Sögulegar kosningar í Danmörku - einkennileg staða uppi í dönskum stjórnmálum

h_52014322-1.jpg
Auglýsing

Nýaf­staðnar þing­kosn­ingar í Dan­mörku munu rata í sögu­bæk­urnar sem ein­hverjar þær sér­kenni­leg­ustu í sögu lands­ins.  Eða úrslitin öllu held­ur. Fyrir því eru margar ástæð­ur.

Eftir að úrslitin lágu fyr­ir, og ljóst varð að stjórnin hefði misst meiri­hlut­ann, til­kynnti Helle Thorn­ing Schmidt for­sæt­is­ráð­herra að hún segði af sér for­mennsku í Jafn­að­ar­manna­flokkn­um. Það er þó ekki slök útkoma jafn­að­ar­manna sem olli því að stjórnin féll heldur hitt að sam­starfs­flokk­ur­inn í stjórn­inni, Radika­le, galt afhroð og stuðn­ings­flokk­ur­inn Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn sömu­leið­is. Rauða blokkin svo­nefnda, stjórn Helle Thorn­ing og stuðn­ings­flokkar hennar fengu nú 85 þing­sæti, bláa blokk­in, stjórn­ar­and­staðan 90. Þetta er fyrir utan 4 þing­menn Græn­lands og Fær­eyja.

Í kosn­ing­unum 2011 töp­uðu Jafn­að­ar­menn fylgi, fengu 44 þing­menn  en urðu for­ystu­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn. Núna snérist taf­lið við þrátt fyrir að flokk­ur­inn hafi bætt við sig þremur þing­mönn­um, hefur 47 full­trúa á þingi og er stærsti flokk­ur­inn.

Auglýsing

Ótrú­leg fylg­is­aukn­ing



Ótví­ræður sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna í gær var Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn sem bætti við sig hvorki meira né minna en 15 þing­mönn­um, hafði 22 en hefur nú 37 og er næst stærsti flokkur lands­ins. Ástæð­urnar fyrir vel­gengn­inni eru, að mati danskra stjórn­mála­skýrenda, þær helstar að flokk­ur­inn hefur haft mjög ákveðna stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna og vill tak­marka "straum­inn til Dan­merk­ur" eins og það hefur verið orð­að. Flokk­ur­inn vill sömu­leiðis standa vörð um aldr­aða og öryrkja og þeirra hag. Síð­ast en ekki síst nýtur for­mað­ur­inn Krist­ian Thulesen Dahl mik­illa per­sónu­legra vin­sælda og það er talið vega þungt í útkomu flokks­ins.

Formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, nýtur  mikilla persónulegra vinsælda og það er talið vega þungt í útkomu flokksins. For­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins, Krist­ian Thulesen Dahl, nýtur mik­illa per­sónu­legra vin­sælda og það er talið vega þungt í útkomu flokks­ins. MYND:EPA

 

Alt­ernati­vet, (Val­kost­ur­inn, Hinn mögu­leik­inn) náði líka mjög góðum árangri í kosn­ing­un­um, fékk 9 þing­menn. Uffe Elbæk, sem áður var í Radikale Ven­stre, og ráð­herra í stjórn Helle Thorn­ing, stofn­aði flokk­inn í hitteð­fyrra og var ekki spáð vel­gengni. Útkoma hans kom því mjög á óvart. Flokk­ur­inn hefur lagt mikla áherslu á umhverf­is­mál og stað­setur sig vinstra megin á miðj­unni, með rauðu blokk­inni.

Liberal Alli­ance (Frjáls­ræð­is­banda­lag­ið) sem til­heyrir bláu blokk­inni náði líka góðum árangri, bætti við sig fjórum þing­mönnum og hefur nú 13 full­trúa á þingi. For­mað­ur­inn And­ers Samu­el­sen sagði í gær­kvöldi að flokk­ur­inn myndi nýta sér til hins ítrasta þá mögu­leika sem byð­ust. Aðal­á­herslu­mál flokks­ins hafa verið efna­hags- og skatta­mál.

