Starfsmaður í bakvinnslu MP banka grunuð um fjárdrátt

9954271594_299bb205b1_k-1.jpg
Auglýsing

Starfs­maður MP banka sem grun­aður er um mis­ferli í starfi er kona sem vann í bak­vinnslu í lána­um­sýslu bank­ans. Hún er grunuð um að hafa dregið sér fé. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er upp­hæðin nokkrar millj­ónir króna.

Starfs­mönnum MP banka var til­kynnt um málið á starfs­manna­fundi í gær en kon­unni var sam­stundis vikið frá störfum þegar hin meinti fjá­dráttur upp­götv­að­ist.

Í Frétta­blað­inu í dag er sagt að málið hafi komið upp þegar afleys­ing­ar­starfs­manður rakst á að upp­gjör innan MP banka stemmdu ekki. Sá gerði stjórn­endum bank­ans við­vart um að ekki væri allt með felldu.

Auglýsing

MP banki sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær­kvöldi þar sagði að starfs­manni hefði verið sagt upp störfum vegna gruns um mis­ferli í starfi.

Þar sagði einnig að meint brot starfs­manns­ins hafi upp­götvast við innra eft­ir­lit og verið til­kynnt til lög­reglu. Málið sé litið alvar­legum augum innan bank­ans en þar er ítrekað að meint brot snúi ekki að fjár­munum við­skipta­vina bank­ans. Þá séu áhrifin af meintu mis­ferli á bank­ann hverf­andi með hlið­sjón af stærð hans.

MP banki vill ekki greina frekar frá mál­inu á meðan lög­regla hefur það til rann­sókn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None