Skuldaniðurfelling óréttlát og ekki forsvaranleg

nýtt-a-vef.jpg
Auglýsing

Pétur H. Blön­dal, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, leggst alfarið gegn skulda­nið­ur­fell­ing­ar­á­formum stjórn­valda en hann hefur skilað nefnd­ar­á­liti í efna­hags- og við­skipta­nefnd, þar sem hann rök­styður þá skoðun sína. Skulda­nið­ur­fell­ing­ar­á­form stjórn­valda, þar sem verð­tryggð fast­eigna­lán verða lækkuð með fram­lagi úr rík­is­sjóði, eru nú til með­ferðar í þing­inu og hefur efna­hags- og við­skipta­nefnd haft málið til með­ferðar að und­an­förnu.

Í áliti Pét­urs, sem birt var á vef Alþingis fyrir stundu, kemur fram að hann telji aðgerð­irnar órétt­lát­ar, ómark­vissar og ekki for­svar­an­legar í ljósi skulda­stöðu rík­is­sjóðs.

Lokorðin í áliti Pét­urs eru þessi: „Ýmis­legt mætti gera við 80 millj­arða kr. Til dæmis mætti lækka skuldir rík­is­sjóðs um þá fjár­hæð og grynnka á vaxta­greiðsl­um, lík­lega um 3 millj­arða kr. árlega eftir fjögur ár. Svo mætti fara blöndu af skulda­lækkun og skatta­lækkun vegna þess hve brýnt er að draga til baka skatta­hækk­anir fyrri rík­is­stjórn­ar. Lækka mætti skuldir rík­is­sjóðs um 40 millj­arða kr., 10 millj­arða kr. á ári. Mögu­legt væri að lækka fjár­magnstekju­skatt í úr 20% í 15% en sú aðgerð mundi kosta 5 millj­arða kr. á ári, þ.e. 20 millj­arða kr. á fjórum árum. Með því væri dregið úr refs­ingu fyrir að sýna sparnað og ráð­deild, en á þessum tíma­punkti er einmitt mik­il­vægt að hvetja til sparn­að­ar. Trygg­inga­gjald er skattur á laun og atvinnu og hindrar sköpun atvinnu. Lækka mætti það um 0,5% sem kost­aði um 5 millj­arða kr. á ári og mundi örva atvinnu­lífið til að skapa ný störf. Aðrir kunna að sjá mögu­leika til að hækka fram­lög til leigj­enda, atvinnu­lausra og til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Hér er um miklar upp­hæðir að ræða af skatt­tekjum rík­is­sjóðs. Með hlið­sjón af stöðu rík­is­sjóðs er ekki for­svar­an­legt að afhenda þær ein­hverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“

Auglýsing

Sjá má álit Pét­urs, þar sem hann gagn­rýnir nið­ur­fell­ing­ar­á­form stjórn­valda harð­lega, hér.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None