„Snýst ekkert um að við þurfum meiri orku“ – heldur hvernig við forgangsröðum

Þingflokksformaður Pírata og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra voru ekki sammála um ágæti nýrrar skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum á þingi í dag.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

„Við þurfum ekki að virkja meira en við þurfum að for­gangs­raða betur í þágu nátt­úr­unn­ar, í þágu fram­tíð­ar­kyn­slóða en ekki í þágu skamm­tíma­gróða og hag­vaxt­ar. Hvað ætlar hæst­virtur ráð­herra að gera annað en að botn­virkja Ísland í þágu stór­iðj­unn­ar? Það er spurn­ingin mín. Hvað ætlar hann að ger­a?“

Þetta voru meðal spurn­inga sem Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata spurði Guð­laug Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í dag.

Ráð­herr­ann brást ókvæða við og sagði meðal ann­ars að það væru honum mikil von­brigði ef þing­flokkur Pírata ætl­aði að tala gegn aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Auglýsing

Rödd nátt­úru­verndar í mýflugu­mynd við gerð skýrsl­unnar

Hall­dóra hóf fyr­ir­spurn sína á því að minn­ast á nýja skýrslu um stöðu og áskor­anir í orku­málum með vísan til mark­miða og áherslna stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

„Mark­miðið var að draga fram stað­reyndir á grund­velli fag­legra sjón­ar­miða og upp­lýs­inga á sviði orku­mála á aðgengi­legu formi til upp­lýs­ingar fyrir stjórn­völd, hag­að­ila og almenn­ing. En fag­legu sjón­ar­miðin náðu ekki lengra en svo að höf­undar græn­bók­ar­innar leggja ekki neitt sjálf­stætt mat á sviðs­myndir heldur eru sviðs­myndir skýrsl­unnar upp­settar af orku­fyr­ir­tækjum sem skil­uðu inn útreikn­uðum sviðs­myndum sem voru, afsakið slett­una, for­seti, bara „copy-p­eist­að­ar“ inn í skýrsl­una.

For­maður hóps­ins sem vann græn­bók­ina talar um að á næstu 18 árum þurfi að reisa ígildi fimm Kára­hnjúka­virkj­ana á Íslandi. Stefnan er að stækka hag­kerfið á ógn­ar­hraða, keyra upp hag­vöxt­inn sam­hliða orku­skipt­um. Á meðan aðrar þjóðir heims eru að breyta neyslu­venj­um, umbylta sam­göngu­kerfum og aðlaga sam­fé­lag sitt að lofts­lags­breyt­ingum ætla íslensk stjórn­völd að nýta sér ferð­ina og nota orku­skiptin til að stækka stór­iðj­una og keyra upp hag­vöxt­inn. Rödd nátt­úru­verndar var í mýflugu­mynd við gerð skýrsl­unnar enda fengu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök nán­ast engan tíma til að bregð­ast við, sem er mjög kunn­ug­legt stef, gefa þeim bara nægi­lega lít­inn tíma til að bregð­ast við,“ sagði hún.

Spurði Hall­dóra um hvað seta ráð­herr­ans sner­ist í umhverf­is­ráðu­neyt­inu. „Það er aug­ljós­lega ekki að vera rödd nátt­úru­vernd­ar. Hvaða arf­leifð sá hæst­virtur ráð­herra fyrir sér að skilja eftir sig þegar hann fer úr emb­ætti? Ætlar hann að verða ráð­herr­ann sem botn­virkj­aði Ísland í þágu orku­fyr­ir­tækj­anna og stór­iðj­unnar og nota lofts­lags­málin sem skálka­skjól fyrir það? Eða ætlar ráð­herra að gera eitt­hvað aðeins stærra?“ spurði hún.

Komumst ekk­ert áfram í þessum málum ein­göngu með „stór­yrðum og fyr­ir­sögn­um“

Guð­laugur Þór svar­aði og sagði að það væru honum mikil von­brigði ef þing­flokkur Pírata ætl­aði að „tala hér í fyr­ir­sögn­um“ og tala gegn aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

„Ef ein­hver trúir því í eina sek­úndu að heim­ur­inn sé að fara með ein­hverjum þeim hætti sem hátt­virtur þing­maður vís­aði til, ef ein­hver trúir því í eina sek­úndu, þá hvet ég hátt­virta þing­menn og alla aðra sem gera það til að fara á inter­netið og skoða hvað er að ger­ast í heim­in­um. Það sem er að ger­ast í heim­inum er að við erum að berj­ast gegn lofts­lags­vánni og það gerum við með því að fara úr jarð­efna­elds­neyti yfir í græna orku. Það er það sem við erum að gera ásamt ýmsu öðru. Það er án nokk­urs vafa langstærsta aðgerð­in. Umræðan fór mjög vel af stað og mál­efna­lega og þetta er stórt verk­efni til að vinna úr. Svo er það kannski bara þannig, virðu­legi for­seti, að það eru hátt­virtir þing­menn sem eru ekki til­búnir til að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arnar í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni þegar til stykk­isins kem­ur.

Ef menn telja að eitt­hvað sé rangt í þess­ari skýrslu og öðrum eiga menn auð­vitað bara að koma með það fram. Þetta er gert eins gagn­sætt og mögu­legt er. Þetta er strax sett á net­ið, hátt­virtir þing­menn fá aðgang að öllum þeim upp­lýs­ingum sem þeir vilja. Ef það er eitt­hvað sem menn telja að betur megi fara þá skulu menn bara koma með mál­efna­legar athuga­semdir við það. En við komumst ekk­ert áfram í þessum málum ein­göngu með stór­yrðum og fyr­ir­sögn­um,“ sagði ráð­herr­ann.

Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd: Bára Huld Beck

Búum við efna­hags­kerfi sem grund­vall­ast á hug­mynda­fræði um línu­legan, óend­an­legan hag­vöxt

Hall­dóra kom í pontu í annað sinn og sagði að græn­bókin væri skrifuð af hags­muna­að­ilum stór­iðj­unnar í Sam­tökum iðn­að­ar­ins og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins.

„Við lifum á tímum þar sem hætta steðjar að mörgum skil­yrðum þess sem gerir það líf­væn­legt að lifa á þess­ari plánetu okkar sem hýsir okk­ur, sem fæðir okk­ur. Að miklu leyti er vand­inn að við búum við efna­hags­kerfi sem grund­vall­ast á hug­mynda­fræði um línu­legan, óend­an­legan hag­vöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óend­an­legum auð­lindum að ráða. Stað­reyndin er sú að við erum langstærsti raf­magns­fram­leið­andi heims miðað við fólks­fjölda, langstærsti. Við fram­leiðum tvisvar sinnum meira á hvern ein­stak­ling en Norð­menn sem eru í öðru sæti. 80 pró­sent af þess­ari orku fer í álver, kís­il­ver og gagna­ver. Þetta snýst ekk­ert um að við þurfum meiri orku. Þetta snýst um hvernig við for­gangs­röð­u­m,“ sagði hún.

Spurði hún jafn­framt hvernig þessi for­gangs­röðun þjón­aði orku­skipt­un­um. „Við þurfum ekki að virkja meira en við þurfum að for­gangs­raða betur í þágu nátt­úr­unn­ar, í þágu fram­tíð­ar­kyn­slóða en ekki í þágu skamm­tíma­gróða og hag­vaxt­ar. Hvað ætlar hæst­virtur ráð­herra að gera annað en að botn­virkja Ísland í þágu stór­iðj­unn­ar? Það er spurn­ingin mín. Hvað ætlar hann að ger­a?“ spurði hún.

„Hér er einn þing­flokkur sem er á móti hag­vexti“

Guð­laugur Þór sagði í fram­hald­inu þegar hann svar­aði í annað sinn að græn­bókin væri ekki í þágu stór­iðj­unnar og ef Hall­dóra hefði „kynnt sér málið þá snýst þetta um það að stórum hluta hvað þarf mikla orku í orku­skiptin sem við förum í“.

„Ég held að það skipti máli að menn tali skýrt og ég þakka hátt­virtum þing­manni og Pírata fyrir að tala gegn hag­vexti. Þá liggur það bara fyr­ir. Hér er einn þing­flokkur sem er á móti hag­vexti. Það eru hræði­legar fréttir fyrir þá sem þurfa á til dæmis rík­is­út­gjöldum að halda. Þá er ég að tala um öryrkja, þá sem þurfa á heil­brigð­is­kerf­inu að halda, skól­unum og öðru slíku því að hátt­vitur þing­maður er að segja við þetta fólk: Við ætlum að taka niður lífs­kjör í land­inu, við ætlum að taka niður opin­bera þjón­ustu. Það er það sem hátt­virtur þing­maður er að segja og hátt­virtur þing­maður Björn Leví Gunn­ars­son er mjög ánægður með það. Við Íslend­ingar fórum í orku­skipti á undan öllum öðrum og við getum verið afskap­lega stolt af því og það gerði ekki bara gott fyrir umhverf­ið,“ sagði hann.

Hall­dóra kall­aði fram í og spurði hvað hann ætl­aði að gera ann­að.

Guð­laugur Þór hélt áfram og sagði það gerði ekki ein­ungis gott fyrir lofts­lag­ið. „Það gerðu líka gott fyrir efna­hags­lífið og jók sam­keppn­is­for­skot okkar á þessum svið­um. Við erum núna að fara í þá veg­ferð, að vísu eru aðilar sem ætla ekki í þá veg­ferð og það er þing­flokkur Pírata, að fara í þriðju orku­skiptin og það er gott fyrir lofts­lagið og það er gott fyrir okkur Íslend­inga.“

„Risa­eðla í umhverf­is­ráðu­neyt­inu“

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata gerði orð ráð­herr­ans að umtals­efni undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta eftir fyr­ir­spurna­tím­ann og sagði að það væri orð­inn ákveð­inn plag­siður hjá ráð­herrum að mæta frekar með derr­ing en svör í óund­ir­búnar fyr­ir­spurn­ir.

Hann vildi vekja athygli á því að umhverf­is­ráð­herra hefði farið að hrópa: „Þing­mað­ur­inn hatar hag­vöxt.“

Andrés Ingi sagð­ist hafa haldið að „við hefðum vaxið upp úr fyrir svona fimmtán árum í umræð­unni um umhverf­is­mál en nei, það er risa­eðla í umhverf­is­ráðu­neyt­inu sem heldur að fólk sem vill hverfa frá því að ein­blína ein­göngu á hag­vöxt óháð því hvernig hann er til­kom­inn og hanna þannig grunn að sjálf­bæru sam­fé­lagi – að það fólk sé ein­hvern veg­inn úti að aka.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent