Vísindamenn sem rannsakað hafa steingvervinga hafa komist að því að kynlíf, sem mannkynið hefur notað til að ylja, gleðja og auðvitað fjölga sér, hafi verið „fundin upp“ af fornri fiskitegund sem var uppi fyrir um 385 milljón árum við Skotland. The Guardian greinir frá þessu.
Uppgötvunin þykir mikilvægt skref við að kortlegja þróun fjölgunar lífvera með kynlíf tveggja aðila. Samkvæmt henni þróaðist á karlkynsfiski tegundarinnar Microbrachius dicki, sem var uppi við Skotlandi fyrir 385 milljónum ára, L-laga kynfæri sem hann notaði til að koma sæði til kvenkyns-fiska af sömu tegund. Kvenkyns-fiskarnir þróuðu samhliða með sér lítil bein sem þær notuðu til að skorða L-laga kynfæri karlkyns-fisksins þegar mökun átti sér stað.
Fiskarnir sem um ræðir voru snonefndir brynháfar (e. placoderm) sem höfðu beinplötur á haus og brjósti sér til varnar en afturhlutinn var óbrynjaður. Lengi vel var talið að brynháfarnir hefðu dáið út og ættu sér ekki afkomendur í nútímanum. Þeir voru hins vegar hryggdýr og erunú taldir af mörgum vera elstu forfeður mannsins. Brynháfarnir voru nefnilega með kjálka, tennur og paraða útlimi, alveg eins og maðurinn. Og nú telja vísindamenn að þeir hafi líka fært okkur kynlífið.