Spá því að fjöldi ferðamanna verði 720 þúsund í ár – Svipaður fjöldi og kom árið 2012

Samkvæmt spá Seðlabankans verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar jákvætt í fyrsta sinn síðan árið 2019 á næsta ári. Þar telur að bankinn reiknar með rúmlega tvöföldun ferðamanna en mestu skipta auknar loðnuveiðar.

Þegar mest var komu 2,3 milljónir ferðamanna til Íslands á einu ári. Nú er reiknað með að fjöldi þeirra í ár verði rúmur fimmtungur af þeim fjölda.
Þegar mest var komu 2,3 milljónir ferðamanna til Íslands á einu ári. Nú er reiknað með að fjöldi þeirra í ár verði rúmur fimmtungur af þeim fjölda.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands spáir því að fjöldi ferða­manna sem heim­sæki Ísland í ár verði um 720 þús­und alls. Það eru um 40 þús­und fleiri ferða­menn en bank­inn spáði að myndu koma hingað til lands í spá sinni sem birt­ist í lok ágúst. 

Þetta kemur fram í rit­inu Pen­inga­málum sem kom út 17. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Þar segir að útlit sé fyrir áfram­hald­andi bata í ferða­þjón­ustu þrátt fyrir hraða fjölgun smita í sumar vegna Delta-af­brigð­is­ins og stöðu Íslands á rauðum lista hjá sótt­varn­ar­stofn­unum Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. „Aðrar vís­bend­ingar gefa einnig til kynna að bat­inn verði hrað­ari en áður var talið. Þannig hefur leitum að hót­elum og flugi til Íslands á leit­ar­vél Google t.d. fjölgað frá því í sumar og nálg­ast sam­bæri­legan fjölda og fyrir far­ald­ur­inn. Þá eru horfur á að alþjóð­legt far­þega­flug sæki í sig veðrið á næstu miss­erum í kjöl­far þess að bólu­settum ferða­mönnum er orðið heim­ilt að ferð­ast til Banda­ríkj­anna í fyrsta sinn síðan í mars í fyrra.“

Auglýsing
Bankinn spáir því enn fremur að fjöldi ferða­manna muni rúm­lega tvö­fald­ast á næsta ári og verði þá 1,5 millj­ón­ir. „Óvissa er þó enn til staðar um horfur í ferða­þjón­ustu um allan heim og gæti bakslag í viður­eign­inni við far­sótt­ina sett þessar áætl­anir í upp­nám. Þá gæti hækkun olíu­verðs leitt til hærri flug­far­gjalda næstu miss­eri sem dregið gætu úr ferða­vilja almenn­ings.“

20 pró­sent færri en í for­sendum fjár­laga

Í for­sendum fjár­laga fyrir árið 2021 var gengið út frá því að ferða­menn sem myndu koma til Íslands á því ári yrðu 900 þús­und tals­ins. Gangi spá Seðla­banka Íslands eftir verða þeir 20 pró­sent færri en fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið reiknað með og aðeins fleiri en heim­sóttu Ísland árið 2012.  

Þegar mest var, á árinu 2018, komu yfir 2,3 millj­ónir ferða­manna til Íslands. Þeim fækk­aði niður í um tvær millj­ónir árið 2019 eftir að gjald­þrot WOW air setti strik í reikn­ing­inn. 

Í fyrra varð svo algjört hrun í geir­anum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem kom um tíma í veg fyrir nær allar flug­sam­göngur með far­þega. Alls var fjöldi ferða­manna það árið 486 þús­und, eða um 24 pró­sent af því sem hann var árið 2019. 

Þótt langt sé í land þangað til að þeim hæðum í fjölda ferða­manna sem hingað komu á árunum 2018 og 2019 þá mun þeim fjölga, sam­kvæmt spá Seðla­banka Íslands, um 48 pró­sent milli ára.  

Loðnu­veiði um helm­ingur end­ur­skoð­unar

Hinn skarpi sam­dráttur í ferða­þjón­ustu hefur leitt til þess að útflutn­ings­tekjur þjóð­ar­bús­ins hafa skroppið mikið sam­an. Þrátt fyrir öran vöxt milli ára nam útflutt þjón­usta ein­ungis 23 pró­sent af útfluttri þjón­ustu á sama árs­fjórð­ungi 2019 og fjöldi ferða­manna var aðeins 14 pró­sent af fjöld­anum fyrir tveimur árum.

Þessi staða vigtar inn í að hag­vöxtur í ár verð­ur, sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans, 3,9 pró­sent í ár. Bank­inn telur þó að hag­vöxtur auk­ist enn frekar á næsta ár og að þar vegi þyngst kröft­ugur vöxtur útflutn­ings vegna auk­inna tekna af ferða­þjón­ustu og hag­stæð­ari loðnu ver­tíð­ar. Sam­kvæmt spá bank­ans verður fram­lag utan­rík­is­við­skipta til hag­vaxt­ar  jákvætt í fyrsta sinn síðan árið 2019 eða um 2,7 pró­sentu­stig og að hag­vöxtur á næsta ári verði 5,1 pró­sent, sem er 1,2 pró­sentu­stigum meira en Seðla­bank­inn spáði í ágúst. Um helm­ingur end­ur­skoð­un­ar­innar má rekja til vænt­inga um aukna loðnu­veiði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent