Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt

Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.

Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að það sé leitt að Drífa Snædal, frá­far­andi for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), hafi notað tæki­færið „um leið og hún til­kynnti tíma­bæra afsögn sína, til að hnýta með ómál­efna­legum hætti í mig og stjórn Efl­ing­ar.“ Drífa viti sjálf að það sé langt um liðið síðan grafa fór undan trú­verð­ug­leika hennar og stuðn­ingi í bak­landi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. „Það hefur ekk­ert með innri mál Efl­ingar að gera, þó svo að Drífa hafi ákveðið að blanda sér í þau, hug­an­lega vegna þess að hún hélt að það yrði sér til fram­dráttar þegar hún sá sitt póli­tíska stunda­glas tæm­ast.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í færslu sem Sól­veig Anna birti á Face­book í dag.

Auglýsing
Drífa til­kynnti um afsögn sína í morgun og sagði að átök innan sam­bands­ins hafi verið óbæri­leg. „Þegar við bæt­ast ákvarð­anir og áherslur ein­stakra stétt­ar­fé­laga sem fara þvert gegn minni sann­fær­ingu er ljóst að mér er ekki til set­unnar boð­ið.“ Þar vís­aði hún til Efl­ingar og VR, stærstu stétt­ar­fé­laga Íslands.

Segir Drífu hafa lokað sig inni í blokk með efri milli­stétt

Í færslu Sól­veigar Önnu segir hún Drífu hafa talað um blokka­myndun innan hreyf­ing­ar­inn­ar. „Stað­reyndin er sú að Drífa kaus sjálf að loka sig inni í blokk með nán­asta sam­starfs­fólki for­vera síns, Gylfa Arn­björn­sonn­ar, og þeirri stétt sér­fræð­inga og efri milli­stétt­ar­fólks sem ræður ríkjum í stofn­unum rík­is­valds­ins á Íslandi og einnig á skrif­stofum Alþýðu­sam­bands­ins. Upp­runi, bak­land og stuðn­ings­hópar Drífu voru í stofn­ana-póli­tík og í íhalds­armi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, hjá fólki eins og Hall­dóru Sveins­dóttur for­manni Bár­unn­ar. Drífa gat aldrei stutt við það umbreyt­inga­verk­efni og end­ur­nýjun sem ég, Ragnar Þór Ing­ólfs­son og Vil­hjálmur Birg­is­son höfum leitt með stuðn­ingi mik­ils fjölda félags­fólks í okkar félögum um land allt. Það er stað­reynd.“

­For­maður Efl­ingar gerir einnig athuga­semd við full­yrð­ingu Drífu talar um að hún hafi aldrei vílað fyrir sér að „taka slag­inn" gagn­vart stjórn­völd­um. „Því miður er það ekki rétt eins og fjöldi dæma sýn­ir. Drífa Snæ­dal vildi semja við rík­is­stjórn­ina og SA um að hafa af verka- og lág­launa­fólki umsamdar launa­hækk­anir í kór­óna­veiru­krepp­unni. Og það hefði orðið raunin ef ekki hefði verið fyrir and­stöðu Efl­ing­ar. Drífa vildi heldur ekki "taka slag­inn" þegar Icelandair braut lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur til að nauð­beygja flug­freyjur í miðri kjara­deilu - hún stöðv­aði máls­sókn fyrir Félags­dómi og und­ir­rit­aði þess í stað skammar­lega hvít­þvott­ar­yf­ir­lýs­ingu. Drífa tók heldur ekki slag­inn um við­ur­lög gegn launa­þjófn­aði, heldur reyndi í tvígang að bera á borð fyrir aðild­ar­fé­lög ASÍ hand­ó­nýta laga­setn­ingu þar sem staða fórn­ar­lamba launa­þjófn­aðar hefði orðið verri en hún er nú.“

Segir Drífu hafa samið við rík­is­stjórn­ina í skjóli nætur

Þá segir Sól­veig Anna að Drífa hafi samið, í skjóli næt­ur, við rík­is­stjórn­ina vorið 2019 um að neyða vinn­andi fólk inn í nýja útgáfu af Salek-­sam­komu­lag­inu svo­kall­aða, sem þá hefði verið kallað Græn­bók. „Einu gilti þótt að verka­fólk á Íslandi hafi marg­ít­rekað hafnað Salek-hug­mynda­fræð­inni. Ef ekki hefði verið fyrir and­stöðu Efl­ing­ar­fé­laga og breyt­inga­afl­anna innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefði Græn­bók­ar­vinn­nan haldið áfram, og við værum grafin enn dýpra en við erum nú þegar í fen sér­fræð­inga­veldis Þjóð­hags­ráðs - en það var einmitt síð­asta verk Drífu í fréttum í gær að taka upp hansk­ann fyrir Þjóð­hags­ráð.“

Hún segir vinnu­brögð Drífu hafa verið lok­uð, and­lýð­ræð­is­leg og iðu­lega vakið undrun og gagn­rýni, langt út fyrir raðir VR og Efl­ing­ar. Í mál­efnum vinnu­mark­að­ar­ins hafi nán­ustu félagar Drífu verið for­menn BSRB og BHM. Hún hefði ekki haft áhuga á að hlusta á raddir for­ystu stærstu félag­anna innan vébanda ASÍ. „Al­þýðu­sam­band­inu undir stjórn Drífu Snæ­dal mistókst með öllu að laga áherslur og starf sam­bands­ins að þeim miklu breyt­ingum sem urðu í stærstu aðild­ar­fé­lögum sam­bands­ins á árunum 2017-2018 og standa ennþá yfir. Leið­togar eiga að hlusta á vilja þeirra sem þeir eiga umboð sitt und­ir. Það hefði Drífa Snæ­dal getað gert á fyrri stigum en kaus að gera ekki.“

Það er leitt að Drífa Snæ­dal hafi notað tæki­færið, um leið og hún til­kynnti tíma­bæra afsögn sína, til að hnýta með­...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, Aug­ust 10, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent