Spá því að fjöldi ferðamanna verði 720 þúsund í ár – Svipaður fjöldi og kom árið 2012

Samkvæmt spá Seðlabankans verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar jákvætt í fyrsta sinn síðan árið 2019 á næsta ári. Þar telur að bankinn reiknar með rúmlega tvöföldun ferðamanna en mestu skipta auknar loðnuveiðar.

Þegar mest var komu 2,3 milljónir ferðamanna til Íslands á einu ári. Nú er reiknað með að fjöldi þeirra í ár verði rúmur fimmtungur af þeim fjölda.
Þegar mest var komu 2,3 milljónir ferðamanna til Íslands á einu ári. Nú er reiknað með að fjöldi þeirra í ár verði rúmur fimmtungur af þeim fjölda.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands spáir því að fjöldi ferða­manna sem heim­sæki Ísland í ár verði um 720 þús­und alls. Það eru um 40 þús­und fleiri ferða­menn en bank­inn spáði að myndu koma hingað til lands í spá sinni sem birt­ist í lok ágúst. 

Þetta kemur fram í rit­inu Pen­inga­málum sem kom út 17. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Þar segir að útlit sé fyrir áfram­hald­andi bata í ferða­þjón­ustu þrátt fyrir hraða fjölgun smita í sumar vegna Delta-af­brigð­is­ins og stöðu Íslands á rauðum lista hjá sótt­varn­ar­stofn­unum Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. „Aðrar vís­bend­ingar gefa einnig til kynna að bat­inn verði hrað­ari en áður var talið. Þannig hefur leitum að hót­elum og flugi til Íslands á leit­ar­vél Google t.d. fjölgað frá því í sumar og nálg­ast sam­bæri­legan fjölda og fyrir far­ald­ur­inn. Þá eru horfur á að alþjóð­legt far­þega­flug sæki í sig veðrið á næstu miss­erum í kjöl­far þess að bólu­settum ferða­mönnum er orðið heim­ilt að ferð­ast til Banda­ríkj­anna í fyrsta sinn síðan í mars í fyrra.“

Auglýsing
Bankinn spáir því enn fremur að fjöldi ferða­manna muni rúm­lega tvö­fald­ast á næsta ári og verði þá 1,5 millj­ón­ir. „Óvissa er þó enn til staðar um horfur í ferða­þjón­ustu um allan heim og gæti bakslag í viður­eign­inni við far­sótt­ina sett þessar áætl­anir í upp­nám. Þá gæti hækkun olíu­verðs leitt til hærri flug­far­gjalda næstu miss­eri sem dregið gætu úr ferða­vilja almenn­ings.“

20 pró­sent færri en í for­sendum fjár­laga

Í for­sendum fjár­laga fyrir árið 2021 var gengið út frá því að ferða­menn sem myndu koma til Íslands á því ári yrðu 900 þús­und tals­ins. Gangi spá Seðla­banka Íslands eftir verða þeir 20 pró­sent færri en fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið reiknað með og aðeins fleiri en heim­sóttu Ísland árið 2012.  

Þegar mest var, á árinu 2018, komu yfir 2,3 millj­ónir ferða­manna til Íslands. Þeim fækk­aði niður í um tvær millj­ónir árið 2019 eftir að gjald­þrot WOW air setti strik í reikn­ing­inn. 

Í fyrra varð svo algjört hrun í geir­anum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem kom um tíma í veg fyrir nær allar flug­sam­göngur með far­þega. Alls var fjöldi ferða­manna það árið 486 þús­und, eða um 24 pró­sent af því sem hann var árið 2019. 

Þótt langt sé í land þangað til að þeim hæðum í fjölda ferða­manna sem hingað komu á árunum 2018 og 2019 þá mun þeim fjölga, sam­kvæmt spá Seðla­banka Íslands, um 48 pró­sent milli ára.  

Loðnu­veiði um helm­ingur end­ur­skoð­unar

Hinn skarpi sam­dráttur í ferða­þjón­ustu hefur leitt til þess að útflutn­ings­tekjur þjóð­ar­bús­ins hafa skroppið mikið sam­an. Þrátt fyrir öran vöxt milli ára nam útflutt þjón­usta ein­ungis 23 pró­sent af útfluttri þjón­ustu á sama árs­fjórð­ungi 2019 og fjöldi ferða­manna var aðeins 14 pró­sent af fjöld­anum fyrir tveimur árum.

Þessi staða vigtar inn í að hag­vöxtur í ár verð­ur, sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans, 3,9 pró­sent í ár. Bank­inn telur þó að hag­vöxtur auk­ist enn frekar á næsta ár og að þar vegi þyngst kröft­ugur vöxtur útflutn­ings vegna auk­inna tekna af ferða­þjón­ustu og hag­stæð­ari loðnu ver­tíð­ar. Sam­kvæmt spá bank­ans verður fram­lag utan­rík­is­við­skipta til hag­vaxt­ar  jákvætt í fyrsta sinn síðan árið 2019 eða um 2,7 pró­sentu­stig og að hag­vöxtur á næsta ári verði 5,1 pró­sent, sem er 1,2 pró­sentu­stigum meira en Seðla­bank­inn spáði í ágúst. Um helm­ingur end­ur­skoð­un­ar­innar má rekja til vænt­inga um aukna loðnu­veiði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent