Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt

Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins höfðu skuldir íslenskra fyr­ir­tækja dreg­ist saman um 5,5 pró­sent að raun­virði á síð­ustu tólf mán­uð­um. Þar skipti mestu máli að gengi íslensku krón­unnar styrkt­ist umtals­vert á tíma­bil­inu, en rúm­lega þriðj­ungur skulda íslenskra fyr­ir­tækja er í erlendum gjald­miðl­u­m. 

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Seðla­banki Íslands sendi fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn og hefur verið birt á vef bank­ans. 

Þar segir enn fremur að  sé leið­rétt fyrir geng­is- og verð­lags­á­hrifum mæld­ist 0,1 pró­sent vöxtur á skuldum fyr­ir­tækja. „Nýjar lán­veit­ingar til fyr­ir­tækja hafa auk­ist lít­il­lega á síð­ustu mán­uðum en enn virð­ist eft­ir­spurn fyr­ir­tækja eftir lánsfé vera tak­mörk­uð. Borið hefur á auknum til­færslum fyr­ir­tækja­lána frá banka­kerf­inu til ann­arra lán­veit­enda. Umfangið er þó enn fremur lít­ið.“

Lán­uðu frekar til íbúð­ar­kaupa

Kerf­is­­lega mik­il­vægu bank­­arnir þrír: Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki og Arion banki hafa ekki verið að lána sem neinu nemur til fyr­ir­tækja frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Þess í stað hafa þeir nýtt stór­aukið svig­rúm til útlána, sem fékkst með tíma­bundnu afnámi sveiflu­jöfn­un­ar­auka, til að lána til íbúð­ar­kaupa ein­stak­linga. Tólf mán­aða raun­vöxtur skulda heim­il­anna var 6,5 pró­sent í lok sept­em­ber.

Auglýsing
Allt árið í fyrra lán­uðu kerf­is­lega mik­il­vægir bankar á Íslandi sam­­tal fyr­ir­tækjum lands­ins 7,8 millj­­arða króna nettó. Til sam­an­­burðar var nettó heild­­ar­um­­fang nýrra útlána 105 millj­­arðar króna árið 2019 og tæp­­lega 209 millj­­arðar króna árið 2018, þegar bank­­arnir lán­uðu fyr­ir­tækjum lands­ins 27 sinnum meira en í fyrra.

Í sumar virt­ist sem að útlána­gleði banka til fyr­ir­tækja væri að glæðast, en í júlí­mán­uði lán­uðum bankar lands­ins 15,6 millj­arða króna til slíka. Ástandið var þó skamm­vinnt og næstu þrjá mán­uði á eftir dróg­ust útlán banka til fyr­ir­tækja saman um rúm­lega níu millj­arða króna. 

Vaxta­munur gæti auk­ist á ný

Vaxta­munur er mun­­ur­inn á þeim vöxtum sem bank­­arnir greiða fólki og fyr­ir­tækjum fyrir inn­­lán sem þau geyma hjá þeim og vöxt­unum sem þeir leggja á útlán. Bank­­arnir hafa stærstan hluta hagn­aðar síns af hon­­um.

Í áður­nefndu minn­is­blaði Seðla­banka Íslands segir að vaxta­munur banka hafi minnkað í kjöl­far þess að bank­inn hóf skarpa lækkun stýri­vaxta í fyrra­vor. Sú lækkun var þó ekki stór­kost­leg. Til að mynda var vaxta­munur stóru bank­anna þriggja var á bil­inu 2,4-2,7 pró­­sent á fyrri helm­ingi yfir­­stand­andi árs, sem er mjög svipað og hann var á árinu 2020, þegar hann var 2,7 pró­­sent að með­­al­tali. Til sam­an­burðar er vaxta­munur hjá stórum nor­rænum bönkum undir einu pró­­senti, sam­­kvæmt því sem fram kemur í árs­­riti Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja.

Seðla­bank­inn hefur hækkað stýri­vexti nokkuð skarpt síð­ustu mán­uði, úr 0,75 pró­sent í maí í tvö pró­sent nú. Í minn­is­blaði Seðla­bank­ans til fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar segir að „vaxta­munur bank­anna gæti auk­ist á ný sam­hliða hækkun á meg­in­vöxtum Seðla­bank­ans sem ætti að styrkja stöðu bank­anna enn frek­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent