Skattframtalið: Þetta máttu draga frá tekjum

money-256312_640.jpg
Auglýsing

Skila­frestur skatt­fram­tals ein­stak­linga er til föstu­dags­ins 20. mars næst­kom­andi en fram­lengdur skila­frestur getur lengst var­ið til 31. mars. Fyrir flesta er auð­velt að ganga frá fram­tal­inu, örfáir smellir á vef­síðu skatts­ins klára dæm­ið.

En það er ýmis­legt sem hafa ber í huga, til að mynda það sem hægt er að draga frá tekj­um. Guð­rún Björg Braga­dótt­ir, verk­efna­stjóri á skatta- og lög­fræðisviði KPMG tók saman helstu atriði um frá­drátt­ar­bæra liði, að beiðni Kjarn­ans og Stofn­unar um fjár­mála­læsi. Fékkst­u öku­tækja­styrk, dag­pen­inga, rann­sókn­ar­styrk eða glímdir þú við veik­indi á liðnu ári? Hér að neðan má sjá þau atriði sem gott er að hafa í huga við skatt­fram­tals­gerð­ina. Einnig er að finna ágætar upp­lýs­ingar um fram­tals­skil á vef Rík­is­skatt­stjóra.

Skatt­fram­tal ein­stak­linga 2015Frá­dráttur frá tekjumÖku­tækja­styrkur

Auglýsing
 • Nýjar reglur tóku gildi þann 1. jan­úar 2014.
 • Frá öku­tækja­styrk heim­il­ast til frá­dráttar til­tek­inn stig­lækk­andi kostn­aður á hvern ekinn km. í þágu launa­greið­anda.
 • Ekki er lengur þörf á að halda saman öllum rekstr­ar­kostn­aði bif­reiða.
 • Skil­yrði fyrir frá­drætt­inum eru að fyrir liggi skrif­legur afnota­samn­ingur á milli laun­þega og launa­greið­anda þar sem akst­ur­s­er­indum er skil­merki­lega lýst og að færð hafi verið akst­urs­dag­bók.

Dag­pen­ingar

 • Á móti fengnum dag­pen­ingum er heim­ilt að færa til frá­dráttar ferða- og dval­ar­kostnað sem laun­þegi hefur sann­an­lega greitt vegna ferða á vegum launa­greið­anda.
 • Ef dag­pen­ingar eru undir 1.000.000 kr. á árinu 2014 þarf ekki að fylla dag­pen­inga­blað út, frá­drátt­ur­inn fær­ist sjálf­krafa á fram­tal­ið.

Iðgjöld í líf­eyr­is­sjóð

 • Hámarks­frá­dráttur er 8%, 4% vegna skyldu­ið­gjalda í líf­eyr­is­sjóð og 2 – 4% vegna iðgjalda í sér­eigna­sjóð.
 • Frá­drátt­ur­inn hækk­aði úr 6% í 8% frá og með 1. júlí 2014.
 • Frá­drátt­ur­inn er yfir­leitt for­skráður á fram­talið af inn­sendum launa­miða, líkt og laun­in.

Frá­dráttur á móti náms-, rann­sókn­ar- og vís­inda­styrkjum

 • Heim­ilt er að draga frá kostnað á móti náms-, rann­sókn­ar- og vís­inda­styrkj­um.
 • Þó er ekki heim­ilt að draga frá kostnað á móti náms­styrkjum vegna náms sem veitir  rétt til að stunda til­tek­inn atvinnu­rekstur og sjálf­stæða starf­semi.
 • Gjald­færslu kostn­aðar við meist­ara­nám hefur af skatt­yf­ir­völdum verið synjað á þeirri for­sendu. Kostn­aður vegna náms í hinu almenna skóla­kerfi telst almennt vera einka­kostn­aður og því ekki frá­drátt­ar­bær.
 • Þá er ekki heim­ilt að draga frá náms­styrkjum kostnað vegna tóm­stunda­náms.

Frá­dráttur frá öðrum styrkjum og starfstengdum greiðslum

 • Kostn­aður vegna lík­ams­ræktar að hámarki fjár­hæð styrks­ins eða mest 50.000 kr. (hækkar í 55.000 kr. á tekju­ár­inu 2015).
 • Frá­dráttur á móti sam­göngu­greiðslum að hámarki 84.000 kr.

Lækkun vegna fram­færslu ung­menna

 • Hægt er að sækja um lækkun á tekju­skatts­stofni hafi fram­telj­andi á fram­færi sínu ung­menni sem eru við nám eða hafa að öðrum ástæðum það lágar tekjur að þær duga ekki til fram­færslu.
 • Hér er fyrst og fremst átt við ung­menni á aldr­inum 16 – 21 ára sem ekki stunda láns­hæft nám.
 • Mesta lækkun á tekju­skatts­stofni fram­fær­anda við álagn­ingu 2015 er 348.000 kr. miðað við að ung­menni hafi engar tekjur haft.
 • Frá þess­ari fjár­hæð dregst 1/3 af tekjum ungennis þannig að þegar tekjur þess eru orðnar 1.044.000 kr. fellur réttur til íviln­unar fram­fær­anda nið­ur.

Lækkun á tekju­skatts­stofni við til­teknar aðstæðurVeik­indi, slys, elli­hrör­leiki eða manns­lát

 • Ef veik­indi, slys, elli­hrör­leiki eða manns­lát hafa í för með sér veru­lega skert gjald­þol.  Fyrst og fremst kemur til álita að lækka skatt­stofna skv. þessum lið ef til hefur fallið óbættur kostn­aður sem fram­telj­andi hefur greitt sjálfur og er umfram það sem telst venju­legur kostn­að­ur, t.d. vegna lyfja og lækn­is­hjálp­ar.
 • Einnig er heim­ilt að lækka auð­legð­ar­skatt­stofn af þessum sömu orsök­um.

Veik­ind­i/­fötlun barns • Ef maður hefur á fram­færi sínu barn sem haldið er lang­vinnum sjúk­dómi eða fötlun sem hefur í för með sér veru­leg óbætt útgjöld umfram venju­legan fram­færslu­kostnað sem


 • greidd eru af fram­fær­end­um.
Fram­færsla vanda­manna • Ef maður hefur for­eldra eða aðra vanda­menn á fram­færi sínu, enda geti þeir ekki sjálfir staðið undir fram­færslu sinni.
Eigna­tjón • Hafi maður orðið fyrir veru­legu eigna­tjóni sem hann hefur ekki fengið bætt. Með veru­legu eigna­tjóni er hér átt við að fjár­hags­legar afleið­ingar tjóns sem verður á eignum manns skerði gjald­þol hans. Ívilnun kemur ekki til álita ef mögu­legt er að fá tjónið bætt úr hendi ann­ars aðila.
Tap­aðar kröfur • Hafi gjald­þol manns skerst veru­lega vegna tapa á útistand­andi kröfum sem ekki tengj­ast atvinnu­rekstri hans. Þetta gildir m.a. um ábyrgðir sem fallið hafa á fram­telj­anda til greiðslu án mögu­leika til end­ur­kröfu.
ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None