Smákafbátur, sem er tuttugu metrar á lengd og um þrír metrar á breidd, hefur fundist innan sænskrar lögsögu. Báturinn virðist ekki hafa orðið fyrir neinum sjáanlegum skemmdum en sænsk stjórnvöld rannsaka nú hvaðan hann kom og hvað hefur komið fyrir hann. Á bilinu þrír til sex geta verið í áhöfn á báti sem þessum. Frá þessu er greint í ýmsum sænskum miðlum.
Öryggisráðgjafinn Joakim Von Braun segir í samtali við vef Expressen að báturinn geti vel verið rússneskur. Rússnesk stjórnvöld hafa þegar neitað því að svo sé.
#Kremlin denies #Russia has lost a small submarine near Sweden, says it's probably something the Pro-Russian locals of Aland have built
Auglýsing
— Sputnik (@Sputnik_Intl) July 27, 2015
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu vegna málsins á vef Expressen hér að neðan.
Mögulegt er talið að um sé að ræða kafbátinn sem mikil leit fór fram að í október síðastliðnum. Þá beindust öll spjót af Rússum sem höfnuðu því alfarið. Kjarninn fjallaði ítarlega um málið, sem minnti meira á James Bond-bíómynd en raunveruleikann, í fréttaskýringu í fyrrahaust.