Staðan í Evrópumálum "fáranleg" og menn öfundsjúkir út í styrk Skagafjarðar

15270171582_ae01f5bebe_k-1.jpg
Auglýsing

„Að okkar mati þarf að end­ur­vekja umsókn­ina algjör­lega,“ segir Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra aðspurður um hvort Evr­ópu­sam­bandsum­sókn Íslands sé ekki gild lengur og hvort það þurfi að byrja umsókn­ar­ferli upp á nýtt ef Ísland á að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Það sé ekki hægt að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort rík­is­stjórn sem væri á móti aðild eigi að halda áfram umsókn að Evr­ópu­sam­band­inu. Slíkt væri „und­ar­leg­t“.

Sú staða sem væri uppi í þessum málum í dag væri „fá­rán­leg“. Hins vegar væri hægt að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort þjóðin eigi að ganga í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. Síð­asta rík­is­stjórn hafi ekki þorað því. Þetta kom fram í við­tali við hann í þætt­inum Eyj­unni á Stöð 2 í dag.

Bréf stjórn­ar­and­stöð­unnar "brand­ari"Í þætt­inum kall­aði hann bréfið sem stjórn­ar­and­staðan sendi til Evr­ópu­sam­bands­ins „brand­ara“ sem væri fullur af rang­færsl­um. Stjórn­ar­and­stæðan virð­ist vera að gleyma því að hún sé ekki lengur í rík­is­stjórn, að sögn Gunn­ars Braga. „Er það ekki valda­rán að senda bréf út til Evr­ópu­sam­bands­ins sem er fullt af vit­leysu og er bein­leiðis rang­t?“, sagði Gunnar Bragi með vísan í ásak­anir um að rík­is­stjórnin væri að fremja valda­rán með því að taka ákvörðun sem ekki væri lögð fyrir þing, utan­rík­is­mála­nefnd eða þjóð­ina.

Það væri mat rík­is­stjórn­ar­innar að það þyrfti ekki að fara með aðild­ar­lokin fyrir þingið og utan­rík­is­mála­nefnd.  „Okkur fannst ein­fald­lega tími til að ganga í málið gagn­vart Evr­ópu­sam­band­in­u“, sagði Gunnar Bragi og átti þar við að gera sam­band­inu ljóst hver afstaða þess­arar rík­is­stjórnar sé.

Auglýsing

Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum mótmælenda sem fram fóru á Austurvelli fyrr í dag, og um sjö þúsund manns mættu á, sagði: „Ríkisstjórn Íslands hefur lítilsvirt lýðræðið í landinu og ber því tafarlaust að segja af sér. Hingað og ekki lengra! Í yfir­lýs­ingu frá skipu­leggj­endum mót­mæl­enda sem fram fóru á Aust­ur­velli fyrr í dag, og um sjö þús­und manns mættu á, sagði: „Rík­is­stjórn Íslands hefur lít­ils­virt lýð­ræðið í land­inu og ber því taf­ar­laust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!"

Segir ásökun Val­gerðar "fá­rán­lega"Gunnar Bragi sagði ásak­anir Val­gerðar Sverr­is­dótt­ur, fyrrum for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að til­lagan til að draga umsókn­ina til baka hafi verið samda utan­flokks vera „fá­rán­lega“. Afstaða hennar og Jóns Sig­urðs­son­ar, ann­ars fyrrum for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins sem hefur gagn­rýnt ákvörð­un­ina, í Evr­ópu­sam­bands­málum hafi lengi legið fyr­ir.

Gunnar Bragi sagði það alltaf vera vont ef stjórn­mál væru í enda­lausum átök­um. Það væri hins vegar ekk­ert óeðli­legt að takast á. Þau sam­ræðu­stjórn­mál sem reynd hafi verið á síð­asta kjör­tíma­bili hafi ekki staðið undir því að bæta umræðu­hefð­ina í stjórn­mál­u­m. ­Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir, „meðal ann­ars þessi Björt fram­tíð“ séu síðan að haga sér nákvæm­lega eins og þeir áður gagn­rýndu.

Öfund­sýki út í Kaup­fé­lag Skag­firð­ingaBjörn Ingi Hrafns­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, spurði Gunnar Braga síðan um áhrif valda­mik­illa manna í Skaga­firði á stjórn lands­ins og umræð­una um "skag­fírska efna­hags­svæð­ið". Gunnar Bragi sagði þessa umræðu stjórn­ast af öfund­sýki út í hið sterka fyr­ir­tæki Kaup­fé­lag Skag­firð­inga.

Fylgi Fram­sóknar hefur verið í frjálsu falli und­an­farin miss­eri og mælist nú um tiu pró­sent. Flokk­ur­inn fékk 24,4 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Gunnar Bragi sagði fylgið í könn­unum vera að dala vegna þess að ­flokk­ur­inn sé óhræddur við að takast á við erfið mál. Meðal þeirra væru leið­rétt­ing á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum og Ices­a­ve-­mál­ið. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af skoð­ana­könn­unum og flokkur hans ætlar ekki að ger­ast popúl­ískur flokkur á borð við Sam­fylk­ing­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None