Friðrik J. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sendi Maríu Thjell, forstöðumanni Lagastofnunar Háskóla Íslands og formanni eftirlitsnefndar um skuldaniðufellingar í bankakerfinu, tölvubréf þar sem hann lýsti yfir áhyggjum útgerðarmanna á því að Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, væri í aðstöðu til þess að skoða rekstur útgerðarfyrirtækja ofan í kjölinn.
Í bréfinu sem Friðrik sendi Maríu, með afriti á stjórn og varastjórn LÍU auk fjölda útgerðarmanna, lýsir hann því fyrir Maríu að útgerðarmenn treysti Þórólfi ekki. Í bréfinu, sem Kjarninn hefur undir höndum, kemur fram að einn útgerðarmanna hafi haft samband við Friðrik, eftir að hafa hlustað á Maríu flytja erindi um starf eftirlitsnefndar um skuldaniðurfellingu samkvæmt lögum númer 107/2009, og sagt að hann gæti ekki til þess hugsað til þess að Þórólfur hefði aðgang að „öllum hans málum í bankanum.“
Í niðurlagi bréfsins spyr Friðrik að því hvernig sé hægt að „verjast“ því að Þórólfur komist í rekstrargögn útgerðanna.
Bréfið er birt í heild í Kjarnanum í dag.
Lestu Kjarnann hér.