150 nú taldir af: Spánverjar, Þjóðverjar og Tyrkir um borð

h_51858281-1.jpg
Auglýsing

Air­bus A320 þota frá þýska flug­fé­lag­inu Germanwings, dótt­ur­fé­lagi Luft­hansa, hrap­aði í frönsku ölp­unum í morg­un. Nýj­ustu fréttir frá Luft­hansa herma að 150 hafi verið um borð, en áður hafði verið talið að 148 hefðu verið um borð.

Luft­hansa og Germanwings hafa stað­fest hrap­ið. „Allir hjá Germanwings og Luft­hansa eru í miklu áfalli og leiðir vegna þess­ara atburða. Hugs­anir okkar og bænir eru hjá fjöl­skyldum og vinum far­þega og áhafn­ar­með­lima,“ segir í til­kynn­ingu frá flug­fé­lög­un­um.Spænsku kon­ungs­hjónin voru í opin­berri heim­sókn í París í morgun en hættu við hana þegar fréttir af slys­inu bár­ust. Vara­for­sæt­is­ráð­herra Spánar hefur greint frá því að um 45 far­þegar séu taldir hafa verið spænsk­ir. Talið er að fjöldi far­þega hafi verið frá Þýska­landi og ein­hverjir frá Tyrk­land­i. 

Eins og Kjarn­inn hefur greint frá fylgj­ast sendi­ráð Íslands í Berlín og París með því þegar greint verður frá því hvaðan far­þeg­arnir voru.

Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari hefur einnig aflýst allri sinni dag­skrá vegna slyss­ins. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið í Þýska­landi sent sam­úð­ar­kveðjur vegna slyss­ins og sett upp neyð­ar­mið­stöð. Þá hafa þrír flug­sér­fræð­ingar frá Þýska­landi verið sendir til að aðstoða við rann­sókn máls­ins í Frakk­landi. Vélin var á leið frá Barcelona á Spáni til Dus­seldorf í Þýska­landi þegar hún missti hæð mjög hratt. Hún hafði rétt náð 38 þús­und feta hæð þegar hún tók að lækka á ný, eins og sjá má í þessu mynd­bandi Flight Radar 24. Flight Radar greindi frá því að vélin hefði horfið af rat­sjám, eins og sjá má hér að neð­an.

Flug­sér­fræð­ing­ur­inn Ant­hony Davis sagði við Sky News að vélin hafi lækkað flug á for­dæm­is­lausum hraða, um fimm þús­und fet á mín­útu, og að eitt­hvað mjög alvar­legt hafi átt sér stað. Flug­menn sendu út neyð­ar­kall klukkan 9.47 að íslenskum tíma, sögðu "em­ergency, emergency" en svo heyrð­ist ekki frá þeim meir.

Tals­maður franska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Pier­re-Henry Brand­et, hefur sagt að brak úr vél­inni hafi sést í 2.000 metra hæð. Hann sagði að búist væri við ein­stak­lega langri og erf­iðri leit og björg­un­ar­að­gerð vegna stað­setn­ing­ar­inn­ar. Engir vegir liggja nálægt svæð­inu og ekki er gert ráð fyrir því að kom­ist verði á stað­inn fyrr en ­síðar í dag.Hér má fylgj­ast með beinni útsend­ingu Sky News.

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None