Pæling dagsins: Á hvaða vegferð er Ragnheiður Elín Árnadóttir?

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Eins og flestum er í fersku minni kom Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, fram með illa und­ir­búið frum­varp um nátt­úrupass­ann sælla minn­inga, sem hvorki naut stuðn­ings stjórn­ar­þing­manna né ferða­þjón­ust­unn­ar. Ólík­legt verður að telj­ast að frum­varpið nái fram að ganga miðað við and­stöð­una sem það mætti, og er málið allt hið neyð­ar­leg­asta fyrir ráð­herra ferða­mála sem hefur gerst aft­ur­reka með mál­ið. Henni fannst í alvör­unni góð hug­mynd að rukka Íslend­inga um aðgang að nátt­úr­unni.

Nú hefur hún ákveðið að gera fjár­fest­inga­samn­ing við fyr­ir­tæki sem hyggur á 3000 tonna bleikju­eldi á Reykja­nesi. Félagið er í eigu frænda Bjarna Bene­dikts­son­ar, sama frænd­ans og kom að kaup­unum á hlut Lands­bank­ans í Borgun sem seldur var bak­við luktar dyr og vakti mikla athygli og þá ekki neitt sér­stak­lega jákvæða.

Fyrir utan það að veita fyr­ir­tæk­inu fjár­fest­ing­ar­samn­ing sem er án hlið­stæðu miðað við hlut­fall íviln­anna sem í honum fel­ast af heild­ar­fjár­fest­ingu, að fyr­ir­hugað bleikju­eldi sé í kjör­dæmi ráð­herr­ans, og að samn­ing­ur­inn sé lík­legur til að skekkja sam­keppni í grein­inni, veltir maður fyrir sér hvort þetta hafi í raun og veru verið góð hug­mynd svona í stóra sam­heng­inu.

Auglýsing

Pæl­ing Kjarn­ans er þessi: Á hvaða veg­ferð er iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra? Nýtur umdeildi fjár­fest­inga­samn­ing­ur­inn sem hún var að gera, sem seint verður tal­inn í anda hægri-póli­tík­ur, stuðn­ings flokks­systk­ina henn­ar? Eða er samn­ing­ur­inn dæmi um mál sem betur hefði mátt ­skoða áður en haldið var af stað? Stefnir ráð­herra kannski ótrauð á að verða póli­tískt eyland?

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None