Enheds­listen (Ein­ing­ar­list­inn), stuðn­ings­flokkur frá­far­andi stjórn­ar, bætti við sig tveimur þing­mönnum og hefur nú 14 þing­menn. Flokk­ur­inn hef­ur, þrátt fyrir að styðja stjórn Helle Thorn­ing, verið mjög gagn­rýn­inn á margt í stefnu stjórn­ar­inn­ar. Leið­togi flokks­ins, Johanne Schmid­t-Ni­el­sen nýtur mik­illa vin­sælda og á ugg­laust mik­inn þátt í hvernig flokknum vegn­ar.

Ven­stre galt afhroð



Ekki var sami glans­inn yfir útkomu Ven­stre flokks Lars Løkk­e Rasmus­sen. Flokk­ur­inn tap­aði 13 þing­mönnum og hefur nú 34 full­trúa á þing­inu. Var stærsti flokk­ur­inn á síð­asta þingi en er nú þriðji fjöl­menn­asti. Úrslitin eru reið­ar­slag fyrir flokk­inn og einkum og sér í lagi for­mann­inn. Kann­anir hafa sýnt að Lars Løkk­e nýtur tak­mark­aðrar hylli almenn­ings í land­inu en fram til þessa hefur það ekki virst hafa mikil áhrif á fylgi flokks­ins. Annað kom í ljós í kosn­ing­un­um.

Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem hefur lent í miklum mót­byr að und­an­förnu reið ekki feitum hesti frá kosn­ing­un­um, tap­aði 9 þing­mönnum af 16 og hefur nú 7 þing­menn.

De Radikale ven­stre fengu líka skell, hafa nú 8 þing­menn en höfðu 17, töp­uðu níu. Vel­gengni flokks­ins í kosn­ing­unum 2011 voru að tals­verðu leyti skrif­aðar á þáver­andi for­mann Margrethe Vest­a­ger. Hún sagði af sér for­mennsk­unni á síð­asta ári og tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Evr­ópu­sam­band­inu.

De Konservative (Íhalds­flokk­ur­inn) sem eitt sinn var stærsti flokkur lands­ins, og var í stjórn með Ven­stre 2001-2011 fékk nú sex þing­menn, tap­aði tveim­ur. For­mað­ur­inn Søren Pape, sem kemur nýr á þing, taldi það við­un­andi miðað við aðstæð­ur.

Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra tilkynnti að hún segði af sér formennsku í Jafnaðarmannaflokknum eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir. MYND: EPA Helle Thorn­ing Schmidt for­sæt­is­ráð­herra til­kynnti að hún segði af sér for­mennsku í Jafn­að­ar­manna­flokknum eftir að nið­ur­staða kosn­ing­anna lá fyr­ir. MYND: EPA

Sér­kenni­leg staða



Staðan í dönskum stjórn­málum er nú mjög ein­kenni­leg. Stærsti flokkur lands­ins missti völdin og flokks­for­mað­ur­inn, fyrsti kven­for­sæt­is­ráð­herra í sögu Dan­merkur hefur sagt af sér. Flokk­ur­inn sem stjórn­ar­and­staðan hefur til þessa bent á sem for­ystu­flokk í nýrri stjórn tap­aði miklu fylgi (missti 13 þing­menn) og er lask­að­ur. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem er nú stærsti flokk­ur­inn í bláu blokk­inni svo­nefndu, og næst stærsti flokkur lands­ins, lýsti því margoft yfir fyrir kosn­ingar að þar á bæ sækt­ust menn ekki eftir að kom­ast í stjórn. Margir spyrja nú: getur Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn skor­ast undan þeirri ábyrgð að setj­ast í rík­is­stjórn ? Treystir Lars Løkk­e Rasmus­sen sér til for­ystu í stjórn við þessar aðstæð­ur, reynir hann kannski myndun minni­hluta­stjórnar án þátt­töku Danska Þjóð­ar­flokks­ins ? Er hugs­an­legt (sem nefnt hefur ver­ið) að Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn undir for­ystu nýs for­manns (vænt­an­lega Mette Frederiksen) myndi stjórn í eins konar sam­vinnu við Danska þjóð­ar­flokk­inn ?

Spurn­ing­arnar eru marg­ar, svörin liggja ekki í augum uppi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None