Sósíalistaflokkurinn segist vilja „brjóta upp Samherja“ og hefja „fjórða þorskastríðið“

Sósíalistaflokkurinn boðar að stærstu útgerðarfélögum landsins verði skipt upp bæði þversum og langsum ef hann komist til valda. Einnig segir flokkurinn að veiðigjöld, sem innheimt verði við löndun, geti skilað hinu opinbera 35 milljörðum króna.

Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn segir að að núver­andi fyr­ir­komu­lag fisk­veiði­stjórn­un­ar­mála hafi brotið niður byggðir og safnað upp auð örfárra, svo miklum auð að hann ógni lýð­ræð­inu og frelsi almenn­ings.

Flokk­ur­inn seg­ist í til­kynn­ingu í dag, um stefnu sína í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, vilja leggja kvóta­kerfið niður og „byggja rétt­lát­ari umgjörð utan um fisk­veiðar og vinnslu.“

Upp­brot fyr­ir­tækja, þversum og langsum

Í til­kynn­ingu flokks­ins, sem birt er á vef hans, segir að þær til­lögur sem flokk­ur­inn muni leggja fram snú­ist um að brjóta fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi upp, bæði „langs­um“ og „þvers­um.“

Auglýsing

„Sós­í­alista­flokk­ur­inn mun leggja til að tak­mark­anir verði settar á umfang stór­út­gerða svo stærstu útgerð­irnar verði brotnar upp langs­um, að þær verði að kljúfa sig upp í tvö eða fleiri félög. Þetta er gert til að draga úr ægi­valdi stór­út­gerð­anna yfir byggð­unum og til að tryggja fjöl­breyti­leika og nýlið­un.

Þá leggja sós­í­alistar til að útgerð­ar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækin verði brotin upp þversum, þannig að sama fyr­ir­tækið geti ekki veitt fisk­inn og selt sjálfu sér afl­ann, unnið fisk­inn og selt sjálfu sér afurð­irnar og selt síðan sjálfu sér afurð­irnar í útlöndum og falið þar gróð­ann,“ segir á vef­síðu flokks­ins.

Flokk­ur­inn, sem sendir þessa stefnu­mörkun sína út undir fyr­ir­sögn­inni „Brjótum upp Sam­herja - End­ur­heimtum auð­lind­arn­ar“, tekur dæmi um Sam­herja og segir að það fyr­ir­tæki yrði „klofið upp vegna stærðar sinn­ar“ bæði langsum og þvers­um.

„Yf­ir­gangur og frekja þessa fyr­ir­tækis ætti ekki að koma neinum á óvart. Þegar stór­fyr­ir­tækjum er leyft að vaxa sam­fé­lag­inu yfir höfuð þá verða þau að skað­valdi og það ber að bregð­ast við þeim sem slík­um. Það er löngu tíma­bært að þjóðin sýni Sam­herja hver hefur völd­in,“ segir í til­kynn­ingu flokks­ins.

Þjóð­ar­eign í stjórn­ar­skrá og fiski­þing

Í til­kynn­ingu sós­í­alista segir einnig að flokk­ur­inn leggi til að bundið verði í stjórn­ar­skrá að fisk­veiði­auð­lindin sé eign þjóð­ar­innar og að þjóðin ákveði sjálf hvernig nýt­ingu hennar sé hátt­að.

Flokk­ur­inn leggur einnig til „fiski­þing í hverjum lands­hluta þar sem sjó­menn, fisk­verka­fólk og almenn­ingur allur sest niður og mótar fisk­veiði­stefn­una til lengri tíma“ og segir í til­kynn­ing­unni að til að „losna við yfir­gang útgerða og ann­arra hags­muna­að­ila“ færi best á því að nota slembival til að velja full­trúa á þing­in, að stærstu eða öllu leyti.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja „loka kvóta­kerf­inu strax“ og taka upp daga­kerfi fyrir tog­ara og báta, með ófram­selj­an­legum dögum á skip og báta, þar til fiski­þingin hafi mótað fram­tíð­ar­stefnu.

Verði jafn ein­falt og virð­is­auka­skattur

Sós­í­alistar segj­ast einnig ætla að gera kröfu um að allur afli fari á markað og að veiði­gjöld verði inn­heimt við lönd­un, „á jafn ein­faldan máta og virð­is­auka­skatt­ur“.

„Það má meira að segja vel hugsa sér að veiði­gjaldið sé það sama og virð­is­auk­inn í dag, eða 24%. Það myndi gefa um 35 millj­arða króna á ári í veiði­gjöld miðað við verð afla á síð­asta ári, en reikna má með að afla­verð hækki þegar allur fiskur fer á mark­að. Veiði­gjöldin renni jafnt til sveit­ar­fé­laga og rík­is,“ segir flokk­ur­inn í yfir­lýs­ingu sinni.

Þar segir einnig að vilji flokks­ins sé að gefa hand­færa­veiðar frjálsar fimm veiði­daga í viku að eigin vali frá mars til októ­ber og að „afla­heim­ildir í Barents­hafi, í Smug­unni og ann­ars staðar í úthaf­inu“ verði boðnar upp.

Sér­stök rann­sókn á hendur stærstu fimm fyr­ir­tækj­unum

Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill einnig, „í ljósi Sam­herj­a­máls­ins,“ að fimm stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækin á Íslandi verði „rann­sökuð til að kanna hvort þar hafi mútum verið beitt, fisk­verð fals­að, sjó­menn hlunn­farn­ir, skotið undan skatti, arður af rekstr­inum og auð­lind­inni fal­inn í aflöndum eða brotið með öðrum hætti gegn sam­fé­lag­in­u.“

Í yfir­lýs­ingu flokks­ins segir enn fremur að ef „stór­felld svik“ komi í ljós við þessar rann­sóknir verði efnt til rann­sóknar á næstu fimm útgerð­ar­fyr­ir­tækj­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent