Sjúklingar rukkaðir um hátt á annan milljarð króna í sérstök komugjöld

Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar sem starfa samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga innheimta hátt á annan milljarð árlega í sérstök komugjöld, samkvæmt mati hagfræðings sem ÖBÍ fékk til að leggja mat á umfang þessara gjalda.

Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Auglýsing

Umfang sér­stakra komu­gjalda sem sér­fræði­læknar og sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar leggja ofan á þjón­ustu sína við sjúk­linga nemur hátt á annan millj­arð króna árlega, sam­kvæmt mati Sveins Hjartar Hjart­ar­sonar hag­fræð­ings. Mál­efna­hópur Öryrkja­banda­lags Íslands fól honum að reyna að leggja mat á þessi auka­gjöld í heil­brigð­is­kerf­inu og skýrsla um málið er kynnt í dag.

Helstu nið­ur­stöður Sveins Hjartar eru þær að áætluð heild­ar­fjár­hæð sér­staks komu­gjalds til sér­fræði­lækna nemi 878 millj­ónum á ári að með­al­tali síð­ustu þrjú ár, en í þessum tölum er miðað við mið­gildi sér­staks komu­gjalds og byggja þær upp­lýs­ingar á svörum frá sér­fræði­lækn­um, sem safnað var við gerð skýrsl­unn­ar. Miðað við þessa upp­hæð er áætlað að hlutur öryrkja af sér­stöku komu­gjaldi nemi um 90 millj­ónum króna árlega.

Hvað sjúkra­þjálf­ara varðar er áætlað að þeir hafi inn­heimt um 780 millj­ónir króna á ári í sér­stök komu­gjöld, miðað við mið­gildi gjalds­ins sem fékkst upp­gefið frá sjúkra­þjálf­ur­um, en algeng­ast er að sjúkra­þjálf­arar rukki sjúk­linga 500 krónur í komu­gjöld – þó dæmi séu um að sú upp­hæð fari upp í allt að 1.500 krón­ur. Kostn­að­ar­hlutur öryrkja er áætl­aður um 150 millj­ónir króna á ári og þessir fjár­munir fást ekki end­ur­greiddir frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands.

Leggst þungt á öryrkja og tekju­lága

Í skýrslu Sveins Hjartar segir að ætla megi að kostn­aður öryrkja og ann­arra lægri tekju­hópa vegna þess­ara komu­gjalda sér­fræði­lækna og sjúkra­þjálf­ara nemi 1,1 til 1,86 pró­sentu­stiga álag á tekju­skatt á með­al­tali.

„Þessi kostn­að­ar­auki fer hækk­andi eftir því sem þjón­ustan er notuð oft­ar. Þetta er til marks um hversu við­kvæmir þessir hópar eru fyrir hvers kyns nýjum álög­um,“ segir í skýrsl­unni.

Sér­greina­læknar sögðu sig frá samn­ingi við Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) í lok árs 2018 og sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar gerðu hið sama í febr­úar 2020. Síðan þá hefur greiðslu­þátt­taka SÍ verið sam­kvæmt gjald­skrá stofn­un­ar­inn­ar, auk þess sem það hefur lið­ist að sjúk­lingar séu krafðir um auka­gjöld, sér­stak­lega í formi komu­gjalda, til að vega upp á móti metnu tekju­tapi sér­greina­lækna og sjúkra­þjálf­ara.

Auglýsing

Í inn­gangi skýrsl­unnar segir að Öryrkja­banda­lag Íslands líti svo á að með þessu sé sátt­mála um hámarks­kostnað sjúk­linga í heil­brigð­is­þjón­ustu rift ein­hliða af þeim aðilum sem koma að samn­ings­borð­inu en ekki þeim sem sitja uppi með kostn­að­inn.

„Auka­gjöld þessi leggj­ast þungt á fatl­aða og lang­veika félaga í ÖBÍ. Því meir sem þeir þurfa á þjón­ust­unni að halda, hækkar kostn­að­ur­inn og þeir án verndar kostn­að­ar­þátt­töku­kerf­is­ins,“ segir sömu­leiðis í inn­gangi skýrsl­unn­ar.

Kostn­að­ar­þátt­töku­þakið sprengt

Í skýrsl­unni eru tekin dæmi um það hvernig auka­gjöld sér­fræði­lækna og sjúkra­þjálf­ara geta gjör­sam­lega hvell­sprengt það þak sem ákvarðað hefur verið fyrir árlega kostn­að­ar­þátt­töku öryrkja vegna heil­brigð­is­þjón­ustu, en það eru 18.317 krón­ur.

Dæmi um aukna kostnaðarþátttöku einstaklings sem þarf að nýta sér sjúkraþjálfara reglulega og sækja fimm tíma hjá sérfræðilækni. Mynd: Úr skýrslunni

Öryrki sem fer einu sinni í viku til sjúkra­þjálf­ara í 40 vikur og greiðir 1.000 króna komu­gjald í hvert sinn og heim­sækir sér­fræði­lækni sinn fimm sinnum yfir árið og greiðir honum 2.200 króna komu­gjald í hvert sinn, greiðir þannig í reynd 69.317 krónur fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu sína, sem nemur 378 pró­sent hækkun á kostn­að­ar­þátt­töku þessa til­tekna ein­stak­lings.

Skera þurfi úr um lög­mæti gjald­annna

Í skýrsl­unni segir að við skoðun sér­stakts komu­gjalds vakni sú spurn­ing „hvort það stand­ist lög að rík­is­valdið heim­ili einka­að­ila að inn­heimta óskil­greint sér­stakt komu­gjald af sjúk­lingum sem er í eðli sínu eins og hver annar veltu­skatt­ur“ og að það skipti þá ekki máli hvað slíkt gjaldsé kall­að, sér­stakt komu­gjald eða ein­fald­lega veltu­skattur eða gjald.

„Nið­ur­staða um lög­mæti gjalds­ins fæst ekki nema fyrir dóm­stól­um. Í ljósi þeirra upp­hæða sem hér er verið að fjalla um hlýtur það að vera mik­il­vægt að úr þessu verið skor­ið. Hvat­inn til þess að hækka þetta gjald að óbreyttu er aug­ljós­lega auð­sær,“ segir í skýrsl­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent