Skuldaniðurfelling óréttlát og ekki forsvaranleg

nýtt-a-vef.jpg
Auglýsing

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggst alfarið gegn skuldaniðurfellingaráformum stjórnvalda en hann hefur skilað nefndaráliti í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem hann rökstyður þá skoðun sína. Skuldaniðurfellingaráform stjórnvalda, þar sem verðtryggð fasteignalán verða lækkuð með framlagi úr ríkissjóði, eru nú til meðferðar í þinginu og hefur efnahags- og viðskiptanefnd haft málið til meðferðar að undanförnu.

Í áliti Péturs, sem birt var á vef Alþingis fyrir stundu, kemur fram að hann telji aðgerðirnar óréttlátar, ómarkvissar og ekki forsvaranlegar í ljósi skuldastöðu ríkissjóðs.

Lokorðin í áliti Péturs eru þessi: „Ýmislegt mætti gera við 80 milljarða kr. Til dæmis mætti lækka skuldir ríkissjóðs um þá fjárhæð og grynnka á vaxtagreiðslum, líklega um 3 milljarða kr. árlega eftir fjögur ár. Svo mætti fara blöndu af skuldalækkun og skattalækkun vegna þess hve brýnt er að draga til baka skattahækkanir fyrri ríkisstjórnar. Lækka mætti skuldir ríkissjóðs um 40 milljarða kr., 10 milljarða kr. á ári. Mögulegt væri að lækka fjármagnstekjuskatt í úr 20% í 15% en sú aðgerð mundi kosta 5 milljarða kr. á ári, þ.e. 20 milljarða kr. á fjórum árum. Með því væri dregið úr refsingu fyrir að sýna sparnað og ráðdeild, en á þessum tímapunkti er einmitt mikilvægt að hvetja til sparnaðar. Tryggingagjald er skattur á laun og atvinnu og hindrar sköpun atvinnu. Lækka mætti það um 0,5% sem kostaði um 5 milljarða kr. á ári og mundi örva atvinnulífið til að skapa ný störf. Aðrir kunna að sjá möguleika til að hækka framlög til leigjenda, atvinnulausra og til heilbrigðiskerfisins. Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“

Auglýsing

Sjá má álit Péturs, þar sem hann gagnrýnir niðurfellingaráform stjórnvalda harðlega, hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None