Cameron í opinberri heimsókn á Jamaíka - krafinn bóta vegna þrælahalds

h_51794677-1.jpg
Auglýsing

Fyrsta opin­bera heim­sókn Dav­ids Cameron for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands til Jamaíku þykir hafa byrjað brös­ug­lega fyrir hann, þar sem stjórn­völd þar í landi hafa kraf­ist þess að Cameron hefji við­ræður um bætur vegna þáttar Breta í þræla­haldi. Aðgerð­ar­sinnar hafa einnig kallað eftir því að hann biðj­ist per­sónu­lega afsök­unar á þræla­haldi for­föður síns á nítj­ándu öld.

Sam­tök sem kalla eftir bótum fyrir þræla­hald segj­ast hafa rakið ætt­erni for­sæt­is­ráð­herr­ans. „For­feður hans voru þræla­eig­endur og græddu á þræla­hald­i,“ segir Bert Samu­els, tals­maður sam­tak­anna.

Portia Simp­son Mill­er, for­sæt­is­ráð­herra Jamaíka, ræddi bæt­urnar á form­legum fundi með Cameron í gær­kvöldi, stuttu eftir að hann kom til eyj­unn­ar. Hún sagði eftir fund þeirra að Jamaíku­búar vildu ræða við Breta um mál­ið, sem væri af aug­ljósum ástæðum við­kvæmt.

Auglýsing

Cameron minnt­ist hins vegar ekk­ert á þræla­haldið eða bætur í sínum ummælum eftir fund­inn, heldur tal­aði bara um að hann hefði snú­ist um fram­tíð­ar­við­skipti land­anna tveggja auk þess sem hann tal­aði vel um sögu­legar teng­ingar milli þeirra. „Við erum að tala um fram­tíð­ina,“ sagði hann við breska blaða­menn um málið þegar hann var á leið til eyj­unn­ar.

Blaða­manna­fé­lag Jamaíku hefur lagt fram form­lega kvörtun vegna þess að hann neit­aði að taka við spurn­ingum frá blaða­mönnum eftir fund­inn.

Þetta er fyrsta opin­bera heim­sókn bresks for­sæt­is­ráð­herra til Jamaíku í 14 ár og umræðan um bætur fyrir þræla­haldið hefur skyggt á annað sem heim­sókn­inni teng­ist.

Vegna þess að Cameron minnt­ist ekki á málið fyrr var ­mik­ill þrýst­ingur á að hann tal­aði um það þegar hann ávarp­aði þingið í dag. Hann tal­aði um þræla­haldið og sagði það hræði­leg­asta tíma­bil sög­unn­ar, sem ekki hafi átt neinn rétt á sér í sið­uðu sam­fé­lagi. Hann sagði hins vegar að það væri kom­inn tími til að kom­ast yfir þessa sárs­auka­fullu sögu. Hann tal­aði ekk­ert um bætur eða neitt slíkt.

Í heim­sókn sinni hefur Cameron hins vegar til­kynnt um 300 millj­óna punda aðgerðir fyrir ríki í kar­ab­íska haf­inu, meðal ann­ars styrki til að styrkja inn­viði eins og vegi og brýr. Þá ætla Bretar að verja 25 millj­ónum punda í bygg­ingu fang­elsis á Jamaíka svo að hægt verði að senda glæpa­menn frá rík­inu, sem eru dæmdir í Bret­landi, þang­að. Yfir 600 Jamaíku­búar eru í fang­elsum í Bret­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None