150 nú taldir af: Spánverjar, Þjóðverjar og Tyrkir um borð

h_51858281-1.jpg
Auglýsing

Air­bus A320 þota frá þýska flug­fé­lag­inu Germanwings, dótt­ur­fé­lagi Luft­hansa, hrap­aði í frönsku ölp­unum í morg­un. Nýj­ustu fréttir frá Luft­hansa herma að 150 hafi verið um borð, en áður hafði verið talið að 148 hefðu verið um borð.

Luft­hansa og Germanwings hafa stað­fest hrap­ið. „Allir hjá Germanwings og Luft­hansa eru í miklu áfalli og leiðir vegna þess­ara atburða. Hugs­anir okkar og bænir eru hjá fjöl­skyldum og vinum far­þega og áhafn­ar­með­lima,“ segir í til­kynn­ingu frá flug­fé­lög­un­um.Spænsku kon­ungs­hjónin voru í opin­berri heim­sókn í París í morgun en hættu við hana þegar fréttir af slys­inu bár­ust. Vara­for­sæt­is­ráð­herra Spánar hefur greint frá því að um 45 far­þegar séu taldir hafa verið spænsk­ir. Talið er að fjöldi far­þega hafi verið frá Þýska­landi og ein­hverjir frá Tyrk­land­i. 

Eins og Kjarn­inn hefur greint frá fylgj­ast sendi­ráð Íslands í Berlín og París með því þegar greint verður frá því hvaðan far­þeg­arnir voru.

Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari hefur einnig aflýst allri sinni dag­skrá vegna slyss­ins. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið í Þýska­landi sent sam­úð­ar­kveðjur vegna slyss­ins og sett upp neyð­ar­mið­stöð. Þá hafa þrír flug­sér­fræð­ingar frá Þýska­landi verið sendir til að aðstoða við rann­sókn máls­ins í Frakk­landi. Vélin var á leið frá Barcelona á Spáni til Dus­seldorf í Þýska­landi þegar hún missti hæð mjög hratt. Hún hafði rétt náð 38 þús­und feta hæð þegar hún tók að lækka á ný, eins og sjá má í þessu mynd­bandi Flight Radar 24. Flight Radar greindi frá því að vélin hefði horfið af rat­sjám, eins og sjá má hér að neð­an.

Flug­sér­fræð­ing­ur­inn Ant­hony Davis sagði við Sky News að vélin hafi lækkað flug á for­dæm­is­lausum hraða, um fimm þús­und fet á mín­útu, og að eitt­hvað mjög alvar­legt hafi átt sér stað. Flug­menn sendu út neyð­ar­kall klukkan 9.47 að íslenskum tíma, sögðu "em­ergency, emergency" en svo heyrð­ist ekki frá þeim meir.

Tals­maður franska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Pier­re-Henry Brand­et, hefur sagt að brak úr vél­inni hafi sést í 2.000 metra hæð. Hann sagði að búist væri við ein­stak­lega langri og erf­iðri leit og björg­un­ar­að­gerð vegna stað­setn­ing­ar­inn­ar. Engir vegir liggja nálægt svæð­inu og ekki er gert ráð fyrir því að kom­ist verði á stað­inn fyrr en ­síðar í dag.Hér má fylgj­ast með beinni útsend­ingu Sky News.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra setur lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None