Staða efnahagsmála í Rússlandi er slæm í augnablikinu og til marks um það þá hækkaði verðlag um níu prósent í nóvembermánuði. Hækkunin koma að mestu leyti fram seinni part mánaðarins, samkvæmt tölum frá hagstofunni í Rússlandi sem vitnað er til í fréttum Quartz.
Þannig hækkað verð á kjöti um 18,2 prósent milli ára og mjólkurafurðir um 14,3 prósent. Margar ferskvörur hafa hækkað umtalsvert og grænmeti sömuleiðis. Meðal annars hafa ferskir tómatar hækkað um 35 prósent og kartöflur um 21 prósent. Hækkunin það sem af er ári nemur um 40 prósentum, sen Steve Rosenberg, fréttaritari BBC, skrifaði meðal um þessa þróun á Twitter á dögunum.
Shopping in Ryazan. The good news: there's plenty of buckwheat. The bad news: food prices up 40% since start of year pic.twitter.com/gY0YQ9FnRu
— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) December 5, 2014
Auglýsing
Margt helst í hendur sem gerir Rússum erfitt fyrir um þessar mundir. Efnahagsþvinganir Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna hafa haft veruleg áhrif, og vísbendingar eru uppi um að innflutningsbann Rússa gagnvart fjölmörgum ríkjum, hafi þrýst upp verði með tilheyrandi verðbólguáhrifum og ekki styrkt hagkerfið heldur veikt það. Samt hefur bannið mælst vel fyrir hjá almenningi í könnunum, samkvæmt frásögnum rússneskra fjölmiðla.
Ofan í þetta hefur verðfall á olíu bein áhrif á undirstöðuatvinnuveg Rússa, orku- og olíugeirann. Frá í júlí hefur olía lækkað um meira 30 prósent í verði.
Í byrjun síðustu viku kom Vladímir Pútín Rússlandsforseti fram í sjónvarpsávarpi og lýsti því yfir, að mikla líkur væru á því að Rússar myndu sigla inn í kreppu á næsta ári, eftir mikinn uppgangstíma undanfarin ár.