Spá 0,6% verðbólgu - áfram verðhjöðnun án húsnæðisverðs

kjarninn_hus_vef.jpg
Auglýsing

Verð­bólga verður undir neðri mörkum verð­bólgu­mark­miðs Seðla­bank­ans í febr­ú­ar, þriðja mán­uð­inn í röð, og er heldur að lækka, sam­kvæmt verð­bólgu­spá fjár­mála­ráð­gjafar Capacent. Gangi spáin eftir þýðir það m.a. að áfram er verð­hjöðnun á Íslandi þegar vísi­tala neyslu­verðs er skoðuð án hús­næð­is. Verð­hjöðn­unin nam 0,6 pró­sentum í jan­ú­ar.

Capacent spáir 0,6 pró­senta hækkun á vísi­tölu neyslu­verðs í mán­uð­in­um. Hækkun á verði fatn­að­ar, hús­gagna, raf­tækja og fleiri vara hækkar vísi­töl­una um 0,5 til 0,6 pró­sent, en hækk­unin skýrist af því að útsölum er lok­ið. Ekki er gert ráð fyrir því í spánni að mat­væla­verð hækki meira, enda hækk­aði það um 2,6 pró­sent í jan­ú­ar.

Í spánni segir að nokkur óvissa sé til staðar í spánni, sem liggi aðal­lega í mæl­ingu á verði flug­far­gjalda í mán­uð­in­um. Laus­leg könnun Capacent bendir til þess að verð á flug­i hafi hækkað milli jan­úar og febr­ú­ar, vegna hækk­unar á olíu­verði, en í spánni er gert ráð fyrir því að flug­far­gjöld lækki nú sem nemur 7,5 pró­sent­um, og það hefur 0,12% áhrif á lækkun vísi­tölu neyslu­verðs.

Auglýsing

Hækkun olíu­verð hefur líka áhrif á elds­neyt­is­verð, sem hefur hækkað um 2,5 pró­sent, en það hefur 0,1% áhrif til hækk­unar á vísi­töl­unni. Ekki er gert ráð fyrir því að það hækki frekar, enda hefur olíu­verð lækkað á ný síð­ustu daga.

 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None