Skatttekjum af ferðaþjónustu misskipt milli ríkis og sveitarfélaga

14563792783_bbd331cd9e_z.jpg
Auglýsing

„Skatt­tekjum af ferða­mönnum er mis­skipt. Rík­is­sjóður fær næstum allar tekj­urnar en sveit­ar­fé­lög ein­ungis lít­inn hluta þó kostn­aður þeirra af ferða­mönnum sé mik­ill,“ segir í grein­ingu Hag­fræði­deildar Lands­bank­ans um ferða­þjón­ust­una, sem kom út í dag, og var kynnt á fundi. Enn fremur er því bætt við, að lík­legt sé að þessi óhag­stæða tekju­skiptin gagn­vart sveit­ar­fé­lög­unum dragi úr hvata til þess að byggja upp fleiri áhuga­verða staði sem laða ferða­menn að. „Skatt­tekjur rík­is­ins af virð­is­auka­skatti hafa auk­ist veru­lega á síð­ustu árum vegna auk­innar veltu í ferða- þjón­ustu. Ætla má að virð­is­auka­skatt­tekjur á síð­asta ári hafi verið um 5,7 millj­örðum króna meiri en árið 2009, þegar ein­ungs er horft til gisti- og veit­inga­staða, ferða­skrif­stofa og bíla­leiga,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans.

erlendir

Í grein­ing­unni kemur fram að Ísland hafi vaxið gríð­ar­lega hratt sem ferða­þjón­ustu­land, að und­an­förnu, og þá einkum frá því eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins. Hér á landi er fjöldi ferða­manna á hverja 100 íbúa um 304, en til sam­an­burðar er sami fjöldi í Þýska­landi um 40, og í Bret­landi 54. Lönd sem eiga mikið undir ferða­þjón­ustu, eins og Malta og Króa­tía, eru með sam­bæri­legan fjölda. Um 272 eru á hverja 100 íbúa í Króa­tíu en 412 á Möltu.

Auglýsing

Hag­fræði­deildin gerir ráð fyrir því að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar verði mik­ill áfram, og heildar útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ustu verði 430 millj­arðar króna árið 2017, en í fyrra var það 303.

Sjá má ítar­lega skýrslu Hag­fræði­deildar Lands­bank­ans um ferða­þjón­ust­una, hér með­fylgj­and­i. Ferða­þjón­usta.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None