Starfsmaður í bakvinnslu MP banka grunuð um fjárdrátt

9954271594_299bb205b1_k-1.jpg
Auglýsing

Starfs­maður MP banka sem grun­aður er um mis­ferli í starfi er kona sem vann í bak­vinnslu í lána­um­sýslu bank­ans. Hún er grunuð um að hafa dregið sér fé. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er upp­hæðin nokkrar millj­ónir króna.

Starfs­mönnum MP banka var til­kynnt um málið á starfs­manna­fundi í gær en kon­unni var sam­stundis vikið frá störfum þegar hin meinti fjá­dráttur upp­götv­að­ist.

Í Frétta­blað­inu í dag er sagt að málið hafi komið upp þegar afleys­ing­ar­starfs­manður rakst á að upp­gjör innan MP banka stemmdu ekki. Sá gerði stjórn­endum bank­ans við­vart um að ekki væri allt með felldu.

Auglýsing

MP banki sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær­kvöldi þar sagði að starfs­manni hefði verið sagt upp störfum vegna gruns um mis­ferli í starfi.

Þar sagði einnig að meint brot starfs­manns­ins hafi upp­götvast við innra eft­ir­lit og verið til­kynnt til lög­reglu. Málið sé litið alvar­legum augum innan bank­ans en þar er ítrekað að meint brot snúi ekki að fjár­munum við­skipta­vina bank­ans. Þá séu áhrifin af meintu mis­ferli á bank­ann hverf­andi með hlið­sjón af stærð hans.

MP banki vill ekki greina frekar frá mál­inu á meðan lög­regla hefur það til rann­sókn­ar.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None