Búið er að stofna Facebook-síðu undir fyrirsögninni: „Ólafur Ragnar Grímsson - forseti til 2016.“ Síðunni var hleypt af stokkunum síðdegis í gær, og er mjög áþekk Facebook-síðu sem Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, setti í loftið í gærmorgun þar sem Ólafur Ragnar er hvattur til að bjóða sig fram til áframhaldandi setu á Bessastöðum.
Hausinn á Facebook-síðunni þar sem Ólafur Ragnar er hvattur til að bjóða sig aftur fram.
Hausinn á Facebook-síðunni þar sem Ólafur Ragnar er hvattur til að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs.
Í lýsingu fyrrgreindu síðunnar stendur: „Við þökkum Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir störf hans en hvetjum hann eindregið til að bjóða sig ekki fram til embættis á næsta ári heldur láta gott heita.“
Þegar þessi frétt er skrifuð höfðu 863 lækað stuðningssíðu Ólafs Ragnars, og 146 síðuna þar sem hann er hvattur til að bjóða sig ekki aftur fram til embættis forseta Íslands.