Spyr hvort Sjálfstæðisflokkur sé eins máls flokkur utan um fiskveiðistjórnunarkerfið

Vilhjálmur Bjarnason segir að frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafi enga skírskotun til almennra kjósenda. Hann segir Pírata virðast vera á „einhverju rófi“, að Samfylkingarfólk sé leiðinlegt og að Miðflokkurinn sé trúarhreyfing.

Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013-2017.
Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013-2017.
Auglýsing

Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sem sótt­ist eftir sæti ofar­lega á lista flokks­ins í próf­kjöri fyrr á þessu ári en hlaut ekki erindi sem erf­iði, gagn­rýnir flokk­inn harð­lega í grein í Morg­un­blað­inu í dag

Þar segir Vil­hjálmur að hann hafi nú lokið afskiptum að stjórn­málum og það gefi honum færi á að láta ýmis­legt frá sér fara eftir að hafa spurt sig áleit­inna spurn­inga. „Fyrsta spurn­ingin er sú hvort hin „lýð­ræð­is­lega“ aðferð próf­kjöra hafi skilað sig­ur­strang­legum fram­boðs­list­um? Horf­andi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru inn­múr­að­ir, segja kjós­end­ur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosn­ingamask­ín­unni inni í Sjálf­stæð­is­flokkn­um! Engin skírskotun til almennra kjós­enda!“

Hann segir að fjöl­breytni hafi verið úthýst úr Sjálf­stæð­is­flokknum og að spyrja mætti hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé að verða eins máls flokkur þar sem „hag­kvæmni“ fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­is­ins ræður för? 

„For­ysta flokks­ins tók þá afstöðu árið 2014, eftir að hafa lofað „þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu“ um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn, sem að öðru leyti lá í svefni og skað­aði eng­an. Þetta leiddi til þess að stór hópur í atvinnu­rek­enda­liði Flokks­ins sagði skilið við Flokk­inn og gekk til liðs við nýjan smá­flokk! Góð leið til að minnka stjórn­mála­flokk! Það er einnig góð leið til að minnka flokk að við­halda óskilj­an­legri umræðu um full­veldi á plani frá 1918! Hvernig má það vera að flokk­ur, sem var með 40% kjör­fylgi, telur það ásætt­an­legt að fá 25% kjör­fylg­i?“ 

Auglýsing
Vilhjálmur segir enn fremur að end­ing­ar­tími for­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi verið um tíu ár, en Bjarni Bene­dikts­son, núver­andi for­mað­ur, hefur setið í rúm tólf ár. „Nýr leið­togi hefur ávallt verið í aug­sýn. Nema nún­a!,“ skrifar Vil­hjálm­ur.

Segir Pírata á róf­inu og Sam­fylk­ing­ar­fólk leið­in­legt

Vil­hjálmur gagn­rýnir líka aðra flokka á Alþingi, sem hann skiptir upp í smá­flokka og kerf­is­flokka. Hann segir Mið­flokk­inn vera eins manns flokk án mál­efn­is. Í slíkri trú­ar­hreyf­ingu sé algild trú á hinn óskeik­ula for­ingja „þar sem orða­flaum­ur­inn gusast út eins og tómatsósa, en að öðru leyti alger­lega inni­halds­laust blað­ur.“

Píratar hafi orðið til vegna ofur­trúar á að „ný stjórn­ar­skrá“ dragi úr „spill­ing­u“. „Með­limir þess flokks virð­ast flestir hverjir vera á ein­hverju rófi sem engir skil­ur, ekki einu sinni þeir sjálf­ir.“

Sam­fylk­ing­una segir hann hafa eðli Kvenna­lista, án allrar útgeisl­un­ar. „Einskis máls flokk­ur! Að auki, þeir sem tala fyrir þessa fylk­ingu eru fjand­anum leið­in­legri og skap­vond­ir.“

Vil­hjálmur talar af hæðni um allt hug­sjón­ar­fólkið í Vinstri græn­um, sem fari svo í aðra flokka þegar það fær ekki allt sem það krefst.

Grun­semdir um hags­muna­á­rekstra

Vil­hjálmur er ekki eini mað­ur­inn sem setið hefur á þingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem hefur gagn­rýnt hann í aðdrag­anda kosn­inga. Páll Magn­ús­son, sem enn er þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og odd­viti hans í Suð­ur­kjör­dæmi en mun ekki vera í fram­boði í haust, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í júlí. Þar sagði hann að ásamt klofn­ingi, væri meg­in­vandi flokks­ins í dag víð­tækur trú­verð­ug­leika­brest­ur. „Og vand­inn er djúp­stæð­ari en svo að það verði tek­ist á við hann með því að yppta öxl­um, tala um breytta tíma og búa til nokkur 30 sek­úndna mynd­bönd fyrir kosn­ing­ar.“ 

Það sem hann nefndi helst sem ástæðu fyrir trú­verð­ug­leika­brest­inum voru við­var­andi grun­semdir um hags­muna­á­rekstra sem Páll sagði að lægju eins og þoku­mistur yfir flokkn­um. „Tveir aug­ljós­ustu hlut­arnir af þess­ari grun­semda­þoku eru auð­vitað ann­ars vegar þær stöð­ugu ásak­anir sem for­maður flokks­ins má þola vegna eigin umsvifa og fjöl­skyldu hans í við­skipta­líf­inu – afskrifta og aflands­reikn­inga – og svo full­yrð­ingar um skað­lega hags­muna­á­rekstra vegna náinna tengsla sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við Sam­herj­a.“

Þó ekki væri hægt að sýna fram á að hags­muna­á­rekstrar hefðu orðið hjá ráð­herr­unum tveim­ur, Bjarna Bene­dikts­syni og Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, breytti það engu um að grun­semd­irnar sætu sem fast­ast. „Segja má að í til­viki fjár­mála­ráð­herra sé lítið við því að gera; hann stund­aði þau við­skipti sem hann stund­aði – sama gerðu aðrir í hans fjöl­skyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálf­stæð­is­menn treysta honum og hafa kosið sér hann sem for­mann hvað eftir ann­að. Öðru máli gegnir um sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Það er auð­vitað hreint sjálf­skap­ar­víti for­ystu flokks­ins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðu­neyti en einmitt þetta. Þessi ráð­stöfun hefur skaðað Sjálf­stæð­is­flokk­inn og ráð­herr­ann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri við­leitni að skapa meiri sátt um sjáv­ar­út­veg­inn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent