Spyr hvort Sjálfstæðisflokkur sé eins máls flokkur utan um fiskveiðistjórnunarkerfið

Vilhjálmur Bjarnason segir að frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafi enga skírskotun til almennra kjósenda. Hann segir Pírata virðast vera á „einhverju rófi“, að Samfylkingarfólk sé leiðinlegt og að Miðflokkurinn sé trúarhreyfing.

Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013-2017.
Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013-2017.
Auglýsing

Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sem sótt­ist eftir sæti ofar­lega á lista flokks­ins í próf­kjöri fyrr á þessu ári en hlaut ekki erindi sem erf­iði, gagn­rýnir flokk­inn harð­lega í grein í Morg­un­blað­inu í dag

Þar segir Vil­hjálmur að hann hafi nú lokið afskiptum að stjórn­málum og það gefi honum færi á að láta ýmis­legt frá sér fara eftir að hafa spurt sig áleit­inna spurn­inga. „Fyrsta spurn­ingin er sú hvort hin „lýð­ræð­is­lega“ aðferð próf­kjöra hafi skilað sig­ur­strang­legum fram­boðs­list­um? Horf­andi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru inn­múr­að­ir, segja kjós­end­ur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosn­ingamask­ín­unni inni í Sjálf­stæð­is­flokkn­um! Engin skírskotun til almennra kjós­enda!“

Hann segir að fjöl­breytni hafi verið úthýst úr Sjálf­stæð­is­flokknum og að spyrja mætti hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé að verða eins máls flokkur þar sem „hag­kvæmni“ fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­is­ins ræður för? 

„For­ysta flokks­ins tók þá afstöðu árið 2014, eftir að hafa lofað „þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu“ um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn, sem að öðru leyti lá í svefni og skað­aði eng­an. Þetta leiddi til þess að stór hópur í atvinnu­rek­enda­liði Flokks­ins sagði skilið við Flokk­inn og gekk til liðs við nýjan smá­flokk! Góð leið til að minnka stjórn­mála­flokk! Það er einnig góð leið til að minnka flokk að við­halda óskilj­an­legri umræðu um full­veldi á plani frá 1918! Hvernig má það vera að flokk­ur, sem var með 40% kjör­fylgi, telur það ásætt­an­legt að fá 25% kjör­fylg­i?“ 

Auglýsing
Vilhjálmur segir enn fremur að end­ing­ar­tími for­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi verið um tíu ár, en Bjarni Bene­dikts­son, núver­andi for­mað­ur, hefur setið í rúm tólf ár. „Nýr leið­togi hefur ávallt verið í aug­sýn. Nema nún­a!,“ skrifar Vil­hjálm­ur.

Segir Pírata á róf­inu og Sam­fylk­ing­ar­fólk leið­in­legt

Vil­hjálmur gagn­rýnir líka aðra flokka á Alþingi, sem hann skiptir upp í smá­flokka og kerf­is­flokka. Hann segir Mið­flokk­inn vera eins manns flokk án mál­efn­is. Í slíkri trú­ar­hreyf­ingu sé algild trú á hinn óskeik­ula for­ingja „þar sem orða­flaum­ur­inn gusast út eins og tómatsósa, en að öðru leyti alger­lega inni­halds­laust blað­ur.“

Píratar hafi orðið til vegna ofur­trúar á að „ný stjórn­ar­skrá“ dragi úr „spill­ing­u“. „Með­limir þess flokks virð­ast flestir hverjir vera á ein­hverju rófi sem engir skil­ur, ekki einu sinni þeir sjálf­ir.“

Sam­fylk­ing­una segir hann hafa eðli Kvenna­lista, án allrar útgeisl­un­ar. „Einskis máls flokk­ur! Að auki, þeir sem tala fyrir þessa fylk­ingu eru fjand­anum leið­in­legri og skap­vond­ir.“

Vil­hjálmur talar af hæðni um allt hug­sjón­ar­fólkið í Vinstri græn­um, sem fari svo í aðra flokka þegar það fær ekki allt sem það krefst.

Grun­semdir um hags­muna­á­rekstra

Vil­hjálmur er ekki eini mað­ur­inn sem setið hefur á þingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem hefur gagn­rýnt hann í aðdrag­anda kosn­inga. Páll Magn­ús­son, sem enn er þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og odd­viti hans í Suð­ur­kjör­dæmi en mun ekki vera í fram­boði í haust, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í júlí. Þar sagði hann að ásamt klofn­ingi, væri meg­in­vandi flokks­ins í dag víð­tækur trú­verð­ug­leika­brest­ur. „Og vand­inn er djúp­stæð­ari en svo að það verði tek­ist á við hann með því að yppta öxl­um, tala um breytta tíma og búa til nokkur 30 sek­úndna mynd­bönd fyrir kosn­ing­ar.“ 

Það sem hann nefndi helst sem ástæðu fyrir trú­verð­ug­leika­brest­inum voru við­var­andi grun­semdir um hags­muna­á­rekstra sem Páll sagði að lægju eins og þoku­mistur yfir flokkn­um. „Tveir aug­ljós­ustu hlut­arnir af þess­ari grun­semda­þoku eru auð­vitað ann­ars vegar þær stöð­ugu ásak­anir sem for­maður flokks­ins má þola vegna eigin umsvifa og fjöl­skyldu hans í við­skipta­líf­inu – afskrifta og aflands­reikn­inga – og svo full­yrð­ingar um skað­lega hags­muna­á­rekstra vegna náinna tengsla sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við Sam­herj­a.“

Þó ekki væri hægt að sýna fram á að hags­muna­á­rekstrar hefðu orðið hjá ráð­herr­unum tveim­ur, Bjarna Bene­dikts­syni og Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, breytti það engu um að grun­semd­irnar sætu sem fast­ast. „Segja má að í til­viki fjár­mála­ráð­herra sé lítið við því að gera; hann stund­aði þau við­skipti sem hann stund­aði – sama gerðu aðrir í hans fjöl­skyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálf­stæð­is­menn treysta honum og hafa kosið sér hann sem for­mann hvað eftir ann­að. Öðru máli gegnir um sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Það er auð­vitað hreint sjálf­skap­ar­víti for­ystu flokks­ins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðu­neyti en einmitt þetta. Þessi ráð­stöfun hefur skaðað Sjálf­stæð­is­flokk­inn og ráð­herr­ann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri við­leitni að skapa meiri sátt um sjáv­ar­út­veg­inn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent