Skipting auðs í heiminum að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld

ASÍ segir það eitt mikilvægasta verkefni nýkjörins Alþingis og ríkisstjórnar í haust vera að draga úr ójöfnuði. ASÍ birti í dag áherslur sínar vegna þingkosninga 2021.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands hafnar svo­kall­aðri nið­ur­skurð­ar­að­ferð sem beitt var eftir hrun­ið, enda hafi hún hægt á efna­hags­bat­an­um, ýtt undir ójöfnuð og aukið á fátækt. Þess í stað kallar ASÍ eftir skýrri sýn stjórn­mála­flokka á afkomu­trygg­ingu, afkomu­upp­bygg­ingu og aðgerðum sem gagn­ast þeim land­svæðum og hópum sem verst hafa orðið úti í COVID krepp­unni.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem ASÍ sendi frá sér sam­hliða áherslum sam­bands­ins vegna kom­andi Alþing­is­kosn­inga. Í til­kynn­ing­unni segir að nýs þings bíði það verk­efni að byggja upp sam­fé­lagið eftir COVID krepp­una.

„Hvernig til tekst við þá upp­bygg­ingu skiptir launa­fólk og alla Íslend­inga miklu máli. Alþýðu­sam­band Íslands birtir í dag ákall til fram­bjóð­enda til Alþingis um að byggja sam­fé­lagið upp með sjálf­bærni, jöfnuð og jafn­rétti að leið­ar­ljósi. Því fylgir mikil ábyrgð að varða veg­inn frá far­aldri til far­sæld­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Sam­bandið fer fram á að þeir stjórn­mála­flokkar sem bjóða fram til Alþingis skýri áform sín í hús­næð­is­mál­um. Skortur sé á heild­ar­sýn í mála­flokkn­um. „Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur lagt sín lóð á vog­ar­skál­arnar í hús­næð­is­mál­um, en á sama tíma skortir heild­ar­sýn af hálfu stjórn­valda.“

Rétt­lát hlut­deild í verð­mætum rati til launa­fólks

Þá segir í til­kynn­ing­unni að ASÍ muni aldrei fall­ast á áform um að draga úr fram­lögum til heil­brigð­is­mála. Heil­brigð­is­kerfið hafi ekki náð að rétta úr kútnum eftir nið­ur­skurð eft­ir­hrunsár­anna. Sam­bandið styður þá stefnu að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga og „stýra flæð­inu úr kran­anum sem sér­fræði­læknar hafa einir aðgang að.“

Kallað er eftir því að rétt­lát hlut­deild í þeim verð­mætum sem skap­ast við breyt­ingar á vinnu­mark­aði rati til launa­fólks, um það snú­ist hug­myndin um rétt­lát umskipti. Mik­il­vægt sé að vinna gegn ójöfn­uði að mati sam­tak­anna, en ójöfn­uður er gjarnan fylgi­fiskur kreppa.

„Skipt­ing auðs í heim­inum er að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld. Mikil mis­skipt­ing auðs kemur öllu sam­fé­lag­inu illa. Á Íslandi eiga rík­ustu 5% lands­manna um 40% af allri hreinni eign í sam­fé­lag­inu og nýr auður ratar hlut­falls­lega mest til hinna ríku. Í sögu­legu ljósi ýta kreppur undir ójöfn­uð. Þess vegna verður að grípa til aðgerða til að draga úr ójöfn­uði og það verður eitt mik­il­væg­asta verk­efni nýrrar rík­is­stjórnar og nýkjör­ins Alþing­is. Sam­fé­lög jöfn­uðar eru sterk­ustu sam­fé­lög í heimi. ASÍ krefst þess að stjórn­mála­flokk­arnir skýri hvernig þeir ætla að vinna að auknum jöfn­uði á Ísland­i,“ segir í til­kynn­ingu ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent