Spurði forsætisráðherra út í varnarsamninginn – sem sagði þingmanninn grípa til mælskubragða

Forsætisráðherra og formaður Viðreisnar ræddu öryggis- og varnarmál Íslendinga á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði að engin ástæða væri til að reyna að láta líta svo út að íslensk stjórn­völd væru ekki að gera allt sem í þeirra valdi stæði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort hún teldi ástæðu til þess að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­ríkin á ný.

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði og sagði að henni þætti vara­samt hjá Þor­gerði Katrínu að sá þeim fræjum að varn­ar­samn­ing­ur­inn stæð­ist ekki tím­ans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið upp­færður tvisvar sinn­um, 2006 og svo 2016,“ sagði Katrín.

Þing­mað­ur­inn hóf fyr­ir­spurn sína með því að segja að það væri algjör grund­vall­ar­skylda stjórn­valda hverju sinni að verja öryggi borg­ar­anna. „Það þarf reglu­bundið stöðu­mat og stjórn­völd þurfa að hafa bæði þor og kjark til að gera það en ekki ýta sjálf­krafa kostum út af borð­inu sem geta reynst þjóð­inni mik­il­vægir til að verja landið og tryggja öryggi borg­ar­anna. Ég tók reyndar eftir því að for­sæt­is­ráð­herra taldi með öllu óþarft að tryggja við­veru varn­ar­liðs hér á landi. Gott og vel. Það getur verið að það sé yfir­lýs­ing ætluð til heima­brúks innan VG, en mér þykir verra að ekk­ert mat á samt að gera á örygg­is­hags­munum í þessu sam­hengi, að minnsta kosti hefur okkur í utan­rík­is­mála­nefnd ekki verið kynnt það,“ sagði hún.

Auglýsing

Varn­ar­samn­ing­ur­inn ekki nægi­lega skýr

Telur Þor­gerður Katrín að meta þurfi og kort­leggja hvernig örygg­is- og varn­ar­hags­munum Íslend­inga sé best borg­ið, hvort sem það sé í gegnum mark­visst varn­ar­starf eða annað alþjóð­legt sam­starf sem geti stuðlað að friði og öryggi.

„Þess vegna höfum við í þing­flokki Við­reisnar lagt fram til­lögu um alþjóð­legt sam­starf í örygg­is-, utan­rík­is- og varn­ar­mál­um. Varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin er einn af horn­steinum okkar Íslend­inga þegar kemur að þjóðar­ör­yggi og hann er frá árinu 1951. Aðstæður eru veru­lega breytt­ar.

Varn­ar­samn­ing­ur­inn þarf með ótví­ræðum hætti að taka til netárása sem bein­ast gegn öryggi lands­ins. Hann þarf líka að taka til mik­il­vægis órof­inna sam­gangna, inn­viða og sam­skipta Íslands við umheim­inn á ófrið­ar­tím­um, eins og birgða­flutn­inga, sæstrengja eða orku­ör­ygg­is. Þetta gerir samn­ing­ur­inn ekki í dag. Hann þarf að geyma skýr ákvæði um verk­ferla. Þetta er gríð­ar­lega mik­il­vægt. Hann þarf að geyma skýr ákvæði um verk­ferla og ábyrgð á töku ákvarð­ana, komi til þess að við þurfum að virkja aðstoð Banda­ríkj­anna sam­kvæmt samn­ingn­um. Það er ekki skýrt í dag. Það ógnar öryggi okkar Íslend­inga. Og það er heldur ekki skýrt hversu langur þessi lág­marks­tími þarf að vera til að aðstoð ber­ist til lands­ins.“

Spurði Þor­gerður Katrín for­sæt­is­ráð­herra hvort hún teldi ekki ástæðu til þess að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­ríkin – ekki síst þegar örygg­is- og varn­ar­hags­munir lands­ins væru hafðir í huga.

Þarf að hafa marga þætti í huga þegar hugað er að öryggi borg­ar­anna

Katrín svar­aði og sagði að það væri mjög mik­il­vægt að Alþingi allt starf­aði og ynni sam­kvæmt hinni sam­þykktu þjóðar­ör­ygg­is­stefnu. Einn þáttur hennar væri varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in. Annar þáttur væri aðildin að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu en alls væri hún í tíu lið­um.

„Mér finnst ástæða til að vekja máls á því, af því að þetta er eðli­lega til umræðu núna, að við ræðum hvernig öryggi okkar verður sem best tryggt. Ég vil leyfa mér að segja að á und­an­förnum fjórum árum hefur á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs verið unnið alveg gríð­ar­legt starf í því að fylgja eftir öllum þáttum þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unn­ar, öllum tíu þátt­un­um, og yfir það er farið í þess­ari skýrslu um fram­kvæmd þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unn­ar.

Það liggur alger­lega fyrir að það eru mjög margir þættir sem þarf að hafa í huga þegar við hugum að öryggi borg­ara okk­ar. Það er net­ör­yggi, það er fjar­skipta­ör­yggi. Þegar við horfum á þau átök sem nú eru fyrir hendi held ég að við getum alger­lega óhikað metið það svo að sú áhætta felist ekki ein­göngu í því sem við getum kallað hefð­bundna hern­að­ar­lega þætti heldur ekki síður í net­ör­ygg­is­mál­um, fjar­skipta­ör­yggi og öðrum þeim þáttum sem lúta að því að við tryggjum öryggi mik­il­vægra inn­viða og að því hefur verið unn­ið,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann.

Katrín rifj­aði upp að áhættu­mat hefði verið gefið út af hálfu þjóðar­ör­ygg­is­ráðs árið 2021. „Við erum búin að ákveða á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs að upp­færa það mat með hlið­sjón af þess­ari stöðu til að geta lagt sjálf­stætt mat á það hvað er mik­il­væg­ast að gera til að bregð­ast við. Enn fremur liggur fyr­ir, og það hefur komið fram, að við­bún­að­ar­á­ætl­anir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins fyrir öll svæði banda­lags­ins, svæðin eru fimm, hafa verið virkj­aðar sem þýðir að þar er alls staðar sér­stök við­bún­að­ar­á­ætlun í gildi og að sjálf­sögðu tökum við fullan þátt í því. En næsta skref á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs er að upp­færa þetta mat þannig að við getum lagt sjálf­stætt mat á það hvar þörfin er í raun og veru brýn­ust.“

„Það er eitt­hvað mjög erfitt og við­kvæmt hér í gangi“

„Þetta er athygl­is­vert,“ sagði Þor­gerður Katrín. „For­sæt­is­ráð­herra, sem situr í rík­is­stjórn sem meðal ann­ars Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóð­ar­hags­muna, þjóðar­ör­ygg­is. Það segir ekki skýrt í samn­ingnum hversu langan tíma Banda­ríkja­menn hafa til að bregð­ast við ef við köllum eftir aðstoð. Það segir ekki skýrt þar. Svo á að skýla sér á bak við eitt­hvert áhættu­mat sem gert var hér fyrir ári síðan þegar aðstæður hafa gjör­breyst í heim­in­um.

Það er eitt­hvað mjög erfitt og við­kvæmt hér í gangi og ég vona að það sé ekki stefna Vinstri grænna sem leiðir til þess að við sýnum ekki festu og ákveðni strax í okkar við­brögðum í því hvernig við eigum að verja okkar öryggi, treysta okkar örygg­i,“ sagði hún.

Þor­gerður Katrín spurði í fram­hald­inu hvort for­sæt­is­ráð­herra myndi beita sér fyrir því að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­ríkin í ljósi þess að hann geymdi skýr­ari ákvæði til að verja Íslend­inga, ekki ein­ungis varð­andi net­ör­yggi heldur einnig til þess að vita hversu langan tíma Banda­ríkja­menn ætl­uðu sér til að bregð­ast við ef Íslend­ingar ósk­uðu eftir aðstoð þeirra í óör­uggum aðstæð­um.

Vara­samt að sá þeim fræjum að varn­ar­samn­ing­ur­inn stand­ist ekki tím­ans tönn

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að spurn­ing þing­manns­ins kæmi henni meira á óvart en hennar eigin svör.

„Mér finnst vara­samt hjá hátt­virtum þing­manni að vera að sá þeim fræjum hér að varn­ar­samn­ing­ur­inn stand­ist ekki tím­ans tönn. Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið upp­færður tvisvar sinn­um, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem for­manns þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, sem hátt­virtur þing­maður vill helst reyna að láta líta tor­tryggi­lega út, heldur mat rík­is­stjórn­ar­innar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé alger­lega skýrt sem og aðildin að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu sem einnig er kveðið á um í þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unni.

Ég held því að hér sé hátt­virtur þing­maður að grípa til ákveð­inna mælsku­bragða. Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælsku­bragða þegar ástandið í heim­inum er jafn alvar­legt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórn­völd séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borg­ara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörm­ungar sem fólkið í Úkra­ínu stendur frammi fyr­ir. Við erum að beita okkur með mann­úð­ar­að­stoð og öðrum þátt­u­m,“ sagði hún.

For­sæt­is­ráð­herra lauk svari sínu á að segja að sam­staðan sem hefði verið á þingi væri eitt­hvað sem þau ættu að reyna að halda í þegar ástandið væri jafn alvar­legt og raun ber vitni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent