Heldur úti ítarlegri upplýsingaveitu um fasteignamarkaðinn

10191521713-a0fe08b602-z.jpg
Auglýsing

Þröstur Svein­björns­son, hag­fræð­ingur og for­rit­ari, hefur um nokk­urra ára skeið haldið úti vef­síð­unni Lana­reikn­ir.­is. Á síð­unni eru upp­lýs­ingar um nær allt það sem við­kemur fast­eigna­mark­að­inum og fast­eigna­lán­um, meðal ann­ars ásett með­al­verð fast­eigna skipt eftir hverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þróun fast­eigna­verðs sam­kvæmt nýj­ustu opin­beru gögnum og reikni­vélar fyrir mis­mun­andi lána­form. Þá eru einnig upp­lýs­ingar um þau kjör sem við­skipta­bank­arnir eru að bjóða og nýj­ustu efna­hags­frétt­ir.

Þröstur segir hug­mynd­ina fyrst hafa kviknað þegar hann starf­aði hjá Umboðs­manni skuld­ara fyrir nokkrum árum. „Ég fékk spurn­ingar um kosti verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána og fór þá að vinna að þessu verk­efni. Ég bjó til reikni­vélar sem sýndu mun­inn á mis­mun­andi lána­formun­um.“

Auglýsing


Reikni­vél­arnar er allar að finna inn á lána­reikn­ir.­is. Vef­síðan  hefur þó tekið tölu­verðum breyt­ingum og er nú heild­stæð­ari fast­eigna­vefur en áður. Þröstur vinnur að enn frek­ari breyt­ingum og stefnir á að setja þær loftið innan tíð­ar.

Sýnir verð­þróun eftir hverfum

Lána­reikn­ir.is not­ast við opin­berar upp­lýs­ingar Þjóð­skrár um verð­þróun á fast­eigna­mark­að­inum og einnig  fast­eigna­vefi Vísis og Mbl.­is. Til dæmis er hægt að sjá að í dag er ásett með­al­verð á fast­eign til sölu í Aust­ur­bænum um 40,3 millj­ónir króna. Alls eru 237 íbúðir til  sölu á svæð­inu.  Fer­metra­verð þeirrar dýr­ustu er 720 þús­und krónur en fer­metra­verð þeirrar ódýr­ustu er 243 þús­und krón­ur. Upp­lýs­ing­arnar upp­fær­ast dag­lega.Hægt er að sækja sam­bæri­legar upp­lýs­ingar fyrir öll hverfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins auk þess sem nákvæm stað­setn­ing hverrar íbúðar birt­ist á korti með­ helstu upp­lýs­ingum um stærð og gerð.Kjara­samn­ing­arnir skipta máliFast­eigna­verð hækk­aði um tæp 10% á síð­asta ári og spá sumir grein­ing­ar­að­ilar að slíkar hækk­anir haldi áfram næstu árin . Spurður um eigin sýn á þró­un­ina segir Þröstur að í sam­an­burði við mark­að­inn fyrir hrun þá sé fjöldi samn­inga langt frá því sem þá þekkt­ist, þótt velta á mark­aði sé nú á svip­uðum stað. „Þannig er velta á hvern samn­ing að aukast. Það er vert að hafa í huga að inn­koma fast­eigna­sjóða hefur haft áhrif. Þeir hafa að stærstum hluta fjár­fest mið­svæðis í Reykja­vík og ef borið er saman ásett verð á þessu svæði og raun­verð frá Þjóð­skrá, þá má sjá að hækk­unin hefur verið mest mið­svæð­ið.

Verðbreytingar og velta á fasteignamarkaðinum 2014. Verð­breyt­ingar og velta á fast­eigna­mark­að­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2007 til 2014.

Hvað áfram­hald­andi þróun varðar segir Þröstur að ytri horfur skipti miklu máli. „Ef verð­bólgan er áfram lág og vextir lækka þá er lík­legt að fast­eigna­verð hækki í takt við það. Ef kaup­mátt­ar­þró­unin verður hag­felld þá eykst greiðslu­geta fólks. Kom­andi kjara­samn­ingar skipta því mjög miklu máli, hvort þeir heppn­ist þannig að kaup­máttur eykst, en að launa­hækk­anir fari ekki allar út í verð­lag­ið,“ segir Þröst­ur. Hann telur þetta miklu máli skipta og talar fyrir hóf­legum hækk­unum fast­eigna­verðs „Skulda­leið­rétt­ingin getur einnig haft jákvæð áhrif, þar sem greiðslu­byrði fólks lækk­ar. Ég sé þó ekki að þau áhrif verði eins mikil og sumir hafa viljað af láta, þótt lækk­unin geti vissu­lega hjálp­að.“Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 5. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None