Skatttekjum af ferðaþjónustu misskipt milli ríkis og sveitarfélaga

14563792783_bbd331cd9e_z.jpg
Auglýsing

„Skatt­tekjum af ferða­mönnum er mis­skipt. Rík­is­sjóður fær næstum allar tekj­urnar en sveit­ar­fé­lög ein­ungis lít­inn hluta þó kostn­aður þeirra af ferða­mönnum sé mik­ill,“ segir í grein­ingu Hag­fræði­deildar Lands­bank­ans um ferða­þjón­ust­una, sem kom út í dag, og var kynnt á fundi. Enn fremur er því bætt við, að lík­legt sé að þessi óhag­stæða tekju­skiptin gagn­vart sveit­ar­fé­lög­unum dragi úr hvata til þess að byggja upp fleiri áhuga­verða staði sem laða ferða­menn að. „Skatt­tekjur rík­is­ins af virð­is­auka­skatti hafa auk­ist veru­lega á síð­ustu árum vegna auk­innar veltu í ferða- þjón­ustu. Ætla má að virð­is­auka­skatt­tekjur á síð­asta ári hafi verið um 5,7 millj­örðum króna meiri en árið 2009, þegar ein­ungs er horft til gisti- og veit­inga­staða, ferða­skrif­stofa og bíla­leiga,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans.

erlendir

Í grein­ing­unni kemur fram að Ísland hafi vaxið gríð­ar­lega hratt sem ferða­þjón­ustu­land, að und­an­förnu, og þá einkum frá því eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins. Hér á landi er fjöldi ferða­manna á hverja 100 íbúa um 304, en til sam­an­burðar er sami fjöldi í Þýska­landi um 40, og í Bret­landi 54. Lönd sem eiga mikið undir ferða­þjón­ustu, eins og Malta og Króa­tía, eru með sam­bæri­legan fjölda. Um 272 eru á hverja 100 íbúa í Króa­tíu en 412 á Möltu.

Auglýsing

Hag­fræði­deildin gerir ráð fyrir því að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar verði mik­ill áfram, og heildar útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ustu verði 430 millj­arðar króna árið 2017, en í fyrra var það 303.

Sjá má ítar­lega skýrslu Hag­fræði­deildar Lands­bank­ans um ferða­þjón­ust­una, hér með­fylgj­and­i. Ferða­þjón­usta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None