Sjónvarpsstöðin NBC gerir spurningaþætti með QuizUp

rsz_--orsteinn_baldur_2015.jpg
Auglýsing

Banda­ríska sjón­varps­stöðin NBC hefur ákveðið að fram­leiða tíu þátta sjón­varps­s­eríu sem byggir á íslenska spurn­inga­leiknum QuizUp. Þetta verður gert í sam­starfi við Plain Vanilla, fyr­ir­tækið sem þró­aði og rekur QuizUp, en þætt­irnir munu heita sama nafni og leik­ur­inn.

Þátt­ur­inn verður eðli máls­ins sam­kvæmt spurn­inga­þátt­ur, þar sem þátt­tak­endur í upp­töku­veri munu keppa við sjón­varps­á­horf­endur sem sitja heima, um öll Banda­rík­in. Ef þátt­tak­endur í mynd­veri vinna átta spurn­inga­lotur gegn átta ólíkum keppi­nautum geta unn­ið. Þeir sem sitja heima geta unnið þá upp­hæð sem í boði er fyrir hverja lotu ef þeir vinna. Sig­ur­veg­arar munu fá allt að eina milljón doll­ara í verð­laun, eða um 130 millj­ónir íslenskra króna.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Plain Vanilla er sagt að búist sé við að fleiri sjón­varps­stöðvar víða um heim muni fram­leiða sínar útgáfur af þætt­in­um. Þar er einnig haft eftir Paul Tel­egdy, sem er fram­kvæmda­stjóri kvöld­dag­skrár NBC, að sjón­varps­þátt­ur­inn sé eðli­leg fram­leng­ing á leikn­um. Þetta sé við­bót við við­skipta­mód­el­ið, „sjón­varps­konsept sem höfðar til allra og er frá­bær afþrey­ing á hvaða tungu­máli sem er. Þessi þátta­röð mun breyta vin­sælasta spurn­inga­appi í heim­inum í skemmti­legan sjón­varps­við­burð.“

Auglýsing

Þor­steinn B. Frið­riks­son, for­stjóri og stofn­andi QuizUp segir þátt­inn frá­bært næsta skref. Síð­ustu mán­uði hafi verið unnið að því að færa leik­inn nær því að vera líka sam­fé­lags­mið­ill. „Með til­komu My QuizUp við­bót­ar­inn­ar, sem fór í loftið í síð­ustu viku, þá geta not­endur nú búið til sitt eigið efni og spurn­ing­ar. QuizUp sjón­varps­þátt­ur­inn mun gera okkur kleift að færa nálgun Plain Vanilla á þetta sammann­lega áhuga­mál fólks, að keppa í að svara spurn­ingum rétt, beint inn í stofu til millj­óna sjón­varps­á­horf­enda. Við erum afskap­lega spennt fyrir því.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None