Skiptastjóri Baugs: Tæp fjögur prósent gætu fengist upp í kröfur

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Búist er við því á skiptum á þrota­búi Baugs Group, eins umsvifa­mesta fyr­ir­tækis Íslands­sög­unnar sem var tekið til gjald­þrota­skipta í mars 2009, ljúki á næsta ári. Alls var um 320 millj­örðum krónum lýst í búið en lík­legt þykir að sam­þykktar kröfur verði um 160 millj­arðar króna. Búið á alls um 1,2 millj­arða króna og hefur unnið tvö dóms­mál sem eiga að skila því um sex millj­örðum króna. Frá þessu er greint í Við­skipta­blað­inu í dag.

Þar er rætt við Erlend Gísla­son, skipta­stjóra þrota­bús Baugs, um vænt­an­leg skipta­lok.  Þar segir Erlendur að end­ur­heimtur gæti orðið tæp fjögur pró­sent af sam­þykktum kröf­um.  Hann ræðir einnig mál sem þrota­búið höfð­aði gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, fyrrum for­stjóra, stjórn­ar­for­manns og aðal­eig­anda Baugs, þar sem það krafði hann um 15 millj­arða króna vegna svo­kall­aðrar 1998-fléttu.

Í þeirri fléttu, sem ráð­ist var í nokkrum mán­uðum fyrir banka­hrun, var smá­söluris­inn Hagar seldur út úr Baugi til félags­ins 1998 ehf. með 30 millj­arða króna láni frá Kaup­þingi. Helstu eig­endur Baugs og 1998 voru sama fólk­ið, Jón Ásgeir Jóhann­es­son og tengdir aðil­ar. Helm­ingur sölu­verðs­ins var not­aður til að kaupa eigin bréf af hlut­höfum Baugs Group sem not­uðu pen­ing­anna til að greiða niður eignin skuldir við Kaup­þing. Skipta­stjóri Baugs taldi að kaupin hefðu falið í sér gjöf, þar sem 15 millj­arð­arnir hefðu verið greiddir fyrir bréf sem voru einskis virði. Í dómi Hæsta­réttar í máli sem þrota­búið höfð­aði gegn Kaup­þingi og Banque Havil­l­and (áður Kaup­þing Lúx­em­borg) til að fá við­ur­kennda kröfu vegna þessa gjörn­ings og vann, kom skýrt fram að Baugur hafi ekki átt neinn pen­ing til að standa við greiðslu skulda sinna snemma árs 2008. Þar segir til að myndA frá því að í byrjun mars 2008 hafi Kaup­þing samið kynn­ingu um stöðu Baugs þar sem sagði m.a. að fjár­þörf félags­ins sýndi að Baugur „gæti ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar án utan­að­kom­andi íhlut­unar eða inn­grips“.

Auglýsing

Hæsti­réttur horfði líka sér­stak­lega til tölvu­pósts sem Jón sendi Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, þáver­andi for­stjóra Kaup­þings, 9. júlí 2008 með beiðni um skamm­tíma­lán frá bank­anum upp á 3,1 millj­arð króna til að greiða gjald­fallnar skuldir félags­ins. Í dómi Hæsta­réttar seg­ir: „Í nið­ur­lagi bréfs­ins sagði stjórn­ar­for­mað­ur­inn að hann hefði unnið hörðum höndum að því að bæta stöðu sókn­ar­að­ila meðal ann­ars með sölu á Högum hf. Von­andi fyndu þeir lausn næsta dag en ef ekki „þá þurfum við ekki að spyrja að leikslok­um.“

Þrotabú Baugs hafði krafið Jón Ásgeir per­sónu­lega um 15 millj­arða króna vegna áður­nefndra kaupa á eigin bréf­um.  Erlendur segir við Við­skipt­blaðið að því máli hafi ekki verið fylgt eftir vegna þess að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrr­settar bæði á Íslandi og í Bret­landi. Var það kalt mat slita­stjórnar að mál­sóknin myndi ekki skila neinum pen­ingum inn í þrota­bú­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None