Nokkrar athyglisverðar staðreyndir um Super Bowl leikinn

h_51771920-1.jpg
Auglýsing

Super Bowl, eða úrslita­leik­ur­inn um Ofur­skál­ina svoköll­uðu, fer fram í kvöld þegar ruðn­ings­liðin New Eng­land Pat­riots og Seattle Sea­hawks leiða saman hesta sína á leik­vangi háskól­ans í Phoen­ix.

Um er að ræða stærsta íþrótta­við­burð Banda­ríkj­anna ár hvert, en sýn­ingin í hálf­leik er jafnan stór­feng­leg. Í ár verður sýn­ingin í höndum popp­stjarn­anna Katy Perry og Missi Elliott.

Aðeins á þakk­ar­gjörð­ar­dag­inn inn­byrða Banda­ríkja­menn meira af mat en á sjálfan ofur­skálar-sunnu­dag­inn. Sam­kvæmt skemmti­legri sam­an­tekt banda­rísku ABC sjón­varps­stöðv­ar­innar um neyslu Banda­ríkja­manna á Super Bowl sunnu­deg­in­um, inn­byrðir meðal banda­ríkja­mað­ur­inn um 2.000 kalor­íur á meðan á úrslita­leiknum stend­ur. Í sam­an­tekt ABC kemur jafn­framt fram að um 1,5 millj­ónir Banda­ríkja­manna muni ekki mæta í vinn­una í fyrra­málið sökum „veik­inda“ og 4,4 millj­ónir verði seinar í vinn­una.

Auglýsing

Sam­an­tekt ABC má sjá hér að neð­an.

Fyrir utan leik­inn sjálfan ríkir jafnan tölu­verð eft­ir­vænt­ing fyrir sjón­varps­aug­lýs­ing­unum sem fylgja útsend­ingu Ofur­skálar­inn­ar. Mörg stærstu fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna slást um að tryggja sér pláss í aug­lýs­inga­hléum útsend­ing­ar­inn­ar, en um 30 sek­úndna aug­lýs­inga­pláss hjá NBC, sem sendir út leik­inn, kostar um 4,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða röskar 600 millj­ónir íslenskra króna.

Aug­lýsendur veigra sér ekki við að reiða fram fjár­hæð­ina, enda horfðu um 112 millj­ónir á síð­asta Super Bowl leik. Aug­lýs­ing­arnar sem sýndar verða í kvöld eru komnar á netið og áhuga­samir geta barið þær augum hér, í umfjöllun ABC um Ofur­skál­ina.

 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None