Skatttekjum af ferðaþjónustu misskipt milli ríkis og sveitarfélaga

14563792783_bbd331cd9e_z.jpg
Auglýsing

„Skatt­tekjum af ferða­mönnum er mis­skipt. Rík­is­sjóður fær næstum allar tekj­urnar en sveit­ar­fé­lög ein­ungis lít­inn hluta þó kostn­aður þeirra af ferða­mönnum sé mik­ill,“ segir í grein­ingu Hag­fræði­deildar Lands­bank­ans um ferða­þjón­ust­una, sem kom út í dag, og var kynnt á fundi. Enn fremur er því bætt við, að lík­legt sé að þessi óhag­stæða tekju­skiptin gagn­vart sveit­ar­fé­lög­unum dragi úr hvata til þess að byggja upp fleiri áhuga­verða staði sem laða ferða­menn að. „Skatt­tekjur rík­is­ins af virð­is­auka­skatti hafa auk­ist veru­lega á síð­ustu árum vegna auk­innar veltu í ferða- þjón­ustu. Ætla má að virð­is­auka­skatt­tekjur á síð­asta ári hafi verið um 5,7 millj­örðum króna meiri en árið 2009, þegar ein­ungs er horft til gisti- og veit­inga­staða, ferða­skrif­stofa og bíla­leiga,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans.

erlendir

Í grein­ing­unni kemur fram að Ísland hafi vaxið gríð­ar­lega hratt sem ferða­þjón­ustu­land, að und­an­förnu, og þá einkum frá því eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins. Hér á landi er fjöldi ferða­manna á hverja 100 íbúa um 304, en til sam­an­burðar er sami fjöldi í Þýska­landi um 40, og í Bret­landi 54. Lönd sem eiga mikið undir ferða­þjón­ustu, eins og Malta og Króa­tía, eru með sam­bæri­legan fjölda. Um 272 eru á hverja 100 íbúa í Króa­tíu en 412 á Möltu.

Auglýsing

Hag­fræði­deildin gerir ráð fyrir því að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar verði mik­ill áfram, og heildar útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ustu verði 430 millj­arðar króna árið 2017, en í fyrra var það 303.

Sjá má ítar­lega skýrslu Hag­fræði­deildar Lands­bank­ans um ferða­þjón­ust­una, hér með­fylgj­and­i. Ferða­þjón­usta.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None