Sögðu Sigmund Davíð hafa yfirgefið þingsal í miðjum umræðum til að fá sér köku

10054150805_0c00abdeec_z.jpg
Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna brugð­ust reiðir við þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra yfir­gaf þingsal­inn í dag á meðan að fyr­ir­spurn sem beint var til hans var til umræðu. Sögðu þing­menn­irnir að for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði farið út úr salnum til að fá sér köku og sök­uðu hann um að sýna sam­þing­mönnum sínum óvirð­ingu.

Verið var að ræða vernd afhjúpenda og fyr­ir­spyrj­andi var Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, þegar Sig­mundur Davíð á að hafa yfir­gefið sal­inn. Næst var rætt um fund­ar­stjórn for­seta og þar steig Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna í pontu. Svan­dís sagði: „ Ég verð að segja það virðu­legur for­seti að ég held að ég hafi aldrei séð það ger­ast að hæst­virtur þing­maður eigi orða­stað við hæst­virt­ann ráð­herra sem að áður en hann svarar hæst­virtum þing­manni í síð­ari spurn­ingu undir slíkum lið, þá fer ráð­herr­ann út úr þing­sal. Virðu­legi for­seti, var hann að fara til þess að fara á fund? Var hann að fara að tala við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn eða Sam­ein­uðu þjóð­irnar eða hvað?

Hann var að fara að fá sér köku, virðu­legi for­seti. Ég verð bara að segja það að mér finnst þetta með algjörum ólík­ind­um. Ég spyr for­seta hvort þetta geti talist til sóma í þing­in­u?“

Auglýsing

Í kjöl­far hennar fylgdu nokkrir þing­menn, meðal ann­ars Helgi Hjörvar, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Róbert Mars­hall, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og tóku undir mál­flutn­ing Svan­dís­ar. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, kvaddi sér hljóðs og sagð­ist hafa talið að hann væri hættur að verða hissa yfir fram­komu for­sæt­is­ráð­herr­ans í þing­inu, en í þetta skiptið hafi hann orðið hissa.

Hægt er að hlusta á upp­tökur af ræðum þing­mann­anna hér.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None