150 nú taldir af: Spánverjar, Þjóðverjar og Tyrkir um borð

h_51858281-1.jpg
Auglýsing

Air­bus A320 þota frá þýska flug­fé­lag­inu Germanwings, dótt­ur­fé­lagi Luft­hansa, hrap­aði í frönsku ölp­unum í morg­un. Nýj­ustu fréttir frá Luft­hansa herma að 150 hafi verið um borð, en áður hafði verið talið að 148 hefðu verið um borð.

Luft­hansa og Germanwings hafa stað­fest hrap­ið. „Allir hjá Germanwings og Luft­hansa eru í miklu áfalli og leiðir vegna þess­ara atburða. Hugs­anir okkar og bænir eru hjá fjöl­skyldum og vinum far­þega og áhafn­ar­með­lima,“ segir í til­kynn­ingu frá flug­fé­lög­un­um.Spænsku kon­ungs­hjónin voru í opin­berri heim­sókn í París í morgun en hættu við hana þegar fréttir af slys­inu bár­ust. Vara­for­sæt­is­ráð­herra Spánar hefur greint frá því að um 45 far­þegar séu taldir hafa verið spænsk­ir. Talið er að fjöldi far­þega hafi verið frá Þýska­landi og ein­hverjir frá Tyrk­land­i. 

Eins og Kjarn­inn hefur greint frá fylgj­ast sendi­ráð Íslands í Berlín og París með því þegar greint verður frá því hvaðan far­þeg­arnir voru.

Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari hefur einnig aflýst allri sinni dag­skrá vegna slyss­ins. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið í Þýska­landi sent sam­úð­ar­kveðjur vegna slyss­ins og sett upp neyð­ar­mið­stöð. Þá hafa þrír flug­sér­fræð­ingar frá Þýska­landi verið sendir til að aðstoða við rann­sókn máls­ins í Frakk­landi. Vélin var á leið frá Barcelona á Spáni til Dus­seldorf í Þýska­landi þegar hún missti hæð mjög hratt. Hún hafði rétt náð 38 þús­und feta hæð þegar hún tók að lækka á ný, eins og sjá má í þessu mynd­bandi Flight Radar 24. Flight Radar greindi frá því að vélin hefði horfið af rat­sjám, eins og sjá má hér að neð­an.

Flug­sér­fræð­ing­ur­inn Ant­hony Davis sagði við Sky News að vélin hafi lækkað flug á for­dæm­is­lausum hraða, um fimm þús­und fet á mín­útu, og að eitt­hvað mjög alvar­legt hafi átt sér stað. Flug­menn sendu út neyð­ar­kall klukkan 9.47 að íslenskum tíma, sögðu "em­ergency, emergency" en svo heyrð­ist ekki frá þeim meir.

Tals­maður franska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Pier­re-Henry Brand­et, hefur sagt að brak úr vél­inni hafi sést í 2.000 metra hæð. Hann sagði að búist væri við ein­stak­lega langri og erf­iðri leit og björg­un­ar­að­gerð vegna stað­setn­ing­ar­inn­ar. Engir vegir liggja nálægt svæð­inu og ekki er gert ráð fyrir því að kom­ist verði á stað­inn fyrr en ­síðar í dag.Hér má fylgj­ast með beinni útsend­ingu Sky News.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None