Sjúklingar rukkaðir um hátt á annan milljarð króna í sérstök komugjöld

Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar sem starfa samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga innheimta hátt á annan milljarð árlega í sérstök komugjöld, samkvæmt mati hagfræðings sem ÖBÍ fékk til að leggja mat á umfang þessara gjalda.

Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Auglýsing

Umfang sér­stakra komu­gjalda sem sér­fræði­læknar og sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar leggja ofan á þjón­ustu sína við sjúk­linga nemur hátt á annan millj­arð króna árlega, sam­kvæmt mati Sveins Hjartar Hjart­ar­sonar hag­fræð­ings. Mál­efna­hópur Öryrkja­banda­lags Íslands fól honum að reyna að leggja mat á þessi auka­gjöld í heil­brigð­is­kerf­inu og skýrsla um málið er kynnt í dag.

Helstu nið­ur­stöður Sveins Hjartar eru þær að áætluð heild­ar­fjár­hæð sér­staks komu­gjalds til sér­fræði­lækna nemi 878 millj­ónum á ári að með­al­tali síð­ustu þrjú ár, en í þessum tölum er miðað við mið­gildi sér­staks komu­gjalds og byggja þær upp­lýs­ingar á svörum frá sér­fræði­lækn­um, sem safnað var við gerð skýrsl­unn­ar. Miðað við þessa upp­hæð er áætlað að hlutur öryrkja af sér­stöku komu­gjaldi nemi um 90 millj­ónum króna árlega.

Hvað sjúkra­þjálf­ara varðar er áætlað að þeir hafi inn­heimt um 780 millj­ónir króna á ári í sér­stök komu­gjöld, miðað við mið­gildi gjalds­ins sem fékkst upp­gefið frá sjúkra­þjálf­ur­um, en algeng­ast er að sjúkra­þjálf­arar rukki sjúk­linga 500 krónur í komu­gjöld – þó dæmi séu um að sú upp­hæð fari upp í allt að 1.500 krón­ur. Kostn­að­ar­hlutur öryrkja er áætl­aður um 150 millj­ónir króna á ári og þessir fjár­munir fást ekki end­ur­greiddir frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands.

Leggst þungt á öryrkja og tekju­lága

Í skýrslu Sveins Hjartar segir að ætla megi að kostn­aður öryrkja og ann­arra lægri tekju­hópa vegna þess­ara komu­gjalda sér­fræði­lækna og sjúkra­þjálf­ara nemi 1,1 til 1,86 pró­sentu­stiga álag á tekju­skatt á með­al­tali.

„Þessi kostn­að­ar­auki fer hækk­andi eftir því sem þjón­ustan er notuð oft­ar. Þetta er til marks um hversu við­kvæmir þessir hópar eru fyrir hvers kyns nýjum álög­um,“ segir í skýrsl­unni.

Sér­greina­læknar sögðu sig frá samn­ingi við Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) í lok árs 2018 og sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar gerðu hið sama í febr­úar 2020. Síðan þá hefur greiðslu­þátt­taka SÍ verið sam­kvæmt gjald­skrá stofn­un­ar­inn­ar, auk þess sem það hefur lið­ist að sjúk­lingar séu krafðir um auka­gjöld, sér­stak­lega í formi komu­gjalda, til að vega upp á móti metnu tekju­tapi sér­greina­lækna og sjúkra­þjálf­ara.

Auglýsing

Í inn­gangi skýrsl­unnar segir að Öryrkja­banda­lag Íslands líti svo á að með þessu sé sátt­mála um hámarks­kostnað sjúk­linga í heil­brigð­is­þjón­ustu rift ein­hliða af þeim aðilum sem koma að samn­ings­borð­inu en ekki þeim sem sitja uppi með kostn­að­inn.

„Auka­gjöld þessi leggj­ast þungt á fatl­aða og lang­veika félaga í ÖBÍ. Því meir sem þeir þurfa á þjón­ust­unni að halda, hækkar kostn­að­ur­inn og þeir án verndar kostn­að­ar­þátt­töku­kerf­is­ins,“ segir sömu­leiðis í inn­gangi skýrsl­unn­ar.

Kostn­að­ar­þátt­töku­þakið sprengt

Í skýrsl­unni eru tekin dæmi um það hvernig auka­gjöld sér­fræði­lækna og sjúkra­þjálf­ara geta gjör­sam­lega hvell­sprengt það þak sem ákvarðað hefur verið fyrir árlega kostn­að­ar­þátt­töku öryrkja vegna heil­brigð­is­þjón­ustu, en það eru 18.317 krón­ur.

Dæmi um aukna kostnaðarþátttöku einstaklings sem þarf að nýta sér sjúkraþjálfara reglulega og sækja fimm tíma hjá sérfræðilækni. Mynd: Úr skýrslunni

Öryrki sem fer einu sinni í viku til sjúkra­þjálf­ara í 40 vikur og greiðir 1.000 króna komu­gjald í hvert sinn og heim­sækir sér­fræði­lækni sinn fimm sinnum yfir árið og greiðir honum 2.200 króna komu­gjald í hvert sinn, greiðir þannig í reynd 69.317 krónur fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu sína, sem nemur 378 pró­sent hækkun á kostn­að­ar­þátt­töku þessa til­tekna ein­stak­lings.

Skera þurfi úr um lög­mæti gjald­annna

Í skýrsl­unni segir að við skoðun sér­stakts komu­gjalds vakni sú spurn­ing „hvort það stand­ist lög að rík­is­valdið heim­ili einka­að­ila að inn­heimta óskil­greint sér­stakt komu­gjald af sjúk­lingum sem er í eðli sínu eins og hver annar veltu­skatt­ur“ og að það skipti þá ekki máli hvað slíkt gjaldsé kall­að, sér­stakt komu­gjald eða ein­fald­lega veltu­skattur eða gjald.

„Nið­ur­staða um lög­mæti gjalds­ins fæst ekki nema fyrir dóm­stól­um. Í ljósi þeirra upp­hæða sem hér er verið að fjalla um hlýtur það að vera mik­il­vægt að úr þessu verið skor­ið. Hvat­inn til þess að hækka þetta gjald að óbreyttu er aug­ljós­lega auð­sær,“ segir í skýrsl­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent