Sósíalistaflokkurinn segist vilja „brjóta upp Samherja“ og hefja „fjórða þorskastríðið“

Sósíalistaflokkurinn boðar að stærstu útgerðarfélögum landsins verði skipt upp bæði þversum og langsum ef hann komist til valda. Einnig segir flokkurinn að veiðigjöld, sem innheimt verði við löndun, geti skilað hinu opinbera 35 milljörðum króna.

Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn segir að að núver­andi fyr­ir­komu­lag fisk­veiði­stjórn­un­ar­mála hafi brotið niður byggðir og safnað upp auð örfárra, svo miklum auð að hann ógni lýð­ræð­inu og frelsi almenn­ings.

Flokk­ur­inn seg­ist í til­kynn­ingu í dag, um stefnu sína í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, vilja leggja kvóta­kerfið niður og „byggja rétt­lát­ari umgjörð utan um fisk­veiðar og vinnslu.“

Upp­brot fyr­ir­tækja, þversum og langsum

Í til­kynn­ingu flokks­ins, sem birt er á vef hans, segir að þær til­lögur sem flokk­ur­inn muni leggja fram snú­ist um að brjóta fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi upp, bæði „langs­um“ og „þvers­um.“

Auglýsing

„Sós­í­alista­flokk­ur­inn mun leggja til að tak­mark­anir verði settar á umfang stór­út­gerða svo stærstu útgerð­irnar verði brotnar upp langs­um, að þær verði að kljúfa sig upp í tvö eða fleiri félög. Þetta er gert til að draga úr ægi­valdi stór­út­gerð­anna yfir byggð­unum og til að tryggja fjöl­breyti­leika og nýlið­un.

Þá leggja sós­í­alistar til að útgerð­ar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækin verði brotin upp þversum, þannig að sama fyr­ir­tækið geti ekki veitt fisk­inn og selt sjálfu sér afl­ann, unnið fisk­inn og selt sjálfu sér afurð­irnar og selt síðan sjálfu sér afurð­irnar í útlöndum og falið þar gróð­ann,“ segir á vef­síðu flokks­ins.

Flokk­ur­inn, sem sendir þessa stefnu­mörkun sína út undir fyr­ir­sögn­inni „Brjótum upp Sam­herja - End­ur­heimtum auð­lind­arn­ar“, tekur dæmi um Sam­herja og segir að það fyr­ir­tæki yrði „klofið upp vegna stærðar sinn­ar“ bæði langsum og þvers­um.

„Yf­ir­gangur og frekja þessa fyr­ir­tækis ætti ekki að koma neinum á óvart. Þegar stór­fyr­ir­tækjum er leyft að vaxa sam­fé­lag­inu yfir höfuð þá verða þau að skað­valdi og það ber að bregð­ast við þeim sem slík­um. Það er löngu tíma­bært að þjóðin sýni Sam­herja hver hefur völd­in,“ segir í til­kynn­ingu flokks­ins.

Þjóð­ar­eign í stjórn­ar­skrá og fiski­þing

Í til­kynn­ingu sós­í­alista segir einnig að flokk­ur­inn leggi til að bundið verði í stjórn­ar­skrá að fisk­veiði­auð­lindin sé eign þjóð­ar­innar og að þjóðin ákveði sjálf hvernig nýt­ingu hennar sé hátt­að.

Flokk­ur­inn leggur einnig til „fiski­þing í hverjum lands­hluta þar sem sjó­menn, fisk­verka­fólk og almenn­ingur allur sest niður og mótar fisk­veiði­stefn­una til lengri tíma“ og segir í til­kynn­ing­unni að til að „losna við yfir­gang útgerða og ann­arra hags­muna­að­ila“ færi best á því að nota slembival til að velja full­trúa á þing­in, að stærstu eða öllu leyti.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja „loka kvóta­kerf­inu strax“ og taka upp daga­kerfi fyrir tog­ara og báta, með ófram­selj­an­legum dögum á skip og báta, þar til fiski­þingin hafi mótað fram­tíð­ar­stefnu.

Verði jafn ein­falt og virð­is­auka­skattur

Sós­í­alistar segj­ast einnig ætla að gera kröfu um að allur afli fari á markað og að veiði­gjöld verði inn­heimt við lönd­un, „á jafn ein­faldan máta og virð­is­auka­skatt­ur“.

„Það má meira að segja vel hugsa sér að veiði­gjaldið sé það sama og virð­is­auk­inn í dag, eða 24%. Það myndi gefa um 35 millj­arða króna á ári í veiði­gjöld miðað við verð afla á síð­asta ári, en reikna má með að afla­verð hækki þegar allur fiskur fer á mark­að. Veiði­gjöldin renni jafnt til sveit­ar­fé­laga og rík­is,“ segir flokk­ur­inn í yfir­lýs­ingu sinni.

Þar segir einnig að vilji flokks­ins sé að gefa hand­færa­veiðar frjálsar fimm veiði­daga í viku að eigin vali frá mars til októ­ber og að „afla­heim­ildir í Barents­hafi, í Smug­unni og ann­ars staðar í úthaf­inu“ verði boðnar upp.

Sér­stök rann­sókn á hendur stærstu fimm fyr­ir­tækj­unum

Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill einnig, „í ljósi Sam­herj­a­máls­ins,“ að fimm stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækin á Íslandi verði „rann­sökuð til að kanna hvort þar hafi mútum verið beitt, fisk­verð fals­að, sjó­menn hlunn­farn­ir, skotið undan skatti, arður af rekstr­inum og auð­lind­inni fal­inn í aflöndum eða brotið með öðrum hætti gegn sam­fé­lag­in­u.“

Í yfir­lýs­ingu flokks­ins segir enn fremur að ef „stór­felld svik“ komi í ljós við þessar rann­sóknir verði efnt til rann­sóknar á næstu fimm útgerð­ar­fyr­ir­tækj­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent