Það hefur vart farið framhjá neinum að nú er tekist á fyrir dómstólum um lögmæti verðtryggingarinnar. Leitað hefur verið til EFTA-dómstólsins vegna málanna og búist er við því að hann svari nokkrum spurningum vegna þeirra innan skamms. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af þessu og flestir Íslendingar virðast hafa sterkar skoðanir á blessaðri verðtryggingunni og afleiðingum hennar.
Málið er auðvitað flókið og gæti leitt til margra mögulegra niðurstaðna. En það er líka líkast til eitt það mikilvægasta sem Íslendingar standa frammi fyrir vegna þess að niðurstaða þess gæti breytt íslenskri tilveru. Það getur látið skuldir einstaklinga hverfa, en það gæti sömuleiðis sett ríkissjóð því næst sem á hausinn. Það getur líka eyðilagt íslenska lífeyrissjóðakerfið.
Lestu umfjöllun um málið í heild sinni í nýjustu útgáfu Kjarnans.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_10/8[/embed]