Sjö þúsund mótmæltu: Segja ríkisstjórnina hafa lítilsvirt lýðræðið og eigi að segja af sér tafarlaust

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Um sjö þús­und manns mættu á Aust­ur­völl í dag til að mót­mæla ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að slíta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sendi bréf þess efnis til sam­bands­ins síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Ákvörð­unin var ekki tekin fyrir á Alþingi né borin undir utan­rík­is­mála­nefnd.

Í yfir­lýs­ingu sem skipu­leggj­endur fund­ar­ins sendu frá sér seg­ir:

"Rík­is­stjórn Íslands lætur sér vest­rænar lýð­ræð­is­hefðir í léttu rúmi liggja þegar kemur að málum sem hún er á móti. Ráð­herrar hennar víla ekki fyrir sér að svíkja kosn­inga­lof­orð og þegar þeir eru minntir á eigin orð kemur ekk­ert af viti á móti, engin rök, ekk­ert mál­efna­legt, engin sam­ræða, heldur full­yrð­ingar um að þeir hafi lýð­ræð­is­legan rétt til að gera hvað sem þeim sýn­ist.

Auglýsing

Síð­asta útspil rík­is­stjórn­ar­innar end­ur­speglar ger­ræð­is­lega stjórn­ar­hætti. Það er á okkar ábyrgð, borg­ara þessa lands, að svara fullum hálsi og stöðva þessa þróun áður en hún leiðir okkur til stjórn­ar­hátta sem engum hugnast, nema þeim sem sitja á valda­stól­u­m. 

Rík­is­stjórn Íslands hefur lít­ils­virt lýð­ræðið í land­inu og ber því taf­ar­laust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!"

Um sjö þúsund manns mættu á mótmælin sem fram fóru á Austurvelli í dag. Um sjö þús­und manns mættu á mót­mælin sem fram fóru á Aust­ur­velli í dag. EPA/ANTON BRINK

Önnur mót­mælin í þess­ari lotuÞetta voru önnur mót­mælin vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau fyrri fóru fram á fimmtu­dags­kvöld­ið, um tveimur klukku­tímum eftir að til­kynnt var um ákvörð­un­ina. Þá mættu rúm­lega 200 manns og því ljóst að mót­mælin sem fóru fram í dag voru mun stærri í snið­um.

Þau Ill­ugi Jök­uls­son ­rit­höf­und­­ur, Jóna Sól­­veig El­ín­­ar­dótt­ir alþjóða­stjórn­­­mála­­fræð­ing­­ur, Jór­unn Frí­­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­­ar­­full­­trúi og Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir líf­eðl­is­­­fræð­ing­ur flutt­u ávarp á mót­­mæla­fund­in­um, sem stýrt var af Sif Trausta­dótt­­ur. KK og Hemúl­inn sáu síðan um tón­list­ar­at­riði.

_ABH7971 (1) Mót­mæl­endur voru á öllum aldri. EPA/ANTON BRINK

 

Mikil mót­mæli í fyrraMót­mælin nú minna um margt á ástandið á Aust­ur­velli fyrir um ári síð­an. Nokkur þús­und manns mót­mæltu nokkrar helgar í röð í febr­úar og mars á síð­asta ári í kjöl­far þess að Gunnar Bragi lagði fram til­lögu um að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Frum­varpið var lagt fram í kjöl­far birt­ingar skýrslu sem Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands gerði um við­ræð­urn­ar. Sam­kvæmt henni vor­u veru­lega litlar líkur á því að Ísland geti fengið und­an­­þágur frá grunn­reglu­verki ESB. Skömmu síðar kom út skýrsla Alþjóða­stofn­unar Háskóla Íslands sem sýndi allt aðra nið­ur­stöðu og sagði að Ísland hefði þegar náð fram ýmis konar und­an­þág­um.

Skipu­leggj­endur mót­mæl­end­anna, og margir þátt­tak­end­anna í þeim, töldu að stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, hefðu lofað því fyrir síð­ustu kosn­ingar að slíta ekki við­ræðum við ESB nema að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæð­ar­greiðslu um mál­ið.

Að end­ingu var til­lagan svæfð í nefnd. Gunnar Bragi sagði í sjón­varps­við­tali í gær að þingið hefði tekið til­lög­una í gísl­ingu og því hefði hann ekki viljað fara þá leið að leggja slíka fram á ný.

Fjórar ræður voru fluttar á mótmælunum. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum þeirra sagði: „Ríkisstjórn Íslands hefur lítilsvirt lýðræðið í landinu og ber því tafarlaust að segja af sér. Hingað og ekki lengra! Fjórar ræður voru fluttar á mót­mæl­un­um. Í yfir­lýs­ingu frá skipu­leggj­endum þeirra sagði: „Rík­is­stjórn Íslands hefur lít­ils­virt lýð­ræðið í land­inu og ber því taf­ar­laust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!" EPA/ANTON BRINK

Meiri­hluti lands­manna vill ekki slíta við­ræðumMeiri­hluti lands­manna vill ekki að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka, sam­kvæmt nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland. 35,7 pró­sent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 pró­sent sögðust hvorki vera fylgj­andi né and­víg­ir.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam­band­inu en nú, eða 46,2 pró­sent. Tæp 54 pró­sent svar­enda voru and­vígir aðild.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None