Cameron í opinberri heimsókn á Jamaíka - krafinn bóta vegna þrælahalds

h_51794677-1.jpg
Auglýsing

Fyrsta opin­bera heim­sókn Dav­ids Cameron for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands til Jamaíku þykir hafa byrjað brös­ug­lega fyrir hann, þar sem stjórn­völd þar í landi hafa kraf­ist þess að Cameron hefji við­ræður um bætur vegna þáttar Breta í þræla­haldi. Aðgerð­ar­sinnar hafa einnig kallað eftir því að hann biðj­ist per­sónu­lega afsök­unar á þræla­haldi for­föður síns á nítj­ándu öld.

Sam­tök sem kalla eftir bótum fyrir þræla­hald segj­ast hafa rakið ætt­erni for­sæt­is­ráð­herr­ans. „For­feður hans voru þræla­eig­endur og græddu á þræla­hald­i,“ segir Bert Samu­els, tals­maður sam­tak­anna.

Portia Simp­son Mill­er, for­sæt­is­ráð­herra Jamaíka, ræddi bæt­urnar á form­legum fundi með Cameron í gær­kvöldi, stuttu eftir að hann kom til eyj­unn­ar. Hún sagði eftir fund þeirra að Jamaíku­búar vildu ræða við Breta um mál­ið, sem væri af aug­ljósum ástæðum við­kvæmt.

Auglýsing

Cameron minnt­ist hins vegar ekk­ert á þræla­haldið eða bætur í sínum ummælum eftir fund­inn, heldur tal­aði bara um að hann hefði snú­ist um fram­tíð­ar­við­skipti land­anna tveggja auk þess sem hann tal­aði vel um sögu­legar teng­ingar milli þeirra. „Við erum að tala um fram­tíð­ina,“ sagði hann við breska blaða­menn um málið þegar hann var á leið til eyj­unn­ar.

Blaða­manna­fé­lag Jamaíku hefur lagt fram form­lega kvörtun vegna þess að hann neit­aði að taka við spurn­ingum frá blaða­mönnum eftir fund­inn.

Þetta er fyrsta opin­bera heim­sókn bresks for­sæt­is­ráð­herra til Jamaíku í 14 ár og umræðan um bætur fyrir þræla­haldið hefur skyggt á annað sem heim­sókn­inni teng­ist.

Vegna þess að Cameron minnt­ist ekki á málið fyrr var ­mik­ill þrýst­ingur á að hann tal­aði um það þegar hann ávarp­aði þingið í dag. Hann tal­aði um þræla­haldið og sagði það hræði­leg­asta tíma­bil sög­unn­ar, sem ekki hafi átt neinn rétt á sér í sið­uðu sam­fé­lagi. Hann sagði hins vegar að það væri kom­inn tími til að kom­ast yfir þessa sárs­auka­fullu sögu. Hann tal­aði ekk­ert um bætur eða neitt slíkt.

Í heim­sókn sinni hefur Cameron hins vegar til­kynnt um 300 millj­óna punda aðgerðir fyrir ríki í kar­ab­íska haf­inu, meðal ann­ars styrki til að styrkja inn­viði eins og vegi og brýr. Þá ætla Bretar að verja 25 millj­ónum punda í bygg­ingu fang­elsis á Jamaíka svo að hægt verði að senda glæpa­menn frá rík­inu, sem eru dæmdir í Bret­landi, þang­að. Yfir 600 Jamaíku­búar eru í fang­elsum í Bret­landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None