Sósíalistaflokkurinn mælist nánast jafn stór og Miðflokkurinn

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mælast nokkuð undir kjörfylgi en Framsókn hefur unnið á síðustu vikur. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig samanlagt um tíu prósentustigum og Sósíalistar mælast með 5,7 prósent fylgi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins og Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins og Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Sósíalistaflokkur mælist nánast jafn stór og Miðflokkurinn í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á fylgi stjórnmálaflokka.

Sá fyrrnefndi, sem hefur aldrei áður boðið fram í þingkosningum, hefur ekki kynnt framboðslista sína né stefnuskrá fyrir komandi kosningar, mælist með 5,7 prósent fylgi sem myndi tryggja viðveru á Alþingi að óbreyttu, miðað við niðurstöðu könnunarinnar. Miðflokkurinn, sem vann mikinn kosningasigur haustið 2017 þegar hann fékk bestu kosningu sem nýr stjórnmálaflokkur hefur nokkru sinni fengið með 10,9 prósent atkvæða, mælist nú með 6,1 prósent fylgi. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins með 21,8 prósent fylgi, en er langt frá kjörfylgi sínu. Vinstri græn mælast með með 13,2 prósent og hafa líka dala umtalsvert á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn mælist með 10,9 prósent, sem er nánast það sama og flokkurinn fékk upp úr kjörkössunum í október 2017.

Auglýsing
Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir þrír tapað sjö prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabilinu og ósennilegt að þeir gætu endurnýjað stjórnarsamstarfið miðað við þá stöðu sem ríkir samkvæmt könnun Maskinu. 

Þrír andstöðuflokkar hafa bætt við sig

Af stjórnarandstöðuflokkunum fimm tapa tveir fylgi frá síðustu kosningum. Áðurnefndur Miðflokkur, sem hefur tapað 44 prósent af stuðningi sínum, og Flokkur fólksins, sem mælist nú með 4,4 stuðning. Það myndi ekki duga Flokki fólksins til að ná inn á þing að óbreyttu.

Samfylkingin mælist næst stærsti flokkur landsins þótt hún hafi dalað umtalsvert í könnunum Maskínu á undanförnum mánuðum. Alls segjast 13,7 prósent aðspurðra að þeir myndu kjósa flokkinn. Píratar og Viðreisn mælast báðir með 12,1 prósent og þessir þrír flokkar eru allir að bæta við sig frá 2017. 

Þá fengu Samfylkingin, Píratar og Viðreisn samanlagt 28 prósent atkvæða en fylgi þeirra nú mælist næstum tíu prósentustigum meira, eða 37,9 prósent. 

Könnun Maskínu byggir á tveimur mælingum sem gerðar voru á dögunum 15. til 25. febrúar og 11. til 18. mars. Svarendur voru 1.620 talsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent