Starfslok stjórnenda kostuðu SKEL 60 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins

SKEL fjárfestingarfélag hagnaðist á því að selja fasteignir til fasteignaþróunarfélags sem það á nú 18 prósent hlut. Næst stærsti eigandinn er móðurfélag stærsta eiganda SKEL, sem er stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður SKEL
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður SKEL
Auglýsing

SKEL fjár­fest­inga­fé­lag hagn­að­ist um 3,3 millj­arða króna eftir skatta á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022. Þar skiptir öllu máli að félagið seldi fast­eignir sem hýsa starf­semi dótt­ur­fé­laga þess til fast­eigna­fé­lags­ins Kalda­lóns. Sölu­hagn­aður af fast­eigna­sölu á árs­fjórð­ungnum var 4,1 millj­arður króna. 

SKEL fékk greitt fyrir fast­eign­irnar með reiðufé upp á 3,6 millj­arða króna og með nýjum hlutum sem gefnir voru út í Kalda­lóni. Eftir við­skipt­in, sem voru frá­gengin síð­asta dag mars­mán­að­ar, er SKEL stærsti hlut­hafi fast­eigna­þró­un­ar­fé­lags­ins, sem er skráð á First North mark­að­inn, með 18,05 pró­sent eign­ar­hlut. Næst stærsti eig­and­inn er Strengur Hold­ing, móð­ur­fé­lags Strengs hf. sem er meiri­hluta­eig­andi í SKEL og er stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni. Strengur Hold­ing á 12,76 pró­sent hlut í Kalda­lón­i. 

Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi SKEL fyrir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins. 

For­stjór­inn sagði af sér í febr­úar

Þar segir líka að rekstr­ar­kostn­aður félags­ins hafi lit­ast af kostn­aði vegna upp­skipt­ingar og starfs­loka­kostn­aði, sem hafi verið 60 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Tveir stjórn­endur hættu störfum hjá SKEL á fyrstu mán­uðum árs­ins. Fyrst sagði þáver­andi for­stjóri, Árni Pétur Jóns­son, af sér í febr­ú­ar. Í til­­­kynn­ing­unni sem hann sendi frá sér sagði Árni Pét­ur, sem var með um sjö millj­ónir króna á mán­uði í heild­ar­laun á árinu 2021, að honum hafi borist tölvu­­­póstur frá fyrrum sam­­­starfs­­­konu hans í öðru fyr­ir­tæki, þar sem hann var yfir­­­­­maður hennar fyrir um 17 árum síð­­­­­an. „Þar greinir hún frá því að í dag upp­­­lifi hún sam­­­skipti okkar á þessum tíma með þeim hætti að ég hafi gengið yfir ákveðin mörk.“ 

Auglýsing
Hann sagði að konan hafi ekki sakað hann um ofbeldi, áreiti eða ein­hvers konar brot gegn lög­­­um, heldur hafi verið um að ræða valda­ó­­­jafn­­­vægi og ald­­­ur­s­mun. „Þrátt fyrir að ég hafi á engan hátt gerst brot­­­legur við lög þá átta ég mig á því að við­mið og við­horf hafi breyst í sam­­­fé­lag­inu og er það vel,“ segir Árni Pétur í til­­­kynn­ingu sinni. „Met ég stöð­una þannig að mál þetta kunni að valda fyr­ir­tæk­inu og sam­­­starfs­­­fólki óþæg­ind­­­um. Ég hef því óskað eftir að láta af störfum sem for­­­stjóri hjá Skelj­ungi hf.“

Ólafur Þór Jóhann­es­­son, sem starf­aði áður sem fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­sviðs og sem aðstoð­­ar­­for­­stjóri Skelj­ungs, tók við starf­inu af Árna Pétri. Hann lét svo af störfum í síð­asta mán­uði þegar til­kynnt var að Ásgeir Helgi Reyk­­fjörð Gylfa­­son, þá aðstoð­­ar­­banka­­stjóri Arion banka, hefði verið ráð­inn for­­stjóri félags­­ins og að Magnús Ingi Ein­­ar­s­­son, þá fram­­kvæmda­­stjóri banka­sviðs Kviku banka, hefði verið ráð­inn fjár­­­mála­­stjóri þess. Ásgeir mun hefja störf hjá SKEL 9. júlí næst­kom­and­i. 

Mikla athygli vakti að bæði Ásgeir Helgi og Magnús Ingi fengu kaup­rétti um hluti í félag­inu í sam­ræmi við kaup­rétta­á­ætlun þess sem sam­­þykkt var á síð­­asta aðal­­fundi.

Sam­­kvæmt þeirri áætl­­un, sem tók gildi þann 10. mars, var SKEL heim­ilt að úthluta kaup­rétti til lyk­il­­stjórn­­enda félags­­ins af fimm pró­­sentum af útgefnu heild­­ar­hlutafé þess. Mark­aðs­verð þess­­ara kaup­rétta var á þessum tíma um 1,6 millj­­arðar króna.

Þessi kaup­rétt­­ar­heim­ild, sem gildir til árs­ins 2027, er full­nýtt í nýjum samn­ingum við Ásgeir Helga og Magnús Inga. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem SKEL sendi frá sér nam virði kaup­réttar Ásgeirs 1,02 millj­­örðum króna, á meðan virði kaup­réttar Magn­úsar Inga nam 572 millj­­ónum króna.

SKEL stærsti eig­andi Kalda­lóns

SKEL fjár­fest­inga­fé­lag hét áður Skelj­ungur í 93 ár. Nafni og til­gangi félags­ins var breytt í byrjun þess árs sam­hliða því að til­kynnt var um 6,9 millj­arða króna hagnað á síð­asta ári. Sá hagn­aður var nær allur til­­kom­inn vegna sölu á fær­eyska dótt­­ur­­fé­lag­inu P/F Magn á árinu 2021, en bók­­færð áhrif þeirrar sölu á tekjur Skelj­ungs í fyrra voru 6,7 millj­­arðar króna. 

Í fjár­­­festa­kynn­ingu sem birt var í kom fram að Skelj­ungur yrði frá og með febr­úar síð­ast­liðnum rekið sem fjár­­­fest­inga­­fé­lag og beri nafnið SKEL fjár­­­fest­inga­­fé­lag. Þar með lauk sögu olíu­­­fé­lags­ins Skelj­ungs á Íslandi, en hún hófst árið 1928. 

Streng­­ur, eign­­ar­halds­­­fé­lag sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­inn Jón Ásgeir fer fyr­ir, á 50,1 pró­­sent hlut í félag­inu og hefur því tögl og hagldir innan þess. SKEL byrjar til­­veru sínu með 12 millj­­arða króna í hand­­bært fé, um 50 pró­­sent eig­in­fjár­­hlut­­fall og ein­ungis tvo millj­­arða króna í vaxta­ber­andi skuld­­um.

Gengi bréfa í félag­inu hækk­aði um 18,3 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi en hand­bært fé þess lækk­aði niður í 8,9 millj­arða króna. Eig­in­fjár­hlut­fallið hefur hins vegar styrkst með söl­unni til Kalda­lóns og er nú 79,4 pró­sent. 

Seldu í Íslands­banka en byggðu upp stöðu í VÍS

SKEL var á meðal þeirra sem tóku þátt í lok­uðu útboði á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka í mars. Alls keypti SKEL fyrir um 450 millj­ónir króna. Félagið seldi þann hlut með 32 millj­óna króna hagn­aði um mán­uði síðar og bætti sam­hliða við stöðu sína í trygg­inga­fé­lag­inu VÍS. 

Sú staða er ekki öllum skýr þegar horft er á hlut­haf­alista VÍS enda stór hluti eign­ar­inn­ar, alls 4,8 pró­sent hlut­ur, í formi fram­virkra samn­inga við banka og því skráður á þá. Miðað við það að Arion banki, fyrr­ver­andi vinnu­staður verð­andi for­stjóra SKEL, er eini stóri bank­inn sem er skráður fyrir stórum hlutum í VÍS má ætla að fram­virkir samn­ingar SKEL séu að uppi­stöðu hjá þeim banka. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar sem birt var 26. apríl síð­ast­lið­inn kom fram að SKEL væri í reynd fjórði stærsti hlut­haf­inn í VÍS með rúm­lega 7,3 pró­sent eign­ar­hlut. Einn annar stór einka­fjár­festir er í VÍS, félagið Sjáv­ar­sýn í eigu Bjarna Ármanns­sonar sem á 6,97 pró­sent hlut. Aðrir stórir eig­endur eru stofn­ana­fjár­fest­ar, aðal­lega íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent