framkvæmdastjóri kvölddagskrár NBC, að sjónvarpsþátturinn sé eðlileg framlenging á leiknum. Þetta sé viðbót við viðskiptamódelið, „sjónvarpskonsept sem höfðar til allra og er frábær afþreying á hvaða tungumáli sem er. Þessi þáttaröð mun breyta vinsælasta spurningaappi í heiminum í skemmtilegan sjónvarpsviðburð.“

Auglýsing

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp segir þáttinn frábært næsta skref. Síðustu mánuði hafi verið unnið að því að færa leikinn nær því að vera líka samfélagsmiðill. „Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar. QuizUp sjónvarpsþátturinn mun gera okkur kleift að færa nálgun Plain Vanilla á þetta sammannlega áhugamál fólks, að keppa í að svara spurningum rétt, beint inn í stofu til milljóna sjónvarpsáhorfenda. Við erum afskaplega spennt fyrir því.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None