Sjö þúsund mótmæltu: Segja ríkisstjórnina hafa lítilsvirt lýðræðið og eigi að segja af sér tafarlaust

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Um sjö þús­und manns mættu á Aust­ur­völl í dag til að mót­mæla ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að slíta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sendi bréf þess efnis til sam­bands­ins síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Ákvörð­unin var ekki tekin fyrir á Alþingi né borin undir utan­rík­is­mála­nefnd.

Í yfir­lýs­ingu sem skipu­leggj­endur fund­ar­ins sendu frá sér seg­ir:

"Rík­is­stjórn Íslands lætur sér vest­rænar lýð­ræð­is­hefðir í léttu rúmi liggja þegar kemur að málum sem hún er á móti. Ráð­herrar hennar víla ekki fyrir sér að svíkja kosn­inga­lof­orð og þegar þeir eru minntir á eigin orð kemur ekk­ert af viti á móti, engin rök, ekk­ert mál­efna­legt, engin sam­ræða, heldur full­yrð­ingar um að þeir hafi lýð­ræð­is­legan rétt til að gera hvað sem þeim sýn­ist.

Auglýsing

Síð­asta útspil rík­is­stjórn­ar­innar end­ur­speglar ger­ræð­is­lega stjórn­ar­hætti. Það er á okkar ábyrgð, borg­ara þessa lands, að svara fullum hálsi og stöðva þessa þróun áður en hún leiðir okkur til stjórn­ar­hátta sem engum hugnast, nema þeim sem sitja á valda­stól­u­m. 

Rík­is­stjórn Íslands hefur lít­ils­virt lýð­ræðið í land­inu og ber því taf­ar­laust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!"

Um sjö þúsund manns mættu á mótmælin sem fram fóru á Austurvelli í dag. Um sjö þús­und manns mættu á mót­mælin sem fram fóru á Aust­ur­velli í dag. EPA/ANTON BRINK

Önnur mót­mælin í þess­ari lotuÞetta voru önnur mót­mælin vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau fyrri fóru fram á fimmtu­dags­kvöld­ið, um tveimur klukku­tímum eftir að til­kynnt var um ákvörð­un­ina. Þá mættu rúm­lega 200 manns og því ljóst að mót­mælin sem fóru fram í dag voru mun stærri í snið­um.

Þau Ill­ugi Jök­uls­son ­rit­höf­und­­ur, Jóna Sól­­veig El­ín­­ar­dótt­ir alþjóða­stjórn­­­mála­­fræð­ing­­ur, Jór­unn Frí­­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­­ar­­full­­trúi og Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir líf­eðl­is­­­fræð­ing­ur flutt­u ávarp á mót­­mæla­fund­in­um, sem stýrt var af Sif Trausta­dótt­­ur. KK og Hemúl­inn sáu síðan um tón­list­ar­at­riði.

_ABH7971 (1) Mót­mæl­endur voru á öllum aldri. EPA/ANTON BRINK

 

Mikil mót­mæli í fyrraMót­mælin nú minna um margt á ástandið á Aust­ur­velli fyrir um ári síð­an. Nokkur þús­und manns mót­mæltu nokkrar helgar í röð í febr­úar og mars á síð­asta ári í kjöl­far þess að Gunnar Bragi lagði fram til­lögu um að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Frum­varpið var lagt fram í kjöl­far birt­ingar skýrslu sem Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands gerði um við­ræð­urn­ar. Sam­kvæmt henni vor­u veru­lega litlar líkur á því að Ísland geti fengið und­an­­þágur frá grunn­reglu­verki ESB. Skömmu síðar kom út skýrsla Alþjóða­stofn­unar Háskóla Íslands sem sýndi allt aðra nið­ur­stöðu og sagði að Ísland hefði þegar náð fram ýmis konar und­an­þág­um.

Skipu­leggj­endur mót­mæl­end­anna, og margir þátt­tak­end­anna í þeim, töldu að stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, hefðu lofað því fyrir síð­ustu kosn­ingar að slíta ekki við­ræðum við ESB nema að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæð­ar­greiðslu um mál­ið.

Að end­ingu var til­lagan svæfð í nefnd. Gunnar Bragi sagði í sjón­varps­við­tali í gær að þingið hefði tekið til­lög­una í gísl­ingu og því hefði hann ekki viljað fara þá leið að leggja slíka fram á ný.

Fjórar ræður voru fluttar á mótmælunum. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum þeirra sagði: „Ríkisstjórn Íslands hefur lítilsvirt lýðræðið í landinu og ber því tafarlaust að segja af sér. Hingað og ekki lengra! Fjórar ræður voru fluttar á mót­mæl­un­um. Í yfir­lýs­ingu frá skipu­leggj­endum þeirra sagði: „Rík­is­stjórn Íslands hefur lít­ils­virt lýð­ræðið í land­inu og ber því taf­ar­laust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!" EPA/ANTON BRINK

Meiri­hluti lands­manna vill ekki slíta við­ræðumMeiri­hluti lands­manna vill ekki að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka, sam­kvæmt nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland. 35,7 pró­sent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 pró­sent sögðust hvorki vera fylgj­andi né and­víg­ir.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam­band­inu en nú, eða 46,2 pró­sent. Tæp 54 pró­sent svar­enda voru and­vígir aðild.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None