Sjö þúsund mótmæltu: Segja ríkisstjórnina hafa lítilsvirt lýðræðið og eigi að segja af sér tafarlaust

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Um sjö þús­und manns mættu á Aust­ur­völl í dag til að mót­mæla ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að slíta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sendi bréf þess efnis til sam­bands­ins síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Ákvörð­unin var ekki tekin fyrir á Alþingi né borin undir utan­rík­is­mála­nefnd.

Í yfir­lýs­ingu sem skipu­leggj­endur fund­ar­ins sendu frá sér seg­ir:

"Rík­is­stjórn Íslands lætur sér vest­rænar lýð­ræð­is­hefðir í léttu rúmi liggja þegar kemur að málum sem hún er á móti. Ráð­herrar hennar víla ekki fyrir sér að svíkja kosn­inga­lof­orð og þegar þeir eru minntir á eigin orð kemur ekk­ert af viti á móti, engin rök, ekk­ert mál­efna­legt, engin sam­ræða, heldur full­yrð­ingar um að þeir hafi lýð­ræð­is­legan rétt til að gera hvað sem þeim sýn­ist.

Auglýsing

Síð­asta útspil rík­is­stjórn­ar­innar end­ur­speglar ger­ræð­is­lega stjórn­ar­hætti. Það er á okkar ábyrgð, borg­ara þessa lands, að svara fullum hálsi og stöðva þessa þróun áður en hún leiðir okkur til stjórn­ar­hátta sem engum hugnast, nema þeim sem sitja á valda­stól­u­m. 

Rík­is­stjórn Íslands hefur lít­ils­virt lýð­ræðið í land­inu og ber því taf­ar­laust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!"

Um sjö þúsund manns mættu á mótmælin sem fram fóru á Austurvelli í dag. Um sjö þús­und manns mættu á mót­mælin sem fram fóru á Aust­ur­velli í dag. EPA/ANTON BRINK

Önnur mót­mælin í þess­ari lotuÞetta voru önnur mót­mælin vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau fyrri fóru fram á fimmtu­dags­kvöld­ið, um tveimur klukku­tímum eftir að til­kynnt var um ákvörð­un­ina. Þá mættu rúm­lega 200 manns og því ljóst að mót­mælin sem fóru fram í dag voru mun stærri í snið­um.

Þau Ill­ugi Jök­uls­son ­rit­höf­und­­ur, Jóna Sól­­veig El­ín­­ar­dótt­ir alþjóða­stjórn­­­mála­­fræð­ing­­ur, Jór­unn Frí­­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­­ar­­full­­trúi og Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir líf­eðl­is­­­fræð­ing­ur flutt­u ávarp á mót­­mæla­fund­in­um, sem stýrt var af Sif Trausta­dótt­­ur. KK og Hemúl­inn sáu síðan um tón­list­ar­at­riði.

_ABH7971 (1) Mót­mæl­endur voru á öllum aldri. EPA/ANTON BRINK

 

Mikil mót­mæli í fyrraMót­mælin nú minna um margt á ástandið á Aust­ur­velli fyrir um ári síð­an. Nokkur þús­und manns mót­mæltu nokkrar helgar í röð í febr­úar og mars á síð­asta ári í kjöl­far þess að Gunnar Bragi lagði fram til­lögu um að slíta við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Frum­varpið var lagt fram í kjöl­far birt­ingar skýrslu sem Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands gerði um við­ræð­urn­ar. Sam­kvæmt henni vor­u veru­lega litlar líkur á því að Ísland geti fengið und­an­­þágur frá grunn­reglu­verki ESB. Skömmu síðar kom út skýrsla Alþjóða­stofn­unar Háskóla Íslands sem sýndi allt aðra nið­ur­stöðu og sagði að Ísland hefði þegar náð fram ýmis konar und­an­þág­um.

Skipu­leggj­endur mót­mæl­end­anna, og margir þátt­tak­end­anna í þeim, töldu að stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, hefðu lofað því fyrir síð­ustu kosn­ingar að slíta ekki við­ræðum við ESB nema að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæð­ar­greiðslu um mál­ið.

Að end­ingu var til­lagan svæfð í nefnd. Gunnar Bragi sagði í sjón­varps­við­tali í gær að þingið hefði tekið til­lög­una í gísl­ingu og því hefði hann ekki viljað fara þá leið að leggja slíka fram á ný.

Fjórar ræður voru fluttar á mótmælunum. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum þeirra sagði: „Ríkisstjórn Íslands hefur lítilsvirt lýðræðið í landinu og ber því tafarlaust að segja af sér. Hingað og ekki lengra! Fjórar ræður voru fluttar á mót­mæl­un­um. Í yfir­lýs­ingu frá skipu­leggj­endum þeirra sagði: „Rík­is­stjórn Íslands hefur lít­ils­virt lýð­ræðið í land­inu og ber því taf­ar­laust að segja af sér. Hingað og ekki lengra!" EPA/ANTON BRINK

Meiri­hluti lands­manna vill ekki slíta við­ræðumMeiri­hluti lands­manna vill ekki að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka, sam­kvæmt nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland. 35,7 pró­sent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 pró­sent sögðust hvorki vera fylgj­andi né and­víg­ir.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam­band­inu en nú, eða 46,2 pró­sent. Tæp 54 pró­sent svar­enda voru and­vígir aðild.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None