Skiptastjóri Baugs: Tæp fjögur prósent gætu fengist upp í kröfur

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Búist er við því á skiptum á þrota­búi Baugs Group, eins umsvifa­mesta fyr­ir­tækis Íslands­sög­unnar sem var tekið til gjald­þrota­skipta í mars 2009, ljúki á næsta ári. Alls var um 320 millj­örðum krónum lýst í búið en lík­legt þykir að sam­þykktar kröfur verði um 160 millj­arðar króna. Búið á alls um 1,2 millj­arða króna og hefur unnið tvö dóms­mál sem eiga að skila því um sex millj­örðum króna. Frá þessu er greint í Við­skipta­blað­inu í dag.

Þar er rætt við Erlend Gísla­son, skipta­stjóra þrota­bús Baugs, um vænt­an­leg skipta­lok.  Þar segir Erlendur að end­ur­heimtur gæti orðið tæp fjögur pró­sent af sam­þykktum kröf­um.  Hann ræðir einnig mál sem þrota­búið höfð­aði gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, fyrrum for­stjóra, stjórn­ar­for­manns og aðal­eig­anda Baugs, þar sem það krafði hann um 15 millj­arða króna vegna svo­kall­aðrar 1998-fléttu.

Í þeirri fléttu, sem ráð­ist var í nokkrum mán­uðum fyrir banka­hrun, var smá­söluris­inn Hagar seldur út úr Baugi til félags­ins 1998 ehf. með 30 millj­arða króna láni frá Kaup­þingi. Helstu eig­endur Baugs og 1998 voru sama fólk­ið, Jón Ásgeir Jóhann­es­son og tengdir aðil­ar. Helm­ingur sölu­verðs­ins var not­aður til að kaupa eigin bréf af hlut­höfum Baugs Group sem not­uðu pen­ing­anna til að greiða niður eignin skuldir við Kaup­þing. Skipta­stjóri Baugs taldi að kaupin hefðu falið í sér gjöf, þar sem 15 millj­arð­arnir hefðu verið greiddir fyrir bréf sem voru einskis virði. Í dómi Hæsta­réttar í máli sem þrota­búið höfð­aði gegn Kaup­þingi og Banque Havil­l­and (áður Kaup­þing Lúx­em­borg) til að fá við­ur­kennda kröfu vegna þessa gjörn­ings og vann, kom skýrt fram að Baugur hafi ekki átt neinn pen­ing til að standa við greiðslu skulda sinna snemma árs 2008. Þar segir til að myndA frá því að í byrjun mars 2008 hafi Kaup­þing samið kynn­ingu um stöðu Baugs þar sem sagði m.a. að fjár­þörf félags­ins sýndi að Baugur „gæti ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar án utan­að­kom­andi íhlut­unar eða inn­grips“.

Auglýsing

Hæsti­réttur horfði líka sér­stak­lega til tölvu­pósts sem Jón sendi Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, þáver­andi for­stjóra Kaup­þings, 9. júlí 2008 með beiðni um skamm­tíma­lán frá bank­anum upp á 3,1 millj­arð króna til að greiða gjald­fallnar skuldir félags­ins. Í dómi Hæsta­réttar seg­ir: „Í nið­ur­lagi bréfs­ins sagði stjórn­ar­for­mað­ur­inn að hann hefði unnið hörðum höndum að því að bæta stöðu sókn­ar­að­ila meðal ann­ars með sölu á Högum hf. Von­andi fyndu þeir lausn næsta dag en ef ekki „þá þurfum við ekki að spyrja að leikslok­um.“

Þrotabú Baugs hafði krafið Jón Ásgeir per­sónu­lega um 15 millj­arða króna vegna áður­nefndra kaupa á eigin bréf­um.  Erlendur segir við Við­skipt­blaðið að því máli hafi ekki verið fylgt eftir vegna þess að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrr­settar bæði á Íslandi og í Bret­landi. Var það kalt mat slita­stjórnar að mál­sóknin myndi ekki skila neinum pen­ingum inn í þrota­bú­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None