Skorar á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til forseta Íslands

15247571896-249601b780-z.jpg
Auglýsing

Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Hægri grænna, hefur stofnað Facebook síðu undir fyrirsögninni: Ólafur Ragnar Grímsson forseta til 2020. Guðmundur stofnaði síðuna í morgun, og til þessa hafa 33 einstaklingar lækað síðuna.

Eins og kunnugt er situr Ólafur Ragnar Grímsson nú sitt fimmta kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Í frægri áramótaræðu ýjaði forsetinn að því að hann myndi ef til vill ekki sitja út kjörtímabilið, en í nýlegu viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni tók hann af allan vafa um það að hann ætlar að sitja út kjörtímabilið sem rennur sitt skeið á næsta ári. Aðspurður um hvort hann hyggist bjóða sig fram í sjötta sinn í lok kjörtímabilsins, en þá mun hann hafa gegnt stöðu forseta Íslands í tuttugu ár, útilokaði Ólafur Ragnar Það ekki.

Ólafur Ragnar besti kosturinn


Guðmundur Franklín, sem fékk um 18.000 læk á Facebook síðu sem hann stofnaði um árið þar sem hann hvatti forsetann til að samþykkja ekki Iceasave-samninginn, segir tilgang síðunnar sem hann stofnaði í dag vera að skora á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram einu sinni enn.

„Mér finnst eins og fólk sé búið að afskrifa Ólaf Ragnar, en hann er að sjálfsögðu ennþá kandídat númer eitt, og er hagkvæmasti kosturinn. Að sjálfsögðu koma margir til greina eins og til dæmis Jón Gnarr, Egill Helgason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Eldjárn og fleiri, sem er allt afbragðsfólk,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Kjarnann. Aðspurður um hvernig honum lítist á Jón Gnarr, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, svaraði Guðmundur: „Mér líst vel á Jón Gnarr, hans tími mun koma.“

Auglýsing

Í síðustu Alþingiskosningum kom í ljós að Guðmundur var ekki á kjörskrá á Íslandi og þar með ekki kjörgengur í kosningunum. Málið var hið vandræðalegasta fyrir þáverandi formann Hægri grænna sem segir í samtali við Kjarnann að hann sé nú kominn á kjörskrá.

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None