Skipting auðs í heiminum að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld

ASÍ segir það eitt mikilvægasta verkefni nýkjörins Alþingis og ríkisstjórnar í haust vera að draga úr ójöfnuði. ASÍ birti í dag áherslur sínar vegna þingkosninga 2021.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðusamband Íslands hafnar svokallaðri niðurskurðaraðferð sem beitt var eftir hrunið, enda hafi hún hægt á efnahagsbatanum, ýtt undir ójöfnuð og aukið á fátækt. Þess í stað kallar ASÍ eftir skýrri sýn stjórnmálaflokka á afkomutryggingu, afkomuuppbyggingu og aðgerðum sem gagnast þeim landsvæðum og hópum sem verst hafa orðið úti í COVID kreppunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér samhliða áherslum sambandsins vegna komandi Alþingiskosninga. Í tilkynningunni segir að nýs þings bíði það verkefni að byggja upp samfélagið eftir COVID kreppuna.

„Hvernig til tekst við þá uppbyggingu skiptir launafólk og alla Íslendinga miklu máli. Alþýðusamband Íslands birtir í dag ákall til frambjóðenda til Alþingis um að byggja samfélagið upp með sjálfbærni, jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi. Því fylgir mikil ábyrgð að varða veginn frá faraldri til farsældar,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

Sambandið fer fram á að þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til Alþingis skýri áform sín í húsnæðismálum. Skortur sé á heildarsýn í málaflokknum. „Verkalýðshreyfingin hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í húsnæðismálum, en á sama tíma skortir heildarsýn af hálfu stjórnvalda.“

Réttlát hlutdeild í verðmætum rati til launafólks

Þá segir í tilkynningunni að ASÍ muni aldrei fallast á áform um að draga úr framlögum til heilbrigðismála. Heilbrigðiskerfið hafi ekki náð að rétta úr kútnum eftir niðurskurð eftirhrunsáranna. Sambandið styður þá stefnu að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og „stýra flæðinu úr krananum sem sérfræðilæknar hafa einir aðgang að.“

Kallað er eftir því að réttlát hlutdeild í þeim verðmætum sem skapast við breytingar á vinnumarkaði rati til launafólks, um það snúist hugmyndin um réttlát umskipti. Mikilvægt sé að vinna gegn ójöfnuði að mati samtakanna, en ójöfnuður er gjarnan fylgifiskur kreppa.

„Skipting auðs í heiminum er að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld. Mikil misskipting auðs kemur öllu samfélaginu illa. Á Íslandi eiga ríkustu 5% landsmanna um 40% af allri hreinni eign í samfélaginu og nýr auður ratar hlutfallslega mest til hinna ríku. Í sögulegu ljósi ýta kreppur undir ójöfnuð. Þess vegna verður að grípa til aðgerða til að draga úr ójöfnuði og það verður eitt mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar og nýkjörins Alþingis. Samfélög jöfnuðar eru sterkustu samfélög í heimi. ASÍ krefst þess að stjórnmálaflokkarnir skýri hvernig þeir ætla að vinna að auknum jöfnuði á Íslandi,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent