Skipting auðs í heiminum að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld

ASÍ segir það eitt mikilvægasta verkefni nýkjörins Alþingis og ríkisstjórnar í haust vera að draga úr ójöfnuði. ASÍ birti í dag áherslur sínar vegna þingkosninga 2021.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands hafnar svo­kall­aðri nið­ur­skurð­ar­að­ferð sem beitt var eftir hrun­ið, enda hafi hún hægt á efna­hags­bat­an­um, ýtt undir ójöfnuð og aukið á fátækt. Þess í stað kallar ASÍ eftir skýrri sýn stjórn­mála­flokka á afkomu­trygg­ingu, afkomu­upp­bygg­ingu og aðgerðum sem gagn­ast þeim land­svæðum og hópum sem verst hafa orðið úti í COVID krepp­unni.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem ASÍ sendi frá sér sam­hliða áherslum sam­bands­ins vegna kom­andi Alþing­is­kosn­inga. Í til­kynn­ing­unni segir að nýs þings bíði það verk­efni að byggja upp sam­fé­lagið eftir COVID krepp­una.

„Hvernig til tekst við þá upp­bygg­ingu skiptir launa­fólk og alla Íslend­inga miklu máli. Alþýðu­sam­band Íslands birtir í dag ákall til fram­bjóð­enda til Alþingis um að byggja sam­fé­lagið upp með sjálf­bærni, jöfnuð og jafn­rétti að leið­ar­ljósi. Því fylgir mikil ábyrgð að varða veg­inn frá far­aldri til far­sæld­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Sam­bandið fer fram á að þeir stjórn­mála­flokkar sem bjóða fram til Alþingis skýri áform sín í hús­næð­is­mál­um. Skortur sé á heild­ar­sýn í mála­flokkn­um. „Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur lagt sín lóð á vog­ar­skál­arnar í hús­næð­is­mál­um, en á sama tíma skortir heild­ar­sýn af hálfu stjórn­valda.“

Rétt­lát hlut­deild í verð­mætum rati til launa­fólks

Þá segir í til­kynn­ing­unni að ASÍ muni aldrei fall­ast á áform um að draga úr fram­lögum til heil­brigð­is­mála. Heil­brigð­is­kerfið hafi ekki náð að rétta úr kútnum eftir nið­ur­skurð eft­ir­hrunsár­anna. Sam­bandið styður þá stefnu að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga og „stýra flæð­inu úr kran­anum sem sér­fræði­læknar hafa einir aðgang að.“

Kallað er eftir því að rétt­lát hlut­deild í þeim verð­mætum sem skap­ast við breyt­ingar á vinnu­mark­aði rati til launa­fólks, um það snú­ist hug­myndin um rétt­lát umskipti. Mik­il­vægt sé að vinna gegn ójöfn­uði að mati sam­tak­anna, en ójöfn­uður er gjarnan fylgi­fiskur kreppa.

„Skipt­ing auðs í heim­inum er að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld. Mikil mis­skipt­ing auðs kemur öllu sam­fé­lag­inu illa. Á Íslandi eiga rík­ustu 5% lands­manna um 40% af allri hreinni eign í sam­fé­lag­inu og nýr auður ratar hlut­falls­lega mest til hinna ríku. Í sögu­legu ljósi ýta kreppur undir ójöfn­uð. Þess vegna verður að grípa til aðgerða til að draga úr ójöfn­uði og það verður eitt mik­il­væg­asta verk­efni nýrrar rík­is­stjórnar og nýkjör­ins Alþing­is. Sam­fé­lög jöfn­uðar eru sterk­ustu sam­fé­lög í heimi. ASÍ krefst þess að stjórn­mála­flokk­arnir skýri hvernig þeir ætla að vinna að auknum jöfn­uði á Ísland­i,“ segir í til­kynn­ingu ASÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent