Starfsfólk Netflix fær ótakmarkað fæðingarorlof fyrsta árið eftir að barn fæðist

h_50439748-1.jpg
Auglýsing

Banda­ríska streymi­þjón­ustan Net­flix til­kynnti í gær að starfs­fólk hennar geti tekið ótak­markað fæð­ing­ar­or­lof á fullum launum innan fyrsta árs frá því að barn fæð­ist eða er ætt­leitt. Sömu­leiðis er þeim for­eldrum sem starfa hjá Net­flix gert kleift að koma og fara úr vinnu á þessu tíma­bili eins og þeim sýn­ist. Fæð­ing­ar­or­lofið stendur báðum kynjum til boða.

Í til­kynn­ingu frá Net­flix vegna þessa kemur fram að fyr­ir­tækið vilji að starfs­menn þess hafi sveigj­an­leika og sjálfs­traust til þess að finna jafn­vægi milli þarfa stækk­andi fjöl­skyldu sinna án þess að hafa áhyggjur af vinnu eða fjár­mál­um. „Áfram­hald­andi árangur Net­flix byggir á því að við getum keppt um og haldið hæfi­leik­a­rík­ustu ein­stak­ling­un­unum á hverju sviði fyrir sig. Reynslan sýnir að ein­stak­lingar standa sig betur í vinnu þegar þeir hafa ekki áhyggjur af heim­il­is­líf­in­u,“ segir einnig í til­kynn­ing­unni.

Netflix vill að starfsfólk sitt þurfi ekki að hafa áhyggjur af vinnu eða fjármálum á meðan að það er í fæðingarorlofi. Net­flix vill að starfs­fólk sitt þurfi ekki að hafa áhyggjur af vinnu eða fjár­málum á meðan að það er í fæð­ing­ar­or­lofi.

Auglýsing

Færri feður í orlof á Íslandi en fyrir hrunÁ Íslandi leggur hið opin­bera lín­urnar varð­andi fæð­ing­ar­or­lof, þótt sum fyr­ir­tæki hafi tekið upp þá stefnu að greiða starfs­mönnum sínum við­bót­ar­greiðslur á meðan að þeir taka slíkt orlof. Eftir banka­hrun hefur hlut­fall feðra sem taka fæð­ing­ar­or­lof hríð­fallið og hlut­fall feðra sem tóku fæð­ing­ar­or­lof árið 2013 var það lægsta í yfir ára­tug.

Í frétt Kjarn­ans frá því í nóv­em­ber 2014 sagði að níu af hverjum tíu feðrum hafi tekið fæð­ing­ar­or­lof árið 2009, en á árinu 2013 hafi hlut­fallið hafi lækkað um þrettán pró­sent og verið um 77 pró­sent.

Um þessar mundir er starf­andi starfs­hópur um fram­tíð­ar­skipan fæð­ing­ar­or­lofs­mála, sem Eygló Harð­ar­dóttir félags­mála­ráð­herra skip­aði í lok síð­asta árs. Ein ástæðan var einmitt sú að sögn ráð­herr­ans að for­eldrar hér á landi þurfi að brúa lengsta bilið frá þeim tíma sem fæð­ing­ar­or­lofi lýkur þar til leik­skóla­ganga hefst. Sú ákvörðun síð­ustu rík­is­stjórnar að lækka hámarks­greiðslur úr sjóðnum hafði líka mjög slæm áhrif, sér­stak­lega á töku feðra á fæð­ing­ar­or­lofi, sem er mikið jafn­rétt­is­mál.

Mjög vin­sælt á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki í boðiNet­flix er streymi­þjón­usta þar sem hægt er að nálg­ast mikið magn kvik­mynda, sjón­varps­þátta, barna­efn­is, heim­ild­ar­mynda og ann­ars áhorf­an­legs efn­is. Þjón­ustan hefur þann aug­ljósa kost fram yfir línu­lega sjón­varps­dag­skrá að not­endur geta horft á það efni sem þeir vilja þegar þeir vilja í nán­ast hvaða tæki sem þeir vilja. Áskrift að Net­flix er auk þess mun ódýr­ari en áskrift að þeim sjón­varps­stöðum sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að á Íslandi.

Þrátt fyrir að þjón­usta Net­flix sé ekki í boði hér­lendis er samt sem áður talið að yfir 20 þús­und íslensk heim­ili séu með aðgang að veit­unni. Þjón­ustan hefur notið sívax­andi vin­sælda síð­ustu ár, ekki síst eftir að fram­leiðsla á eigin efni hófst. Þátt­arað­irnar House of Cards, Orange is the New Black og fjórða ser­ían af Arre­sted Develop­ment eru allar dæmi um það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None