Skipting auðs í heiminum að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld

ASÍ segir það eitt mikilvægasta verkefni nýkjörins Alþingis og ríkisstjórnar í haust vera að draga úr ójöfnuði. ASÍ birti í dag áherslur sínar vegna þingkosninga 2021.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðusamband Íslands hafnar svokallaðri niðurskurðaraðferð sem beitt var eftir hrunið, enda hafi hún hægt á efnahagsbatanum, ýtt undir ójöfnuð og aukið á fátækt. Þess í stað kallar ASÍ eftir skýrri sýn stjórnmálaflokka á afkomutryggingu, afkomuuppbyggingu og aðgerðum sem gagnast þeim landsvæðum og hópum sem verst hafa orðið úti í COVID kreppunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér samhliða áherslum sambandsins vegna komandi Alþingiskosninga. Í tilkynningunni segir að nýs þings bíði það verkefni að byggja upp samfélagið eftir COVID kreppuna.

„Hvernig til tekst við þá uppbyggingu skiptir launafólk og alla Íslendinga miklu máli. Alþýðusamband Íslands birtir í dag ákall til frambjóðenda til Alþingis um að byggja samfélagið upp með sjálfbærni, jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi. Því fylgir mikil ábyrgð að varða veginn frá faraldri til farsældar,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

Sambandið fer fram á að þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til Alþingis skýri áform sín í húsnæðismálum. Skortur sé á heildarsýn í málaflokknum. „Verkalýðshreyfingin hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í húsnæðismálum, en á sama tíma skortir heildarsýn af hálfu stjórnvalda.“

Réttlát hlutdeild í verðmætum rati til launafólks

Þá segir í tilkynningunni að ASÍ muni aldrei fallast á áform um að draga úr framlögum til heilbrigðismála. Heilbrigðiskerfið hafi ekki náð að rétta úr kútnum eftir niðurskurð eftirhrunsáranna. Sambandið styður þá stefnu að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og „stýra flæðinu úr krananum sem sérfræðilæknar hafa einir aðgang að.“

Kallað er eftir því að réttlát hlutdeild í þeim verðmætum sem skapast við breytingar á vinnumarkaði rati til launafólks, um það snúist hugmyndin um réttlát umskipti. Mikilvægt sé að vinna gegn ójöfnuði að mati samtakanna, en ójöfnuður er gjarnan fylgifiskur kreppa.

„Skipting auðs í heiminum er að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld. Mikil misskipting auðs kemur öllu samfélaginu illa. Á Íslandi eiga ríkustu 5% landsmanna um 40% af allri hreinni eign í samfélaginu og nýr auður ratar hlutfallslega mest til hinna ríku. Í sögulegu ljósi ýta kreppur undir ójöfnuð. Þess vegna verður að grípa til aðgerða til að draga úr ójöfnuði og það verður eitt mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar og nýkjörins Alþingis. Samfélög jöfnuðar eru sterkustu samfélög í heimi. ASÍ krefst þess að stjórnmálaflokkarnir skýri hvernig þeir ætla að vinna að auknum jöfnuði á Íslandi,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent