rsz_h_52200769.jpg
Auglýsing

Flótta­fólk sem kemur til Þýska­lands og ætlar áfram til Sví­þjóð­ar, Nor­egs eða Finn­lands þarf ekki að fara um Dan­mörku til að kom­ast á áfanga­stað. Í gær fór fjöldi fólks með ferjum frá Rostock og Kíl til Gauta­borgar og Trelle­borgar við Eyr­ar­sund. Á þennan hátt sleppur fólk við að fara um danskt land­svæði á leið sinni. Nokkur hund­ruð Sýr­lend­ingar voru um borð í ferjum sem héldu frá Þýska­landi til Sví­þjóðar í gær­kvöldi.

Eins og mikið hefur verið fjallað um í fréttum und­an­farna daga hefur tals­vert á fjórða þús­und flótta­fólks, einkum frá Sýr­landi en einnig fleiri lönd­um, farið frá Þýska­landi yfir landa­mærin til Dan­merkur en ekki kom­ist lengra. Danska lög­reglan hefur stöðvað för þess, ýmist í Pad­borg á Suð­ur­-Jót­landi eða í Rødby á Lálandi. Danska lög­reglan var engan veg­inn búin undir komu þessa mikla fjölda og eng­inn virt­ist almenni­lega vita hvað ætti að gera. Sam­kvæmt Dyfl­in­ar­reglu­gerð­inni á það fólk sem kemur frá Þýska­landi þegar að vera skráð, annað hvort þar eða í öðru landi en sú hefur ekki reynst raun­in. Þjóð­verjar ákváðu sem kunn­ugt er að hleypa þús­undum flótta­fólks inn í landið án þess að skrán­ing færi fram. Hluti þessa hóps hefur svo komið til Dan­merkur en verið stöðv­aður þar.

Flóttafólk á göngu í Danmörku, til að reyna að komast til Svíþjóðar, fyrr í vikunni. MYND: EPA Flótta­fólk á göngu í Dan­mörku, til að reyna að kom­ast til Sví­þjóð­ar, fyrr í vik­unni. MYND: EPA

Auglýsing

Ringul­reið



Ringul­reið lýsir best ástand­inu sem ríkt hefur við dönsku landa­mærin síðan um helgi. Tæp­lega 700 manns úr þessum hópi (vel á fjórða þús­und) sem kom um helg­ina vilja gjarna setj­ast að í Dan­mörku. Mál þess fólks fer ákveðna leið. Stærsti hluti hóps­ins vildi hins vegar ekki láta skrá sig hér í Dan­mörku og þá tók við ákveðið þrá­tefli. Sumir féllust á að láta fyr­ir­ber­ast í íþrótta- og skóla­húsum við landa­mær­in, án þess að vera skráð­ir, aðrir neit­uðu að yfir­gefa járn­braut­ar­lest­irnar sem stóðu á braut­ar­stöðv­um, enn aðrir tóku ein­fald­lega til fót­anna og héldu áfram ferð­inni á tveimur jafn­fljót­um.

Í gær­morgun gerð­ist svo það að lög­reglan hvarf á braut, ef svo mætti segja og allir þeir sem hafst höfðu við í járn­braut­ar­lest­unum og íþrótta­hús­unum hurfu á braut. Margir með kunn­ingjum eða sjálf­boða­liðum sem fjöl­mennt höfðu á landa­mær­unum og biðu þar átekta. Þegar spurt var hvers vegna lög­reglan hefði svo skyndi­lega snúið við blað­inu voru svörin þau að lög heim­ili ekki að erlendum ein­stak­lingi sé haldið lengur en 72 klukku­stundir án þess að úrskurðað sé með ein­hverjum hætti í málum við­kom­andi. Þess vegna hafi lög­reglan ekki átt ann­arra kosta völ en láta flótta­fólkið afskipta­laust, sleppa því með öðrum orð­um. Danskir fjöl­miðlar segja stjórn­mála­menn­ina hafa talað út og suð­ur, for­sæt­is­ráð­herr­ann hafi sagt eitt, inn­flytj­enda­ráð­herr­ann annað og lög­reglan orðið að taka ákvarð­anir án þess að fá stuðn­ing eða ráð­legg­ingar ráða­manna. Fjöl­miðl­arnir eru þó sam­mála um að lög­reglan hafi staðið sig vel við erf­iðar aðstæð­ur. Í gær­kvöld var allt með kyrrum kjörum bæði í Rødby og Pad­borg og lög­reglu­þjónn á vakt í Rødby sagði að þar væri tals­verður fjöldi sjálf­boða­liða á bílum en hins vegar ekk­ert flótta­fólk.

Svíar ósáttir við Dani



Svíar eru síður en svo ánægðir með að Danir hleypi fólki gegnum landið án skrán­ing­ar. Sænski for­sæt­is­ráð­herrann, Stefan Löf­ven lýsti undrun sinni yfir þeirri ákvörðun Dana og sagði að þetta gengi þvert gegn því sem danski for­sæt­is­ráð­herrann, Lars Løkke Rasmus­sen, hefði sagt. Lars Løkke hefur hins­vegar sagt að Danir hafi ekki átt ann­arra kosta völ en leyfa fólki að fara sína leið en ítrek­aði jafn­framt að finna yrði sam­eig­in­lega evr­ópska lausn.

Þurfa ekki að fara um Dan­mörku



Í gær var eins og sumir úr hópi flótta­fólks hefðu skyndi­lega áttað sig á því að ekki væri nauð­syn­legt fyrir þá að fara um Dan­mörku. Það ganga, eða sigla rétt­ara sagt, ferjur milli Þýska­lands og Sví­þjóð­ar, til dæmis frá Rostock og Kíl til Gauta­borgar og Trelle­borg­ar. Þeir sem sigla með þessum ferjum stíga því ekki fæti á danska grund. Í gær völdu nokkur hund­ruð flótta­menn þennan kost. Skipa­fé­lögin sem halda úti ferjum á þessum leiðum búast við mik­illi fjölgun far­þega á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None