Skúli Mogensen: Ísland mun tapa 100-200 milljörðum vegna seinagangs stjórnvalda

skulimoege.jpg
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og aðal­eig­andi WOW air, segir að Ísland muni tapa á milli 100 og 200 millj­örðum króna á seina­gangi íslenskra stjórn­valda í inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu. Kefla­vík­ur­flug­völlur sé þegar sprungin og frá árunum 2017 eða 2018 þurfi flug­rek­endur að draga veru­lega úr vexti sínum vegna þess að flug­völl­ur­inn geti ekki tekið á móti fleiri far­þeg­um. Skúli segir upp­bygg­ingu í Hvassa­hrauni ekki raun­hæfa og telur að það verði að hefja mynd­ar­lega upp­bygg­ingu í Kefla­vík til að tak­marka það tjón sem þegar er ljóst að verði vegna aðgerð­ar­leysis stjórn­valda. Þetta kemur fram í við­tali við Skúla í Við­skipta­Mogg­anum í dag.

Of seint að forða tjón­inu



Skúli segir of seint að forða því tjóni sem seina­gangur viðað mæta hinni miklu fjölgun sem orðið hefur á ferða­mönnum hér­lendis á síð­ustu miss­er­um. Hann segir stærstu hindrun ferða­þjón­ust­unar á Íslandi ekki vera sam­keppni, skort á tæki­færum eða fólki, stað­setn­ingu eða getu­leysi til að taka við ferða­mönnum og dreifa þeim um land­ið. Stærsta hindr­unin sé Kefla­vík­ur­flug­völlur og stjórn­sýslan á Íslandi. "Það að við séum enn að vand­ræð­ast með áætl­anir um fjölgun ferða­manna sem byggj­ast á ein­hverjum skýrslum frá McK­insey og Boston Consulting Group er alveg hræði­legt. Við erum að vasast með far­þeg­a­spár frá þessum ágætu herra­mönn­um, sem fengu stórfé til að búa til sín gögn, sem urðu úreltar innan tólf mán­aða. Það sem þeir áætl­uðu að yrði fimm ára vöxtur var orðið að veru­leika innan árs. Því miður hafa inn­lendar spár verið lítið betri og enn er það þannig að far­þeg­a­spár Sam­taka ferðaþjón­ust­unnar og Isa­via hafa verið allt of var­kárar sem hægir á öllum fjár­fest­ing­um. Þetta var skilj­an­legt að ein­hverju leyti fyrir nokkrum árum en er óaf­sak­an­legt í dag."

Miklu stærra en tap sjáv­ar­út­veg­ar­ins vegna Rúss­lands



Skúli bendir á að allt hafi farið á hlið­ina í íslensku sam­fé­lagi nýverið þegar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins sáu fram á að missa nokkra millj­arða króna í tekjur vegna við­skipta­banns sem Rúss­land setti á íslensk mat­væli. Þá hafi verið skipuð neyð­ar­nefnd og rætt um að greiða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum miska­bæt­ur. Staðan í ferða­þjón­ust­unni sé hins vegar þannig að Kefla­vík­ur­flug­völlur sé sprungin og í nán­un­ustu fram­tíð muni WOW og aðrir flug­rek­endur þurfa að draga veru­lega úr vexti sínum þar sem flug­völl­ur­inn getur ekki tekið við fleir­um. "Þá þurfum við að bíða eftir nýjum velli sem verður von­andi til­bú­inn 2021. Tap Íslands af þessum seina­gangi verður ekki minna en 100 millj­arðar og senni­lega nær 200 millj­örð­um. Það er ótækt að þetta sé á höndum margra aðila í stjórn­sýsl­unni og rík­is­stjórnin verður að grípa til aðgerða til að forða frekara tjóni.

Sem dæmi þá er það í engu til­liti raun­hæft að ætla sér að hefja upp­bygg­ingu á nýjum flug­velli mitt á milli Kefla­víkur og Reykja­vík­ur. Það verður að byggja upp í Kefla­vík og gera það mynd­ar­lega. Að ráð­ast í það að reisa nýjan völl mun kosta miklu meiri pen­inga og það mun taka svo langan tíma að tjónið verður löngu orðið að veru­leika þegar hann verður tek­inn í gagn­ið."

Stór­iðju­stefnan glóru­laus



Skúli bendir á að ferða­þjón­usta sé orðin stærsta útflutn­ings­grein þjóð­ar­inn­ar. Á næsta ári megi búast við að gjald­eyr­is­tekjur vegna hennar verði vel yfir 400 millj­arðar króna á ári. Til sam­an­burðar þá eru gjald­eyr­is­tekj­urnar af sjáv­ar­út­veg­inum rúmir 240 millj­arðar og heild­ar­tekjur allrar stór­iðju í land­inu er um 230 millj­arð­ar. Ferða­þjón­ustan er orðin miklu stærri hér á landi en öll álver, kís­il­ver og járn­blendi saman lögð.

Skúli hefur verið mjög gagn­rýn­inn á frek­ari stór­iðju­upp­bygg­ingu. Hann hafi haft samúð með því þegar stór­iðja var byggð upp hér­lendis á sjö­unda ára­tugnum en nú sé staðan gjör­breytt. "Núna er stór­iðjan orðin mjög stór og hún hefur verið byggð upp á ódýrri raf­orku og slakri umhverfispóli­tík. Nú er staðan hins vegar breytt og engin ástæða til að halda áfram á þeirri veg­ferð. Stór­iðju­stefnan er búin að malla svo lengi í kerf­inu að það er kom­inn mik­ill póli­tískur þrýst­ing­ur. Það er enda­laust af verk­fræði­stof­um, lög­fræði­stof­um, fjár­mála­stofn­unum og allskyns sér­fræð­ingum sem hafa hag af því að við­halda þess­ari nálg­un. Þetta er hins vegar glóru­laust.

Auglýsing

Ég full­yrði að hver sá sem gæfi sér tíma til að kynna sér þetta, meira að segja óháð nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið­um, myndi sjá að þetta er glóru­laus nálgun og við erum að fórna mun stærri hags­munum og tekju­mögu­leikum fyrir minni. Enn er helsta rétt­læt­ingin fyrir áfram­hald­andi stór­iðju að hún skapi störf en stað­reyndin er sú að atvinnu­leysi er í lág­marki og það eina sem mun ger­ast er að við munum þurfa að flytja inn þús­undir ómennt­aðra far­and­verka­manna, sem skilja lítið sem ekk­ert eftir sig, til að vinna þessi lág­launa­störf. Það er sorg­legt að það séu enn þá ráð­herrar sem full­yrða það að það sé for­senda fyrir áfram­hald­andi hag­vexti á Íslandi að það sé stofnað til nýrrar stór­iðju og fleiri virkj­anir reist­ar."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None