Sjúklingar rukkaðir um hátt á annan milljarð króna í sérstök komugjöld

Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar sem starfa samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga innheimta hátt á annan milljarð árlega í sérstök komugjöld, samkvæmt mati hagfræðings sem ÖBÍ fékk til að leggja mat á umfang þessara gjalda.

Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Auglýsing

Umfang sér­stakra komu­gjalda sem sér­fræði­læknar og sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar leggja ofan á þjón­ustu sína við sjúk­linga nemur hátt á annan millj­arð króna árlega, sam­kvæmt mati Sveins Hjartar Hjart­ar­sonar hag­fræð­ings. Mál­efna­hópur Öryrkja­banda­lags Íslands fól honum að reyna að leggja mat á þessi auka­gjöld í heil­brigð­is­kerf­inu og skýrsla um málið er kynnt í dag.

Helstu nið­ur­stöður Sveins Hjartar eru þær að áætluð heild­ar­fjár­hæð sér­staks komu­gjalds til sér­fræði­lækna nemi 878 millj­ónum á ári að með­al­tali síð­ustu þrjú ár, en í þessum tölum er miðað við mið­gildi sér­staks komu­gjalds og byggja þær upp­lýs­ingar á svörum frá sér­fræði­lækn­um, sem safnað var við gerð skýrsl­unn­ar. Miðað við þessa upp­hæð er áætlað að hlutur öryrkja af sér­stöku komu­gjaldi nemi um 90 millj­ónum króna árlega.

Hvað sjúkra­þjálf­ara varðar er áætlað að þeir hafi inn­heimt um 780 millj­ónir króna á ári í sér­stök komu­gjöld, miðað við mið­gildi gjalds­ins sem fékkst upp­gefið frá sjúkra­þjálf­ur­um, en algeng­ast er að sjúkra­þjálf­arar rukki sjúk­linga 500 krónur í komu­gjöld – þó dæmi séu um að sú upp­hæð fari upp í allt að 1.500 krón­ur. Kostn­að­ar­hlutur öryrkja er áætl­aður um 150 millj­ónir króna á ári og þessir fjár­munir fást ekki end­ur­greiddir frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands.

Leggst þungt á öryrkja og tekju­lága

Í skýrslu Sveins Hjartar segir að ætla megi að kostn­aður öryrkja og ann­arra lægri tekju­hópa vegna þess­ara komu­gjalda sér­fræði­lækna og sjúkra­þjálf­ara nemi 1,1 til 1,86 pró­sentu­stiga álag á tekju­skatt á með­al­tali.

„Þessi kostn­að­ar­auki fer hækk­andi eftir því sem þjón­ustan er notuð oft­ar. Þetta er til marks um hversu við­kvæmir þessir hópar eru fyrir hvers kyns nýjum álög­um,“ segir í skýrsl­unni.

Sér­greina­læknar sögðu sig frá samn­ingi við Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) í lok árs 2018 og sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar gerðu hið sama í febr­úar 2020. Síðan þá hefur greiðslu­þátt­taka SÍ verið sam­kvæmt gjald­skrá stofn­un­ar­inn­ar, auk þess sem það hefur lið­ist að sjúk­lingar séu krafðir um auka­gjöld, sér­stak­lega í formi komu­gjalda, til að vega upp á móti metnu tekju­tapi sér­greina­lækna og sjúkra­þjálf­ara.

Auglýsing

Í inn­gangi skýrsl­unnar segir að Öryrkja­banda­lag Íslands líti svo á að með þessu sé sátt­mála um hámarks­kostnað sjúk­linga í heil­brigð­is­þjón­ustu rift ein­hliða af þeim aðilum sem koma að samn­ings­borð­inu en ekki þeim sem sitja uppi með kostn­að­inn.

„Auka­gjöld þessi leggj­ast þungt á fatl­aða og lang­veika félaga í ÖBÍ. Því meir sem þeir þurfa á þjón­ust­unni að halda, hækkar kostn­að­ur­inn og þeir án verndar kostn­að­ar­þátt­töku­kerf­is­ins,“ segir sömu­leiðis í inn­gangi skýrsl­unn­ar.

Kostn­að­ar­þátt­töku­þakið sprengt

Í skýrsl­unni eru tekin dæmi um það hvernig auka­gjöld sér­fræði­lækna og sjúkra­þjálf­ara geta gjör­sam­lega hvell­sprengt það þak sem ákvarðað hefur verið fyrir árlega kostn­að­ar­þátt­töku öryrkja vegna heil­brigð­is­þjón­ustu, en það eru 18.317 krón­ur.

Dæmi um aukna kostnaðarþátttöku einstaklings sem þarf að nýta sér sjúkraþjálfara reglulega og sækja fimm tíma hjá sérfræðilækni. Mynd: Úr skýrslunni

Öryrki sem fer einu sinni í viku til sjúkra­þjálf­ara í 40 vikur og greiðir 1.000 króna komu­gjald í hvert sinn og heim­sækir sér­fræði­lækni sinn fimm sinnum yfir árið og greiðir honum 2.200 króna komu­gjald í hvert sinn, greiðir þannig í reynd 69.317 krónur fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu sína, sem nemur 378 pró­sent hækkun á kostn­að­ar­þátt­töku þessa til­tekna ein­stak­lings.

Skera þurfi úr um lög­mæti gjald­annna

Í skýrsl­unni segir að við skoðun sér­stakts komu­gjalds vakni sú spurn­ing „hvort það stand­ist lög að rík­is­valdið heim­ili einka­að­ila að inn­heimta óskil­greint sér­stakt komu­gjald af sjúk­lingum sem er í eðli sínu eins og hver annar veltu­skatt­ur“ og að það skipti þá ekki máli hvað slíkt gjaldsé kall­að, sér­stakt komu­gjald eða ein­fald­lega veltu­skattur eða gjald.

„Nið­ur­staða um lög­mæti gjalds­ins fæst ekki nema fyrir dóm­stól­um. Í ljósi þeirra upp­hæða sem hér er verið að fjalla um hlýtur það að vera mik­il­vægt að úr þessu verið skor­ið. Hvat­inn til þess að hækka þetta gjald að óbreyttu er aug­ljós­lega auð­sær,“ segir í skýrsl­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent